Harmoníkan - 31.05.1989, Síða 15

Harmoníkan - 31.05.1989, Síða 15
tíðar, fjölmenn heimili og margmenn- ar sjóbúðir. Enda var það svo, að aðalskemmtunin var jafnan söngur, þegar mönnum gafst tóm frá vinnu sinni. Á sjónum var einnig sungið mikið, eins og gefur að skilja, þar sem oftast voru upp undir tuttugu menn innan- borðs á einu og sama skipi. Einkum var sungið á heimleið þegar gott var leiði. Sungin voru ýmis kvæði og vísur eftir þjóðskáldin eða hagyrðinga í Eyjum. Tíðast ortu hagyrðingarnir undir ákveðnu lagi og þá alveg eins undir lögum, sem voru við andleg ijóð, þó að kveðskapurinn væri með litlum andlegheitum, svo sem þessi gamli húsgangur: 777 hákarla í Vestmannaeyjum fara þeir norðan gaddi í. Hálfkaldir koma þeir að landi upp á Vertshúsið skunda þeir. Sína sjóhlauta vettlinga verða þeir setja upp grútuga. Eða þessar vísur: Nú er Guðríður gamla dauð, gefur ei lengur öðrum brauð unnið ne' spunnið ull í föt, ekki bætt skó né stagað göt. Siggi tapaði, en sveitin vann, er sálin skildi við líkamann. Einatt Stáli út í bál með Óla Nadda gerir pota og Bjarna grey með svarta sál, sem að lýðir nefna Skota. Syngur messu sjós á trjánum Siggi Bonn á freðnum hnjánum. Þjóðlög urðu stundum til við vísur, sem ekki voru ortar undir ákveðnu langi, eins og t.d. við vísu eftir Ólaf Magnússon í Nýborg. Lagið er prent- að í þjóðlagasafni Bjarna Þorsteins- sonar, sem Carlsberg sjóðurinn gaf út 1906. Vísan er þannig: Einu sinni rérum einskipa á sjó, fyrir austan Eyjar sátum þar í ró. Við vorum að reyna að veiða vœna keilu úr sjó. Fiðlur áttu Sigfús Árnason sem notaði hana meðal annars við sam- æfingar á kórnum, Anna Thomsen, Árni Filippusson, Pétur Lárusson og ef til vill einhverjir fleiri. Hjá Sigurði Sigurfinnssyi var vinnumaður um 1885 að nafni Sverrir, er fór síðar til Ameríku. Á kvöldin var hann að dunda við að smíða sér fiðlu. Holaði hann hana innan með bjúghníf, næfurþunna, og negldi síðan lokið á. Strengina gerði hann úr hvalsseymi. Fiðlan leit út eins og hver önnur og á hana varð spilað, en um gæði hennar var lítil aðstaða til að dæma. Um þessar mundir léku margir í Eyjum á einfalda harmonikku, einkum var þá spilað fyrir dansi í brúðkaupsveizlum og öðrum skemmtisamkomum. Skulu hér nefndir nokkrir harmonikkuspilarar í Eyjum á síðustu tveim áratugum ald- arinnar, sem leið: Anna Thomsen, Ólafur Ólafsson, London, Kristján Ingimundarson, Klöpp, Oddur Árna- son, Oddsstöðum, Árni Sigurðsson frá Steinsstöðum, Árni Árnason, eldri, siðast Grund, Guðlaugur Vig- fússon, síðast Grafarholti, Helgi Jónsson, Steinum, Jakob Tranberg, Jón Jónsson, Brautarholti, Halldór Brynjólfsson, Sjávargötu, nefndur blindi Dóri, og Björn Finnbogason, Kirkjulandi. Anna Thomsen var dóttir Jes Thomsen verzlunarstjóra í Godthaab og ólst upp í Vestmannaeyjum. Snemma var hún mjög listgefin, spil- aði t.d. Gamla Nóa 4 ára gömul. Þegar hún var 12 ára, byrjaði hún að spila í veizlum og á dansskemmtunum í Kumbaldanum og suðurhúsinu á Tanganum. Eitthvað lærði hún í músik utan Eyjanna. Hún spilaði á fiðlu, bjó sjálf til nótur, samdi tilbrigði við lög og skrifaði þau á nótur. Þegar hún var að æfa sig vestur á loftinu í Godthaab og glugginn stóð opinn, staðnæmdist margur maðurinn þar fyrir utan til þess að hlusta á hana. Hún átti vin- konu á Tanganum. Þegar Anna fór að heimsækja hana, hafði hún með sér harmonikkuna og spilaði þá á hana báðar leiðir milli Godthaab og Tang- ans, og var þá ekki um að villast, hver var á ferðinni. Ólafur Ólafsson, London, spilaði á alíslenzka harmonikku, mjög stóra, sem hann bar í ól yfir um axlirnar. Hljóðin í þessari harmonikku líktust einna mest orgeltónum að því leyti, að þeir voru sterkir og djúpir. Harmon- ikka þessi var með hálfnótum. Þar sem skemmtun var, var har- monikkan alltaf á ferðinni. Hún var Vestmannaeyingum um þetta leyti hið sama og fiðlan Norðmönnum. Þegar mars var tekinn í dansi, var harmon- ikkuspilarinn fyrsti maður. í marsin- um tóku allir undir með söng, og voru þá stundum sungnar hinar afkára- legustu vísur, t.d. eins og þessi: Kemur danska skipið með jolluna aftan í bomeling, bomeling, bomeling, bomeling amelendons, bomeling. Harmonikkumúsikin var hljómlist, sem fólkið skildi og skilur sennilega bezt enn, þótt nú sé úr meiru að velja. Nokkru eftir aldamótin tók Brynj- úlfur Sigfússon, organleikari og tón- skáld, við forystuhlutverkinu í söng- málum Eyjanna og gegndi því lengi. Ýmsir hafa þó fyrr og síðar á þessu timabili, eftir aldamótin og fram á þennan dag, látið vel að sér kveða í þessum málum, og má þar m.a. nefna: Helga Helgason, tónskáld, frú Önnu Pálsdóttur, píanóleikara, frú Önnu Jesdóttur, píanóleikara, Sigurð Gísla- son, sjómann, Halldór Guðjónsson, skólastjóra, Árna J. Johnsen, bónda, Sigurmund Einarsson, verkamann, Guðjón Guðjónsson, verkamann, Oddgeir Kristjánsson, tónskáld og hljómsveitarstjóra, Helga Þorláks- son, kennara, Ragnar G. Jónsson, organleikara og Harald Guðmunds- son, söngstjóra. Ekki verður þó rakið að sinni starf þessa fólks í þágu söngmenntar og hljómlistar Eyjanna. SIGMUND DEHLI ÖSTEN OLSEN Storslotter, glæný snælda.kr. 700 Kjempespretten (plata)....kr. 600 Duett S.D. — I.N. (plata).kr. 600 S. Dehli á íslandi (plata).kr. 250 Ath. ðrfá eintök eftir. Pantið i sima 91-656385. 15

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.