Harmoníkan - 31.05.1989, Page 17

Harmoníkan - 31.05.1989, Page 17
Góugleði h.uy. í Fannahlíð ElNS og allir muna hefur verið hið mesta vetraríki síðastliðinn vetur, oft kolófært víða um land dögum saman. H.U.V. létu vetur konung ekki aftra sér frá að halda góufagnað þann 25. febrúar í Fannahlíð sem ekki er langt frá Grundartanga. Þennan dag var besta veður en þó nokkuð hvasst svo víða dró í skafla. Mér og konu minni var boðið uppeftir og var það okkur mikil ánægja að þiggja það. Við sigld- um Faxaflóann með Akraþorginni uppeftir en hugðumst aka heim. Fannahlíð er lítið snoturt samkomu- hús sem stóð vel undir nafni þetta kvöld, umgirt fönn á alla vegu með snjófjúki á gluggum eins og sést á jólapóstkortum, mjög rómantískt. Ekki var fjölmennt enda víða ófært á hinu stóra félagssvæði H.U.V. en þvi meira fjör og mikið dansað. Formaður félagsins Gunnar Gauti Jón Heiðar Magnússon frá Akranesi, fjörugur dansspilari, bakatil se'st í Han- nes Baldursson. Frá vinstri: Geir Guðlaugsson frá Kjaransstöðum, Guðmundur Samú- elsson Akranesi, Snorri Jónsson Akranesi, og Óðinn Helgason Akra- nesi. Gunnarsson fór með gamanmál og boðið var upp á fjölbreyttan matseðil. Þegar skemmtunin var úti um þrjú- leytið hugðumst við eins og áður var sagt aka heim en leiðin hafði lokast á fleiri en einum stað. Okkur var hoð- in gisting hjá Guðmundi Samúelssyni og frú um nóttina og lengdist dvölin dálítið við það. Minnisríkt og skemmtilegt. Hafið þökk. H.H. Molar „Rock-gítarleikarinn“ Eric Clap- ton er að leggja upp í tónleikaferð og eins og margir heimsfrægir skemmti- kraftar gera. Þá er hann með upphit- unarhljómsveit sem leikur í upphafi tónleikanna. Fyrir valinu í þessa ferð var zydekohljómsveit sem nefnist „Buchwheat“ eftir harmoníkuleikar- anum sem þar leikur. Það er víst að þarna fær harmoníkan óvænt marga hlustendur. Sænski harmoníkuleikarinn Hans Muthas lést fyrir nokkrum mánuðum aðeins 42 ára. Það er ekki víst að það séu margir íslendingar sem kannst við nafnið en einhvern tíma var í harmon- ikuþætti ríkisútvarpsins leikið af hljómplötu með honum. Hann var vel þekktur í sínu heimalandi og eins víð- ar um skandinavíu. 17

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.