Harmoníkan - 31.05.1989, Síða 20
MINNING
Jóhannes Pétursson
J ÓHANNES Pétursson er látinn, að-
eins 63 ára, hann lést á heimili sínu í
Garðabæ 11. apríl síðastliðinn. Und-
anfarin ár átti hann við veikindi að
stríða, en bar þau með miklum hetju-
skap og kvartaði aldrei, eyddi heldur
umræðunni um þau væri hann inntur
eftir. Jói P. eins og hann var kallaður
meðal harmoníkufólks var sterkur
persónuleiki með alla skapaða hluti á
hreinu og hafði unun af góðum sam-
ræðum, var tónlistamaður af lífi og
sál, kunni þá list að skemmta fólki,
hann lék með danshljómsveitum í ára-
tugi, enda afbragðs harmoníkuleik-
ari.
Ég kynntist Jóa fyrir um 15 árum
en þá var ég nýfluttur í Garðabæ, leið-
ir okkar láu æ oftar saman, bæði í
sambandi við harmoníkuna og á
heimilum okkar. Jóhannes var með
afbriggðum hugmyndaríkur og verk-
hagur, ég kynntist oft síðar að Jói
leysti ýmis vandaverk sem flestum
hefði ekki dreymt að væri mögulegt.
í sambandi við viðgerðir á harmon-
íkum kom hann nokkuð við sögu
einkum og sér í lagi rafmagnsbúnað.
Jói P. var í Félagi harmoníkuunn-
enda í Reykjavík, um tíma í hljóm-
sveit félagsins, m.a. þegar F.H.U.R.
var boðið að koma fram í Grieg höll-
inni í Bergen 1987. Það var ósjaldan
að hann kom fram á skemmtunum
félagsins. Ekki vitum við um nema
eitt lag hljóðritað með Jóa, en það er
rússneska lagið Toska á plötunni „Á
ferð með harmoníkuunnendum“.
Jóhannes var fæddur í Reykjavík 1.
nóvember 1926 og ólst þar upp, stund-
Minning
John
Molinari
I febrúar s.l. lést hinn heimsfrægi
harmonikuleikari John Molinari eftir
baráttu við krabbamein. Molinari
kom nokkrum sinnum til Islands,
fyrst fyrir milligöngu tónlistar- og út-
varpsmannsins Svavars Gests, en
seinna á eigin vegum. Hérlendis hélt
hann tónleika víða og spilaði meðal
annars í útvarpið og er það mál
manna sem á hann hlýddu að aldrei
hafi annar eins harmonikuleikari spil-
að á Islandi, svo mikil var hrifning
þeirra. Hvort það er sannleikur er svo
annað mál, en margir sem fóru á tón-
leika hjá honum eru enn að vitna í þá
og eitt er víst að áhugi fyrir harmonik-
unni jókst til muna hérlendis við þess-
ar heimsóknir. I harmonikuþætti 30.
John Molinari.
apríl sl. ræddi Högni Jónsson um
Molinari og var þátturinn helgaður
minningu hans með því að leika ein-
göngu lög með honum, einnig vék
hann m.a. að vináttu Molinaris og
Braga Hliðbergs en hún hafði staðið í
mörg ár. Hvort nokkuð af því sem
flutt var í þættinum voru hljóðritanir
útvarpsins var ekki tekið fram, sem
við vonandi fáum að hlusta á ef þær
eru til í safni útvarpsins.
Þ.Þ.
HITTUMST í GALTALÆK
Jóhannes Pétursson.
aði tónlistarnám, starfaði við bíla-
smíði og bilaviðgerðir, nam loft-
skeytafræði í Englandi, lauk prófi frá
London Telegraph Training College
1947. Hann hóf störf hjá Landsíma
Islands, fyrst á bílaverkstæði en vorið
1948 við fjarskiptastöðina í Gufunesi,
fyrst sem loftskeytamaður og símrit-
ari en síðast sem yfirvarðstjóri. Jó-
hannes giftist 1960 Hrafnhildi Hall-
dórsdóttir húsmæðrakennara frá
Hafnarfirði, þau eignuðust fjögur
börn. Þau eru Hildur, fædd 1961, tón-
menntakennari Þorleikur fæddur
1962, við nám í verkfræði í Dan-
mörku, Halla Margrét, fædd 1965,
íþróttakennari og Ólafía Ása, fædd
1971, við nám í menntaskóla.
Jóhannes Pétursson var til moldar
borinn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar-
firði 19. apríl, við athöfnina lék félagi
hans Bragi Hlíðberg á harmoníku.
Við vottum eiginkonu börnum og
aðstandendum öllum dýpstu samúð.
H.H.
Barmmerki
Höfum látið útbúa þessi
barmmerki fyrir íslenska
harmoníkuunnendur — ATH að
fánalitirnir í merkinu eru í LIT.
Verð aðeins kr. 150.-
Hringið eða skrifið
HARMONÍKAN
tímarit harmoníkuunnendans
20