Harmoníkan - 30.05.1996, Side 9

Harmoníkan - 30.05.1996, Side 9
Oskar Benediktsson / dvalarheimilinu Felli í Reykja- vík dvelja jafnan allmargir eldri borgarar. Þeir eyða þar ævi- kvöldinu með persónulegar eig- ur sínar í kringum sig við góða umönnun starfsfólks stofnunarinnar, er sjá um matseld þrif og þvotta ásamt annari nauð- synlegri umönnun við vistmennina sem eru mismunandi á vegi staddir. Ég kem oft á Fell, aðallega til að við- halda ýmsu varðandi pípukerfi hússins, en einnig til að taka nokkur lög á góðri stund. Á þvílíkum stundum kynnist mað- ur svolítið fólkinu, einum samt meir en öðrum eins og gengur. Fyrir nokkrum árum (1992) var ég kynntur fyrir einum dvalargestinum sem sagður var leika á harmoníku og vera vel kunnugur ýmsum tónlistarmálum fortíð- arinnar. Ég taldi eðlilegt að ræða við hann og festa á blað frásögn dvalargestsins ef ég fengi áheym. En mánuðimir og árin liðu, þótt leyfið hefði ég löngu fengið. Óskar Benediktsson heitir maðurinn, tágrannur og spengilegur, rólegur í fasi og ntildi stafar af honum. Það er komið árið 1996 og ég er ekki enn búinn að tala við Óskar sem nú var kominn á spítala. Mánuðirnir þar urðu þrír. En Óskar kom aftur glaðlegur og hress enda sjö kílóum þingri. Nú settumst við niður í herberginu hans og snarlega dreif ég fram skrifblokkina. Óskar Benediktsson er fæddur í Reykjavík 17. október frostaveturinn mikla 1918, á Laugavegi 26 sem þá náði einungis inn að Vatnsþró. Hann fluttist 1924 af Laugaveginum að Braga- götu 33. Á Bragagötunni kynntist hann Stefáni Hlíðberg harmoníkuleik- ara og nokkrum sinnum tóku þeir lagið saman. Það var seinna sem bróðir Stefáns, Bragi Hlíðberg verður nafntogaður harm- oníkuleikari en um þetta leyti er Bragi eins árs gamall. Óskar segir að faðir sinn hafi leikið á tvö- falda harmoníku, það sé líklega skýringin á að hann hafi fljótlega beint sjónum sínum til harrn- oníkunnar. Nú skulum við biðja Óskar sjálfan að sjá um Marga harmoníkuleikara var að finna í Reykjavík kringum 1924—1926, og nokk- uð fram eftir árum. Mikið var líka um fiðlur, píanó og trommur í hljómsveitum og harmoníkuleikarar notuðu almest hnappaharmoníkur. Jóhannes Jóhannes- son hafði þegar unnið sér nafn um þetta leyti og mikið fjör var í tónlistarlífi borg- arinnar. Hinn snjalli harmoníkuleikari Hafsteinn Ólafsson hafði ýmsar hug- myndir og var frumkvöðull að stofnun harmoníkufélags í Reykjavík. Ég gekk til liðs við Hafstein og fl. félaga áhuga- samra manna, og er því einn stofnenda Félags harmoníkuleikara Reykjavfk, sem stofnsett var 1936. Félagið átti m.a. að hrinda af stað átaki að kynda undir við félagsmenn sína að þeir lærðu að spila eftir nótum, eins að ná fram betri launum fyrir harmoníkuleikara. Annars er óþarfi að fjölyrða nánar um félagið því ítarlega er fjallað unt það í 3. tbl. 4 árg. Harm- oníkunnar 1989 - 1990. Að því ágæta blaði hef ég verið áskrifandi í mörg ár. Sem og margur veit breyttist hljóðfæra- skipan töluvert kringum 1930 og meiri jass kom inn í tónlistina. Gítarinn og bassinn skiptu æ meira máli í hljómsveit- um í Reykjavík, hugsanlega er það ein af orsökum þess að Félag harmoníkuleikara lagðist af um 1940 - 1941. Tónlistamám mitt sótti ég til Kristins Ingvarssonar orgelleikara í Hafnarfirði, og lærði hjá honum á orgel. Sjálfur átti eg orgel 1931 um tíma. Ég kynntist Braga Hlíðberg svolítið í músiklífinu kringum félagið. Hann var orðinn séní strax 10 - 11 ára gamall. Ég hlustaði á hann spila Hot fingers á þessum aldri um 1936, og var steini lost- inn yfir tækni hans og snilld. Svo rann upp sá tími hjá mér að spila á skemmtunum úti á landi, meðal annars á Suðurnesjum. Einn aðal skemmtistað- urinn í Grindavík 1934 hét Svartsengi. Aðal spilafélagar mínir þá voru Magnús nokkur Helgason og Haraldur Kristjáns- son, báðir úr Reykjavík. Slagsmál komu ekki mikið upp þar, en Keflavík hafði orð á sér hvað það snerti. Svo spilaði ég mikið austur í Rangár- vallasýslu, m.a. á ungmennafélags- skemmtunum á Álfaskeiði, einnig í Landréttum, Skarði á Landi og í þinghús- inu að Marteinstungu í Holtum. Var al- mest einn þá. Eins og áður er vikið að var heilmikið um að vera í tónlistarlífinu, ekki síst hjá harmoníkuleikurum á árum áður, ég man auðvitað eftir mörgum lið- tækum nikkaranum frá þeim tíma fyrir utan þá sem áður er vikið að. Nefnt get ég Bjama Böðvarsson. Sigurð Einarsson (Sigga moll) Halldór Einarsson frá Kára- stöðum, Jenna Jónsson og Ólaf Péturs- son. Þessir menn eru allir farnir yfir móð- una rniklu, mjög fáir eru eftir af stofn- endum eða félögum Félags Harmoníku- leikara. Hvað sem öllu líður hef ég enn gaman af að hlusta á harmoníkutónlist, en því miður heyrist allt of sjaldan í harmoníku á útvarpsrásunum. Ekki er hægt að ljúka þessu samtali við Óskar án þess að biðja hann að lýsa sínum einkahögum nánar ? Ég starfaði mest við leigubílaakstur og sem bílaviðgerðamaður. Byrjaði akst- urinn á Litlabíl síðan Hreyfli og síðast Steindóri. Vann við bílaviðgerðir hjá Agli Vilhjálmssyni og Heklu h/f. Ég var giftur Magneu Guðjónsdóttur og átti með henni 9 börn, fjóra syni og fimm dætur. Við slitum samvistum. Tvö barna minna sinna tónlist, elsti sonurinn hann spilar svolítið á harmoníku, og næst yngsta dóttirin lærði á fiðlu í barnaskóla. Böm hennar 13 ára dóttir hefur lært á fiðlu frá 6 ára aldri, og önnur 10 ára lærir á klar- inett. Leiðin lá hingað á dvalarheimilið Fell 1992 og þar er ég enn 1996, þegar þetta viðtal er tekið. Ég vil þakka Óskari kærlega fyrir að gefa mér kost á að festa þessi minninga- brot á blað, þennan part úr lífshlaupi ald- ins harmoníkuleikara. Öll þannig brot eru nokkurs virði fyrir okkur sem viljum koma á blað fróðleik um menn er tengj- ast sögu harmoníkunnar hér á landi. H.H. 9

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.