Harmoníkan - 30.05.1996, Side 11

Harmoníkan - 30.05.1996, Side 11
Það er ekkert einfalt að spila einfalt lag Óðinn G. Þórarinsson Óðinn G. Þórarinsson er fœddur á Fáskrúðsfirði 7. nóvember 1932. Foreldrar hans voru Þórarinn Guð- mundsson og Margrét Jónsdóttir. Hann hefur leikið á dansleikjum frá barnsaldri, samið lög og einnig starfað sem tónmenntakennari um árabil. Hann var einn þeirra fjöl- mörgu sem tóku þátt í danslaga- keppni S.K.T. meðan það var og hét og vann oftar en einu sinni til verð- launa. Sennilega er lagið hans „Nú liggur vel á mér“ Itvað þekktast og liafa margir flutt það, bœði á dans- leikjum og í útvarpi og eins eru önn- ur lög hans sem margir kannast við þegar þau heyrast. Eg hitti Óðinn fyrir stuttu og bað hann að greina stuttlega frá tónlistarferli sínum. Eg hef sennilega verið nálægt 10 ára þegar foreldrar mínir gáfu mér 12 bassa harmoníku, en ég hafði sýnt áhuga fyrir tónlist. Ólafur Jónsson kenndi mér fyrsta lagið sem ég spilaði, Kolbrún mín ein- asta. Eftir það fór þetta svona að rúlla, og ég var farinn að spila á böllum 1943. Ég man að þegar ég var að æfa mig heima sem strákur, stóð fólk fyrir utan gluggann og hlustaði, en í þá daga var aðeins út- varpað nokkra tíma á dag og oft lítið við að vera hjá mörgum. Ég fékk fljótt stærri harmoníku 48 bassa sem var keypt í Englandi. Það breytti miklu fyrir mig, fór ég fljótt að spila á dansleikjum og þá bara einn. Veturinn 1944 kom oft norskur tund- urspillir, mig minnir hann heita Nord Kap inn á Fáskrúðsfjörð. Var þá oft sleg- ið upp balli og ég fenginn til að spila og fannst það svo skrýtið að þeir klöppuðu alltaf eftir hvert lag. Maður hafði ekki vanist því áður. Þetta hefur kannski ekki verið mikil músik, en þeir dönsuðu alveg eins og herforingjar. Mig minnir að vals- inn hafi verið vinsælasti dansinn. í þá daga var dansað í „Templaranum" en það var samkomuhús staðarins. Karlarnir voru vanafastir, komu með pela í rassvas- anum á ballið og ég man t.d. að einn kom til mín og sagði: „Æ Daddi minn, spilaðu nú einn vals fyrir mig“ - og ég var að enda við að spila vals. Þann 22. desember 1945 flytjum við upp á Akranes, þar sem ég var búsettur til Óðinn G. Þórarinsson 1958. Þar kynntist ég konu minni Jónínu Arnadóttur. Eftir ég kem á Skagann fer ég að spila, bæði með E.F. kvintett sem var kenndur við Eðvarð Friðjónsson, og hljómsveit sem hét Fjarkinn. Ég byrjaði með E.F. sem trommari, sem ég hafði reyndar aldrei snert áður. Þá vantaði trommara og þetta reddaðist ágætlega en þegar við spiluðum gömludansana, þá spiluðum við á tvær harmoníkur. Á Hótel Akranesi vorum við fastráðnir alveg frá 1952 til '56. Svo víða upp í Borgarfirði og á sumrin vestur á Snæfellsnesi og norður í landi, í Hrútafirði og víðar. Mest þó í þremur húsum í Borgarfirðinum: Logalandi, Brún og Brautarholti. Þá man ég að við spiluðum eitt sinn á tónleikum í Austurbæjarbíói. Eitt sinn áttum við að spila á þorra- blóti upp í Logalandi og byrja klukkan tíu. Við lögðum af stað um átta leytið, og fórum frekar snemma til að hafa góðan tíma. En það gerði svo vont veður að við vorum ekki komnir fyrr en klukkan 12, en venjulega var þetta farið á einum og hálfum tíma. En fólkið beið bara eftir okkur og svo var ballið framlengt um tvo tíma. Þegar ég spilaði með Fjarkanum, fór- um við upp í Leirársveit í lítið samkomu- hús sem hét Hóll. Engin miðstöð var í húsinu heldur einhver ræfilslegur ofn. Það var sennilega um 10 stiga frost og hvöss norðanátt. Dyrnar snéru í norður Óðinn 1945 með harmoníkuna sem keypt var í Englandi. 11

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.