Harmoníkan - 30.05.1996, Page 15
myndað af mannslunganu, en hitt er
myndað með belg. Skyldleiki harm-
oníkunnar við portative er fólginn í því
að hljóðfærin eru fest með ólum við
hljóðfæraleikarann, og í báðum tilfellum
er vinstri hðnd notuð til að stjóma belgn-
um.
Regal og harmoníkan eru tengd að því
leyti að bæði eru með tónfjaðrir, en í
regal er slegið á þær en í harmoníkunni
sveiflast þær af loftstraumi. Bæði hafa
áþekk hljómborð og belg. Tónlist sem
leikin er á bæði regal og portative er að-
eins framkvæmd með hægri hendi á
meðan báðar hendur eru notaðar við
harmoníkuleik.
Harmoníkan, portative og regal eru öll
með belg og hægt er að ferðast með þau
öll og bera með sér, og eins og oft vill
verða er margt líkt með skyldum. Hér
endar samlíking þeirra og við skoðum
enn frekar skyldleikann við cheng. Ef við
lítum fram hjá því hvaðan loftið kemur,
þá er niðurstaðan sú að hljóðið myndast
eingöngu af sveiflandi tónfjöður. Hljóð-
ið er mismunandi eftir gerð tónfjaðra,
sem allar búa yfir eigin fegurð.
Þegar t.d. evrópskir orgelsmiðir á 18.
öld, hljómfræðingar og eðlisfræðingar
heyrðu í þessari frábæru tónfjöður, urðu
þeir augljóslega töfraðir, því á markaðinn
flæddu margar gerðir hljóðfæra með tón-
fjöður snemma á 19. öldinni. Þessi hljóð-
færi voru af ýmsum stærðum og gerðum.
Sum voru lítil sem blásið var í eins og
t.d. „blásturs-harmoníka" (blow accord-
ion), munnharpa, aeolina og symphon-
ion. Önnur voru með belg eins og t.d.
harmoníka, bandoneon, og konsertína, og
önnur enn stærri sem staðsett voru á
ákveðnum stöðum eins og „seraphine",
harmóníum og melodeon.
Sumar heimildir greina frá því að
Cyrillus Damian frá Vín hafi árið 1829
fundið upp harmoníkuna. En staðreynd-
in er önnur því að það er viðurkennd
skoðun að fyrstu harmoníkuna hafi
Friedrich Buschmann frá Berlín smíðað
árið 1822 og var nefnt Handaoline.
Fyrsta harmoníkan var eins og svo marg-
ar aðrar nýjungar, klunnaleg, þung og
með frekar ljótan hljóm. Vegna hinna
óviðjafnanlegu hljómasetningu á bössun-
um fyrir vinstri hendi var hún nefnd
„Accordion" (harmoníka) af fyrmefndum
Damian. Þessi ófágaða frumgerð harm-
oníkunnar var aflöng í laginu og með
fjórar nótur í bassa. Hver hnappur var
tengdur tveim tónfjöðrum sem mynduðu
áttund í díatónískum tónstiga. Hnappam-
ir voru þannig tengdir að þeir gátu fylgt
eftir ríkjandi tóntegund. Þegar síðar var
bætt við tónum sem fylltu krómatíska
tónstigann, jukust möguleikarnir á að
spila fjölbreyttari tónlist og samhljóma. í
byrjun vann harmoníkan á sama hátt og
munnharpa, það er að segja að einn tónn
heyrðist þegar belgurinn var dreginn út
og annar þegar honum var þrýst saman
þótt stutt væri á sama hnappinn. Þessi
gerð harmoníku var og er enn þekkt sem
eintóna harmoníka. Þetta kerfi hefur
hinsvegar verið þróað og í dag heyrist
sami tónninn í hvora áttina sem belgur-
inn er hreyfður.
Samtíma hljóðfæri harmoníkunnar var
konsertína. Þetta hljóðfæri var fundið
upp af Sir Charles Wheatstone 1829 og
var fyrst kallað Symphonion með belgi.
Það fékk viðurkenningu sem almenn-
ingshljóðfæri í júní 1833, og í desember
sama ár fékk það nýtt nafn - konsertína.
Konsertína varð fljótlega virt hljóðfæri á
tónleikum og mörg tónverk voru samin
sérstaklega fyrir hana, sem fjöldi lista-
manna fluttu á tónleikum sínum.
í sannleika sagt, náði harmoníkan ekki
miklum frama í upphafi, þó svo að mað-
ur að nafni Bouton frá París hafi sett á
hana píanóhljómborð árið 1852, náði hún
ekki vinsældum fyrr en á tuttugustu öld-
inni. Eftir að evrópskir hljóðfærafram-
leiðendur heyrðu í harmoníkunni, ákváðu
þeir hver fyrir sig að hefja framleiðslu á
henni. Utkoman varð sú, að margar mis-
munandi gerðir af hljómborðum urðu til
eins og t.d. hollenskt, franskt, belgískt,
þýskt, ítalskt og rússneskt.
Þýska gerðin af harmoníku, einnig
kunn sem melodeon, hafði allt að fjórar
skiptingar, tvo bassa og eina 10 nótna röð
í hægri hendi. Síðar var hún framleidd
með 19 nótum í tveim röðum fyrir hægri
hendi og fjórum bössum. Eldri ítalskar
gerðir voru með fjóra bassa og eina röð í
diskant með 10 nótum, eða tvær
nótnaraðir í diskant og 8 bassa. Þessi
gerð hafði engar skiptingar. Bæði þýsku
og ítölsku gerðirnar voru einnig l'ram-
leiddar í krómatískum tónstiga, og út frá
þeim þróaðist krómatíska harmoníkan.
Arið 1882 kom fram nýtt hljómborð
fyrir píanóið, fundið upp af Poul von
Janko. Þetta hljómborð var með 6 raðir
stuttra nótna, sem var komið fyrir lítið
eitt yfir hverja aðra í tröppuformi. Allar
líkur eru á því að þarna sé komin fyrir-
mynd sú sem evrópskir harmoníkusmiðir
útfærðu að eigin höfði, og sem ensku-
mælandi þjóðir nefna „chromatic", á
þeim harmoníkum sem eru með hnappa-
borð og krómatískan tónstiga.
Ef litið er til fyrstu hljóðfæranna, var
talið að innsetning tónfjaðranna hafi ver-
ið í fullu samræmi við tíðarandann, sem
átti að vera annaðhvort þíður eða skær.
Hljómurinn var tónfræðingum fagnaðar-
efni og gerðu þeir góðan róm að heppi-
legri útfærslu á „innverki" harmoníkunn-
ar. Þessi sérstaki tónstigi sem þurfti að
vera í þeim, var á þeim tíma eðlilegur og
hefðbundinn í tónlist, og tíðkaðist löngu
fyrir tíma harmoníkunnar. Rétt fyrir 1850
setti Vínarbúi að nafni Walter, fyrstu
krómatísku tónana í harmoníkuna, en að
því er virðist án breytilegra tóna og skipt-
inga. Það er staðfest að Belginn Armand
Loriaux hafi árið 1892 verið fyrstur til að
setja mismunandi tóna í harmoníkuna.
Það er sennilega um svipað leyti sem
krómatísk hljómborð nútímans koma
fyrst fram í Evrópu. Önnur gerð hljóm-
borða voru hnappar sem var raðað með
jöfnu millibili, á mismunandi vegu en í
sömu hæð sem er mjög frábrugðið píanó-
borðinu. Eldri gerðir af krómatískum
hnappaborðum voru með þrjár raðir í dis-
kant. í dag eru hnappaharmoníkur með
allt að 120 hnappa í diskant í fimm röð-
um og spanna 5 áttundir - fjórða og
fimmta röð eru endurtekning á fyrstu og
annarri röð til hægðarauka.
Bassahluti harmoníkunnar var þróað-
ur frá grunntóna bassaröð og dúr-hljóma-
röð. óðrum röðum var síðan bætt við uns
þetta venjulega bassaborð okkar varð til,
15