Harmoníkan - 30.05.1996, Qupperneq 17

Harmoníkan - 30.05.1996, Qupperneq 17
HÉRAÐSBÚA Þann 13. apríl s.l. fór fram lagakeppni H.F.H. á Egilsstöðum. Um 230 manns tóku þátt í borðhaldi og dagskrá og á eft- ir bættust við um 100 manns á dansleik- inn sem haldinn var í beinu framhaldi af lagakeppninni. Gestir komu víða að af Austurlandi, úr H.F.Þ. og víðar. Urslit lagakeppni urðu sem hér segir: Hljómsveitin XD3 semflutti lögin í keppninni, ásamt Tatu Kantomaa og söngvurunum Birni Sveinssyni og Ragnhildi Rós Indriðadóttur á sviði í Valaskjálf (Mynd: Vikublaðið Austri Egilsstöðum) Verðlaunahafar lagakeppni H.F.H. Frá vinstri: Aðalsteinn Isfjörð, Gylft Björnsson og Jón Arngrímsson með verðlaunagripina sem Hlynur Halldórsson frá Miðhúsum smíðaði. (Mynd: Vikublaðið Austri Egilsstöðum) 1. verðlaun lagið - Svartiskógur. Höf- undur lags, Sigurður Gylfi Bjömsson H.F.H. Höfundur texta, Hákon Aðal- steinsson 2. verðlaun lagið - Þú. Höfundur lags og texta, Jón Ingi Amgrímsson H.F.Þ. 3. verðlaun lagið - Haustminning. Höf- undur lags, Aðalsteinn Isfjörð H.F.Þ. Höfundur texta, Þorgrímur Bjömsson Við óskum höfundum vinningslaga og - texta til hamingju með sigurinn. Von- andi verður framhald á þessari laga- keppni hjá Harmoníkufélagi Héraðsbúa því svona keppni hvetur menn til dáða og um leið fjölgar íslenskum danslögum. Þá er búið að hljóðrita lögin með hljóm- sveitinni XD3 sem flutti lögin í keppn- inni, ásamt Tatu Kantomaa og söngvur- unum Birni Sveinssyni og Ragnhildi Rós Indriðadóttur, og á að gefa út á geisla- plötu (og þá sennilega einnig snældu) sem kemur sennilega á markað upp úr miðju ári. Þá er einnig fljótlega væntan- leg önnur geislaplata með Tatu Kantomaa, þar sem hann leikur lög eftir höfunda af Austurlandi. Þriðja geislaplat- an er einnig væntanleg, einnig með Tatu, en þar leikur hann tónlist sem hann velur, og gefur út sjálfur, væntanlega á næsta ári. Öll hljóðvinna í sambandi við þessar plötur fóru fram í hljóðverinu Ris í Nes- kaupstað. Þ.Þ. Er sólin í hafdjúpið silfurblátt hneig I síðasta blaði voru á bls. 13, nótur að lagi eftir Svavar Benediktsson, „Er sólin í hafdjúpið silfurblátt hneig“ en til er ljóð við lagið sem við ætluðuin að birta með laginu en kom ekki og bætum við úr því núna. Er sólin í hafd júpið silfurblátt hneig Er sólin í hafdjúpið silfurblátt hneig allt sveipaðist vomæturfriði. A auga hvert draumljúfur svefnhöfgi seig og sofnuð var bára á miði. I lundinn við ána var leiðin oss kunn, þar ljúft var að sitja og dreyma. Og horfa á bergvatnsins blátæru unn, við bakkana hljóðlega streyma. Og meðan að vornóttin húnrdökk og hljóð, leið hægt yfir skóga og engi þér aleinni söng ég mín ljúfustu ljóð á langspilsins titrandi strengi. Að barmi mér höfði þú hallaðir þétt og hugur þinn ungur og dreyminn á tónanna vængjum sér lyfti svo létt og leið út í tindrandi geiminn. Því handan við sæfjöllin hugurinn á hulduland blámóðu vafið. Og þangað á svanavæng svífur vor þrá er sólin er runnin í hafið. Ijóð: R. Reinhardtsson

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.