Harmoníkan - 30.05.1996, Síða 18

Harmoníkan - 30.05.1996, Síða 18
HARMONÍKAN HEFUR HALDIÐ ÚT í ÁRATUG (1986-1996) Tímamót er orð sem ég tek mér í munn við það tilefni að blaðið okkar Þorsteins Harmoníkan hefur náð 10 ára aldri. Er nokkur sem trúað hefði á að þessi blaðaútgáfa myndi ganga ? Nei varla margir en staðreyndin er samt sú að í hendur þínar er komið síðasta og nýjasta tölublað í sögu blaðs sem nær eingöngu hefur fjallað um hljóðfærið harmoníkuna, harmoníkuunnendur, hugsjónir þeirra og drauma. Margur lætur í ljós með hinum ljúfustu lýsingarorðum að blaðið sé með öllu ómissandi í á meðan harmonfkuunn- endur dragi andann. Blaðið varð strax meira en það sem venjuleg áhuga- mennska tveggja manna ræður almenni- lega við. Við settum markið hátt á fjöl- breytni í efnisvali, þýðingar erlendra greina og höfum gert okkur far um að nálgast efni frá þeim atburðum helstum sem eru að gerast hér á fróni. Vandræði eru að of margir eru latir við pennann og helst því að trúa að harmoníkuunnendur flestir séu einhverjir þeir hógværustu menn að láta skoðanir sínar og væntingar í ljós á prenti. Einstaka menn hafa staðið sig með prýði öll þessi ár, en samt vantar meiri fréttir og heimildir utan af landi, þangað náum við síst. Spyrja má, hvar stæðum við ef blaðsins nyti ekki við ? Því er ekki gott að svara nema á þann veg að spyrja aftur. Hvar væri hægt að nálgast það efni sem í blaðinu er ef þess nyti ekki við ? Eða, er eitthvað gagn í þessu efni ? Við fáum ekki svör við öllu, best að hver svari fyrir sig. Nokkur harmoníkufélög hafa sínt þann skilning að bjóða öðrum okkar eða báðum á samkomur sínar, sem er mikið traust og sýnir virðingu fyrir því sem við aðhöfumst. Oftast liggur í aug- um uppi að þeir sem halda harmoníku- skemmtanir og vilja að fjallað sé um þær í blaðinu, láti blaðamennina vita af sam- komuhaldinu, eða þá sendi sjálfir pistil og mynd. Skiljanlegt er að einstaka menn tryðu ekki á í upphafi að tækist að skrapa sam- an efni til að fylla 24 síðna sérhæft blað 3svar sinnum á ári. íslenskt efni hefur ávallt forgang. Staðreyndin er allt önnur eins og áskrifendur vita, og hefur ekki úrslita- þýðingu um lífdaga blaðsins. Eitt vil ég benda á enn. Síðan við hófum útgáfuna hefur byggst upp hjá okkur báðurn heil- mikið ljósmyndasafn. Þar má líka finna minningar frá liðinni tíð löngu áður en blaðið hóf göngu sína, því myndavélinni var á lofti haldið frá því fyrsta harm- oníkufélagið var sett á fót um 9 árum áður. Nýjar hugmyndir En ekki er ein báran stök, ný hug- mynd fæddist hjá okkur Þorsteini. Ári eftir að blaðið hóf göngu sína (1987) stóðum við í að koma á fót að okkar mati raunverulegu harmoníkumóti sem valinn var staður í Galtalækjarskógi. Mótið var til þess ætlað að sameina fólk enn meir um harmoníkuna. Á fyrsta mót- ið komu milli 25 og 30 manns. Mótin spurðust út um landið með blaðinu, og aðsókn jókst jafnt og þétt með hverju ári sem leið, enda um að vera töluvert meira en venjubundna útilegu, það var harrn- oníkan sem gerði gæfumuninn, og fólkið kom víða að af landinu. Þá fórum við að undirbúa þetta enn vandlegar, dagskrá Fyrsti prófarkalesari blaðsins Högni Jóns- son harmoníkuleikari. fæddist, verðlaunaveitingar fyrir spurn- ingar úr blaðinu og fl. að ógleymdum leikjunr með börnunum sem konurnar okkar sáu alfarið um. Mótshaldinu var valinn nýr staður 1993. Fyrir valinu varð allstórt og rennislétt svæði umvafið skógi á bökkum Sogsins í Þrastaskógi. Enn gengur allt vel getum við sagt. Fyrirhöfn- in er verulega mikil við mótshaldið en við uppskerum gleðina og þakklætið í staðinn. Enn sjáum við ekki fyrir endann á þessu uppátæki okkar sem fæddist upp- úr bramboltinu með blaðaútgáfunni. Tíminn sem fer í umstangið við mót og blað er allur úr lagi genginn fyrir löngu. Ekki verður annað séð en eitthvað verði að gera í málinu. Einfaldast er að hætta þessu öllu á einu bretti, eða fækka blöðunum í eitt til tvö á ári, það gæti kannski bjargað ein- hverju. Þegar hugsjón er orðin of risavaxin er þörf að stíga á hemlana. Hver og einn hefur eigin ákvörðunaiTétt um sín áhuga- mál. Hver og einn ræður hve drjúgum tíma hann ver til þeirra hluta. En ekki má gleymast að fleiru þarf að sinna en áhugamálinu ef maður á fjölskyldu og vill eiga gott fjölskyldulíf. Þetta er vandasamt hlutverk og auð- velt að steyta á skeri þrátt fyrir að beitt sé vökulu auga á siglingaleiðinni. Öllum er þó hollt og nauðsyn að hafa áhugamál. Kapp er best með forsjá segir máltækið. Þannig ætti það að vera. Ansi er ég hræddur um að skipið lægi brotið í fjör- unni ef hjálpar og góðs hugar allrar fjöl- skyldunnar nyti ekki við. En af hverju streymir þetta fram úr pennanum, er þetta ekki eins og slitrur úr minningargrein eða hvað? Jú það er um- rót í huganum, óvissa um gagnsemi blaðsins til framtíðarinnar. Óöryggi um hinn almenna áhuga harmoníkuunnenda fyrir blaðinu. Okkar viðmiðun er áskrif- endafjöldinn. Það er svo einfalt, til að harmoníkublað geti lifað verður að vera fyrir því fjárhagslegur grunnur. En erfiðu stundirnar gleymast um stund eftir útkomu hvers tölublaðs, því er ekki að leyna. Við höfum líka átt margar gleðistundir við útgáfuna, eignast fjölda góðra vina um allt land, og átt með þeim ljúfar stundir þessi ár. Það er ómetanlegt. Stórstígar breytingar hafa orðið í þjóðfé- laginu. Allavega samsettir áhugahópar eru ótalmargir, mjög misskiptir milli kynja, og aldurshópa, og jafnvel yfir- borðskenndir. Við það er ekkert að athuga að sjálf- sögðu, en ég tek þetta upp fyrir það að fyrir tæplega 20 árum þegar harmoníku- félag er fyrst stofnað og upp úr því lands- samband, hefur fólki fjölgað svo mikið innan þesssara áhugafélaga um allt land- ið að miðill sem harmoníkublaðið ætti að vera til þess fallið að hjálpa þessu fólki að fylgjast hvert með öðru í þessum heil- 18

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.