Harmoníkan - 30.05.1996, Side 22
SAGA ÚR GÚTTÓ
Fyrir nokkrum áratugum (síðan) fóru
mektarhjón í Reykjavík á gömlu dansana
í gamla Gúttó. Eins og við munum var
Gúttó afgamalt hús og eins og í mörgum
húsum álíka gömlum, var það innréttað
þannig að allstaðar mátti ganga á milli
herbergjanna; það mátti í raun ganga í
hring um húsið, úr einu herbergi í annað.
Nú, dansinn stóð sem hæst og hver
einasti gestur á gólfinu, þar á meðal hjón-
in fyrrnefndu. Sem þau voru nú að dansa
þarna af miklu fjöri, varð maðurinn þess
allt í einu var, að komin var stóreflis
saumspretta á buxurnar hans. Með önd-
ina í hálsinum stundi hann þessu upp við
konuna sína. Henni brá hvergi, en kippti
bóndanum fram á gang með sér. - Ég er
með nál og enda. Geri við þetta eins og
skot. Komdu hérna inn með mér sagði
hún og tók stefnuna á kvennaklósettið. -
Ertu frá þér, ég fer ekki þarna inn, sagði
hann. - Láttu ekki svona. Þú ferð víst
hérna inn, sagði hún og dröslaði honum
á undan sér inn á kvennaprívatið. - Úr
buxunum með þig, sagði hún. - Úr bux-
unum hérna inni. Nei takk!
- Úr buxunum segi ég ! Hann fór úr
buxunum og hún þreif þær og hófst strax
handa að gera við saumsprettuna. Sem
hún kepptist við saumaskapinn, með
hann standandi yfir sér í jakka, í skyrtu
og með bindi, en berleggjaðan, var allt í
einu rjálað við klósettdymar. Hann, við
það að fá taugaáfall, hvíslaði eins hátt og
heðangreindir aðilar á V/estfjörðum styrkja útgáfu
_______þessa afmælisblaðs HARMOhÍKUhhAR
ísafja rða rKa u psta ðu r
Bolungarvíkurkaupstaður
Súðavíkurhreppur
Harmoníkufélag Vestfjarða
ísafjarðarleið
Mjólkursamlag ísfirðinga
íshúsfélag ísfirðinga
OITufélag útvegsmanna
hann þorði og gat; - Þa, þa, það er ein-
hver að koma! Hún lét sér hvergi bregða,
en stökk á fætur, þreif í handlegginn á
honum, svipti opnum dyrum þar nærri,
ýtti honum hvatlega útfyrir og skellti á
eftir honum. Hún var ekki fyrr búin að
láta aftur dyrnar, er hún heyrði hann
hrópa í angist mikilli; - Opnaðu Jósefína
ég er inni í danssalnum.
Afmæliskveðja
Til Harmoníkunnar, frá Ann-
Marie og Lars Ek.
Við óskum ykkur til hamingju
með 10 ára afmæli íslenska harm-
oníkublaðsins Harmoníkunnar.
Við óskum ykkur gæfu í framtíð-
inni og þökkum fyrir liðin ár. Við
hugsum til ykkar og allra vina
okkar á Islandi og sendum með
texsta við lagið Twilight on Is-
land.
Ann-Marie og Lars Ek,
Svíþjóð.
Afmæliskveðj a
Á 10 ára afmæli Harm-
oníkunnar árnar S.Í.H.U. blaðinu
heilla og þakkar það brautryðj-
endastarf sem ritstjórarnir hafa
unnið. Erfitt er að gera sér í hug-
arlund hvernig harmoníkuáhuga-
fólk og samtök þess S.Í.H.U.
hefðu farið að ef ekki hefði verið
fyrir hendi vettvangur eins og
blaðið Hannonikan. Hins vegar er
áhyggjuefni hve fáir áskrifendur
eru að blaðinu, það er ekki vansa-
laust fyrir okkur lesendur blaðs-
ins ef áskrifendum fjölgar ekki á
sarna tíma og blaðið stækkar og
er sífellt metnaðarfyllra og vand-
aðra.
Við eigum að gefa blaðinu þá
afmælisgjöf að fjölga áskrifend-
um um helming. Það er auðvelt ef
við leggjumst á eitt, hvert okkar
útvegar einn nýjan áskrifanda.
Með þessu sýnum við í verki
að við metum það sem þeir hafa
verið að gera fyrir okkur, Hilmar
og Þorsteinn, á þessum 10 árum.
Fyrir hönd stjórnar S.I.H. U.
Asgeir S. Sigurðsson
formaður
22