Harmonikublaðið - 01.12.2003, Qupperneq 4
Fróðleikur
HARMONIKUBLAÐiÐ
Ómur frá æskunnar dögum
Hákon (ónsson.
Hákon jónsson á Húsavík þekkja margir
harmonikuunnendur enda búinn að
leika á harmoniku til fjölda ára. Þeir sem
komið hafa á Breiðamýrarmótin hafa séð
þennan aldna heiðursmann leika þar
fyrir dansi ásamt félögum sínum.
Á millistríðsárunum nam hann orgel-
leik hjá dr. Páli ísólfssyni. Hann hefur um
áraraðir tekið þátt í tónlistarlífi í Suður
Þingeyjarsýsiu og er einn af stofnendum
Harmonikufélags Þingeyinga 1978. Hann
hefur m.a. leikið í hinu víðfræga „Stráka-
bandi".
Hákon hefur nú nýverið ritað endur-
minningar sínar.
Þann 20. október síðastliðinn kom út
hjá forlaginu Publishlslandica bókin:
„Brotinn ernú bærinn minn", endurminning-
ar Hákonar Jónssonar frá Brettingsstöð-
um í Laxárdal. í þessum endurminning-
um segir Hákon frá fyrstu æviárum sínum
í Víðum í Reykjadal. Frá heimils- og
venslafólki þar og nágrönnum.
Hann lýsir tuttugu ára búsetu á Brett-
ingsstöðum í Laxárdal og inn í þá frásögn
fléttar hann lýsingu á staðháttum og bú-
skaparlagi. Einnig segir hann frá mörgu
samferðafólki sínu, í sveitasamféiagi tutt-
ugustu aldar, og frá minnisstæðum
atburðum. Þá segir hann frá dvöl sinni í
Reykjavík, á millistríðsárunum, þar sem
hann nam orgelleik hjá dr. Páli ísólfssyni.
Hann lýsir búskaparárum sínum á
Tjörnesi og ýmsu þeim tengdum. Einnig
segir hann frá búsetu, störfum og fólki á
Húsavík og í Reykjadal.
Síðast, en ekki síst, segir hann frá tón-
listarlífi í heimahögum á fyrri helmingi
tuttugustu aldar. Einnig frá áratuga langri
þátttöku sinni í tónlistarlífi Suður-Þing-
eyinga, nú síðast með harmoníkufélaginu
þar.
Hákon þekkja margir harmonikuunn-
endur, enda einn af stofnendum Harm-
onikufélags Þingeyinga árið 1978 og virk-
F.v.Kári Árnason, (óel Friðbjarnarson og Hákon.
Strákabandið á dansleik á Tjörnesi. F.v. á harmonikur: Hákon, Rúnar Hannesson, ]óel Frið-
bjarnarson, Kári Árnason, Kristján Kárason og Kjartan (óhannesson. F.v. á bassa: Grímur Vil-
hjálmsson, gítar Benedikt Helgason og trommur Bragi Ingólfsson.
DflP
ur félagi allar götur síðan. Hann hefur
sótt landsmót og farið í utanlandsferðir
ásamt félögum sínum í harmonikufélög-
unum vítt um landið. Hann tekur ennþá
virkan þátt í störfum félagsins, nú orðinn
hálf níræður.
Hákon er fæddur í Víðum í Reykjadal
6. ágúst 1918. Foreldrar hans voru hjónin
Jón Sigurgeirsson, búfræðingur og bóndi
þar og kona hans Guðrún Erlendsdóttir.
Árið 1925 flutti hann með foreldrum að
Brettingsstöðum í Laxárdal og þar bjó
hann til ársins 1945. Hann flutti þá ásamt
foreldrum, Sigrúnu Hólmgeirsdóttur, eig-
inkonu sinni, og |óni, syni þeirra, íTungu-
gerði á Tjörnesi. Hákon var bóndi í
Tungugerði til 1958, en flutti þá með fjöl-
skyldu sína til Húsavíkur. Á Húsavík