Harmonikublaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 5

Harmonikublaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 5
HARMONIKUBLAÐIÐ Ferðasaga Rangæingar heimsóttir bjuggu þau í Þórshamri, en Hákon stund- aði ýmsa launavinnu, lengst þó hjá Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur. Eftirað hann varð ekkjumaður árið 1973 taldi hann sér heimili hjá mági sínum, Njáli Hólmgeirs- syni, og konu hans Aðalbjörgu Þorvalds- dóttur. Þau bjuggu íVíðum í Reykjadal og seinna á Narfastöðum í sömu sveit. Hákon starfaði áfram um hríð á Húsa- vík, en seinna í mörg ár í Reykjadal. Árið 1986 flutti Hákon tii Húsavíkur og bjó fyrst í Þórshamri en hefur búið síðustu árin á dvalarheimili aldraðra þar í bæ. En gefum nú Hákoni orðið: Hmsvegna tók ég upp á því að skrifa niður minningarfrá löngu liðnum tíma? )tí upphafið varþetta-. Strax eftir áramótin 1979-80 þurfti ég að dvelja á Heilsuhælinu (Hveragerði ínokkrarvik- ur. Par bgrjar meðhöndlunin snemma á morgn- ana og er yfirleitt lokið seinnipart dagsins. Pá hafði ég ekkert fyrir stafni og leiddist mikið. Datt mér þá íhug að setja niður á blað minningarfrá bernskuárunum (Víðum. Brátt varégfarinn að segja frá ýmsum atburðum, lýsa heimilisfólkinu á bænum, búskaparháttum og umhverfinu þar. Við þetta gleymdi ég leiðindum mínum þarna. Þegar ég komst svo til vinnu aftur um miðjan júní lentu ritsmíðarnar niður ískúffu hjá mér. Og árin liðu. Pegar ég var svo orðinn löggilt gamalmenni og oltinn út af vinnumarkaðnum, burlu frá stimpilklukku, hraða og stressi hafði ég allan heimsins tíma fyrir sjálfan mig og þá var alveg einboðið að fara að kafa aftur í minning- arnar. Ég var svo heppinn að hafa dagbækur mínar mér til stuðnings við þetta. Mín lífsganga hefur kannske ekkert verið frá- sagnarverðari en annarra jafnaldra minna. Engin kynslóð á íslandi hefur lifað slíkar breyt- ingar á þjóðlífinu sem mín kynslóð upplifði. Breytingarnar sífellt örari og aldrei hraðari en í dag. Þessvegna höfum við frá mörgu að segja. Við okkar sem enn lifum, höldum heilsu, minni og trúnni á tilgang lífsins, sem er efalaust kær- leikurinn til samferðafólksins. Að lokum langar mig að biðja fyrir vinar- kveðju til allra harmonikuunnenda. lá til allra harmonikufélaga á landinu. Þau eru góður og þarfur félagsskapur. Hér má að lokum geta þess að endur- minningabók Hákonar: „Brotinn er nú bær- inn minn" fæst í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík, hjá Sigurði og Sólrúnu, sem margir harmonikuunnend- ur þekkja. Þar má einnig fá hana áritaða af höfundi fyrir þá sem þess óska. Fyrir rúmu ári síðan fékk félag okkar boð frá Harmonikufélagi Rangæinga að koma suður og dvelja með þeim eina helgi. Því miður gat ekki orðið af því í það sinnið en í sumar tók Gunnar formaður aftur upp þráðinn og dreif okkur af stað. Föstudaginn 25. ágúst í blíðskapar- veðri safnaðist hópurinn saman íVarma- hlíð rúmlega 20 manns. Eina konu vant- aði í hópinn, hún var á haustþingi kenn- ara á Blönduósi og átti að flytjast í lög- reglufylgd að vegamótunum við Blöndu- brúna hjá Ártúnum. Var nú ekið sem leið lá yfir Vatnsskarð og vestur í Langadal. Þegar komið var að brúnni yfir Blöndu varð bílstjóranum starsýnt á unga létt- klædda og berfætta konu sem sólaði sig í grashvammi sunnan vegar, var hann svo upptekinn af þessari dýrðarsýn að hann heyrði ekki þegar eiginmaðurinn bað hann að stoppa bílinn. Rankaði hann ekki við sér fyrr en karlmenn voru farnir að hrópa og konur að biðja fyrir sér enda bíllinn kominn vestur fyrir brúna. Kom sú sólbakaða nokkuð gustmikil inn í bílinn og spurði eiginmanninn hvort hann hefði ekki ætlað að hafa sig með. Sá er maður fjölhæfur og vanur að setja niður deilur í starfi sínu svo að þetta fór allt vel. Héldum við nú fram Blöndudal og upp á Kjalveg, stoppuðum við þær útsýnisskífur sem á leið okkar urðu og nutum góða veðursins og útsýn- isins í ríkum mæli. Á Hveravöllum þótti tilheyra að fá sér hressingu og liðka kroppinn en svo var haldið suður af, gerðum þó stuttan stans hjá Beinakerl- ingunni á Bláfellshálsi. Á Hellu tók á móti okkur hópur fólks úr Harmonikufélagi Rangæinga þar var okkur vísað til gistingar í litlum en þægi- legum húsum sem standa á árbakkanum. Eftir súpu og brauð í boði heimamanna voru hljóðfærin tekin fram og tónlistin ómaði og dansinn var stiginn fram á nótt. Þarna hittust og spiluðu saman í fyrsta sinn kúabændurnir og nikkararnir Grétar Geirsson og Jón Gíslason og var mál manna að engu líkara væri en þeir væru alvanir að spila saman. Spruttu upp ýmsar „stuðgrúppur" í bland við gamalgrónar sveitir og skipting bæði inn og út á við. Daginn eftir var sama góða veðrið og voru heimamenn búnir að skipuleggja óvissuferð fyrir hópinn. Var okkur smalað upp í rútuna og haldið austur á bóginn. Byrjuðum við á því að fara niður að Odda því kunnugir sögðu að veðrið breyttist líklega þegar liði á daginn og liti út fyrir rigningu. Magnað þótti mér að koma á þennan stað sem ég hef aldrei augum litið að- eins lesið um, varð ég ekki fyrir vonbrigð- um. Oddi er ákaflega reisulegur og snyrtilegur bær og kirkjan sérlega falleg og vel við haldið. Áfram var ekið til austurs og stórkost- legt er að sjá þann mikla árangur sem þrotlaus vinna hefur skilað í uppgræðslu sanda og aura. Var einhver að tala um illa meðferð búandlýðs á gróðurþekj- unni?

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.