Harmonikublaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 10
Ferðasaga
HARMONIKUBLAÐIÐ
Vestmannaeyj afer ð
Harmonikufélags Reykjavíkur
Um borð í Herjólfi á leið til Eyja. Guðni Arnberg Þorsteinsson og
Steindór Haarde.
Harmonikufélag Reykja-
víkur fór helgina 5.-7.
september sl. í skemmti-
ferð til Vestmannaeyja.
Ferðin hafði verið ákveðin
nokkrum mánuðum áður
og gengið frá ferða og
kostnaðaráætlun, þannig
að allir vissu hvað til stóð
og hvað var í boði.
Menn höfðu vissar áhyggjur af að veð-
ur gætu verið válynd á þessum tíma, en
tveim dögum fyrir brottför höfðu 54 fé-
lagar látið skrá sig í ferðina.
Leggja átti af stað kl. 12 á föstudegin-
um 5. september með ferjunni Herjólfi,
sem er stórt og gott sjóskip og flytur far-
þega og vörur til og frá Eyjum. Formaður
félagsins sendi þátttakendum fréttabréf
fyrir ferðina, þar sem hann lofaði venju-
legu Vestmannaeyjaveðri, það er sól og
blíðu. Kvöldið fyrir ferðina gerði afspyrnu
suðvestan veður og leist ferðalöngum
ekki á blikuna og
hættu fjórir við
ferðina á síðustu
stundu. Um há-
degi á föstudag
voru allir mættir í
Þorlákshöfn og var
stigið um borð í
Herjólf. Þá var enn
talsverður strekk-
ingur og sjógang-
ur. Flestir tóku inn
sjóveiki-pillur þar
á meðal formaður-
inn ,sem var þó
gamall sjóari. For-
maðurinn fékk að
heyra að lítið væri
að marka loforð
hans um Vestmannaeyjaveðrið góða, en
hann bað fólk að bíða, þar til komið væri
til Eyjanna. Það skal að vísu játast að á
þessum tímapunkti bar hann ugg í brjósti
og hugsaði að nú væru góð ráð dýr. Ferð-
in til Vestmannaeyja gekk vel en þó urðu
nokkrir sjóveikir, þar á meðal lögfræðing-
ur okkar Björn Óli, sem tók alltof margar
sjóveikispillur, þannig að þær virkuðu öf-
ugt og varð hann
hvítari en nokkur
snjór og kaldari en
nokkurt lík. Þegar
við komum til Eyja
rann sjóveikin af
fólkinu, enda skein
sólin hátt á lofti og
logn hafði skollið á
eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Það
skal játast hér að
formaðurinn var
mjög rogginn, þeg-
ar hann gekk á
land og sparaði
ekki að núa salti í
sár þeirra, sem
höfðu ekki trúað
orðum hans um
góða Eyjaveðrið. Þegar allir höfðu safn-
ast saman á bryggjunni var stigið upp í
rútu, sem beið okkar og ók öllum á hótel,
en gist var á þremur gististöðum. Þegar
fólk hafði þvegið af sér seltuna og sjávar-
rykið var farið f rútunni upp í Höllina til
að borða kvöldverð. Höllin er nýlegt sam-
komuhús Eyjanna í eigu Sigmars Georgs-
sonar og eitt hið glæsilegasta, rúmar 500
manns í sæti. Þarna borðuðum við frá-
bæran kvöldverð og skemmtum okkur
fram eftir kvöldi við spil.söng og glens.
Um kl. 22 var haldið úr Höllinni og fóru
sumir heim en aðrir fóru á pöbba, hver
heitir Lundinn og spiluðu félagar þar fyr-
ir dansi fram yfir miðnætti. Laugardags-
morgunn rann upp bjartur og fagur og
fóru þeir árrisulu í gönguferð um bæinn,
en kl. 11 átti að fara í siglingu umhverfis
Eyjuna. Á slaginu 11 var lagt frá landi á
snekkju, sem Sigmundur Einarsson, son-
ur hins fræga prédikara Einars Gíslason-
ar, var skipstjóri og eigandi að. Þetta var
stórskemmtileg ferð, enda átti Sigmund-
ur ekki langt að sækja frásagnarlistina og
benti hann á fjöldann allan af örnefnum
og sagði sögur þeim tengdum.
Þegar komið var vestur fyrir Heimaey
fór að leiða báru og fór þá að fara um
í Höllinni í Eyjum. Fremst t.v. Guðrún Adda Ragnarsdóttir, Kjartan
(ónsson, Hildur Petrea Friðriksdóttir, Lýður Benediktsson og Hákon
Heimir Kristjánsson. Fremst t.h. Karlotta ). Helga-dóttir, Sveinn
jóhannsson, Haraldur Arnljótsson, Örn Gissurarson og Nellý Sigurðar-
dóttir.
ŒHS''