Harmonikublaðið - 01.12.2003, Síða 6
Ferðasaga
HARMONIKUBLAÐIÐ
Við Seljalandsfoss gengu allir sem
vettlingi gátu valdið undir fossinn og
fengu frískandi andlitsbað.
Þegar við komum að bílnum biðu okk-
ar kærkomnar veitingar kaffi og meðlæti.
En var haldið áfram og nú að Skógarfossi
Þar misstu „tvær" eldri konur sig, héldu
að þær væru orðnar ungar í annað sinn
og eltu unga fólkið upp brekkurnar upp
með fossinum. Þetta hreinsaði bara lung-
un og æðakerfið og annari fjallageitinni
til mikillar gleði þá fann hún lítið blóm
sem hún hafði aldrei séð áður. Fór hún að
leita upplýsinga og voru þær auðfengnar
Vigfús einn af heimamönnum sagði að
blómið fyndist aðeins í Mýrdalnum og
undir Eyjafjöllum og héti Stúfa.
Dagskráin var ekki aldeilis búin, nú
skyldi haldið að Skógum og heilsað uppá
Þórð safnvörð. Hann tók á móti hópnum
og vísaði öllum til kirkju, hélt þar yfir okk-
ur fróðlegan fyrirlestur um tilurð kirkj-
unnar og sögu safnsins lét söfnuðinn að
lokum syngja með sér sálm, fórum við út
þaðan betri manneskjur, líklega.
Skoðuðum við síðan þetta stóra og
merkilega safn eða öllu heldur litum yfir
það því nákvæm skoðun á munum þess
tekur lengri tíma en við höfðum yfir að
ráða.
Nú var degi tekið að halla og bílnum
snúið í vestur átt þetta var ekki aldeilis
búið, bílstjórinn beygði á Markarfljóts-
aurum og keyrði upp í Fljótshlíðina og
satt er það „fögur er Hlfðin". Einhver
nefndi að gaman væri að koma heim í
Hlíðarendakot en þar var þá ekki þverfót-
að fyrir Samfylkingarfólki sem var í
skemmtiferð á mörgum rútum. Rifjuðum
við upp það sem sagt er í fornum fræðum
að „Enginn má við margnum" og vildum
við eiga samskipti við Samfylkinguna
annarsstaðar en í Fljótshlíðinn.
Á heimleiðinni keyrðum við í gegnum
Hvolsvöll og þá eins og áður um daginn
sagði einhver af heimamönnum okkur
ýmsan fróðleik og gamanmál úr sveitun-
um en það er ómetanlegt þegar farið er
um ókunnar slóðir.
Um kvöldið var okkur haldin dýrðleg
veisla í boði heimamanna.
Efni í næsta blað!
Lesendur blaðsins eru hvattir til að vera
duglegir að skrifa í blaðið.
Efni í næsta blað þarf að hafa borist eigi
síðaren31.marsnk.
í Kanslaranum á Hellu. F.v. Rangæingarnir Sigrún Bjarnadóttir, Stefán Ármann Þórðarson, Bragi
Gunnarsson, Grétar Geirsson og Skagfirðingarnir Kristján Þór Hansen og )ón St. Gíslason.
Slappað af undir Seljalandsfossi.
Var síðan slegið upp fjörugum dans-
leik, konur og karlar tekin til kostanna og
dansað fram eftir nóttu. Spiluðu þar
margar sveitir og svo að lokum allir sam-
an. Útlendingar sem kíktu inn með hálf-
um huga snemma kvölds fóru ekki aftur
fyrr en að dansleik loknum. Skemmtu
þeir sér manna mest og líklega er land-
kynning sem þessi á við margar auglýs-
ingar.
Morguninn eftir voru vinir okkar enn
mættir og að skilnaði færðu þau hópnum
geisladiska sem félagið hafði gefið út.
Því miður var formaður þeirra veikur
og gat ekki tekið þátt í samveru félag-
anna, við vonum að hann hafi náð sér og
sendum honum góðar kveðjur.
Harmonikufélag Rangæinga kærar
þakkir fyrir ógleymanlega helgi vonandi
getum við í einhverju endurgoldið ykkur
þessa miklu gestrisni.
Harmonikufélag Skagafjarðar.
VERKSTÆÐITIL
ALHLIÐA VIÐGERÐA Á
HARMONIKUM AÐ
KAMBASELI 6, RVK
HAFIÐ SAMBAND VIÐ
GUÐNAÍSÍMA
567 0046