Harmonikublaðið - 01.12.2003, Page 11
HARMONIKUBLAÐIÐ
Fróðleikur
suma, bæði sjóveiki og dulbúin sjó-
hræðsla.sem fer ekki vel saman.
Sfðan var snúið við og haldið til hafn-
ar á ný og lagaðist þá bæði sjóveikin og
sjóhræðslan, en í leiðinni komið við í
Kiettshelli, sem er stór sjávarhellir í Ysta-
kletti og er þar frábær hljómburður. Þar
var leikið á harmoniku og klarinett og
notið hljómburðarins í þessari náttúru-
gerðu tónleikahöll um stund og var síðan
siglt til hafnar.
Klukkan eitt átti að mæta í skoðunar-
ferð með rútunni góðu um Eyjuna. Skoð-
aðir voru allir merkisstaðir eins og Stór-
höfði ,sem skartaði sínu fegursta í sólinni
og logninu og vissi ekki hvaðan stóð á sig
veðrið. Lystigarðurinn í hrauninu var líka
skoðaður og einnig stafkirkjan á Skansin-
um. Þar var óvænt uppákoma ,sem var þó
ekki uppákoma, en þegar stafkirkjan hafði
verið skoðuð, komu tveir jólasveinar ak-
andi á litlum pallbíll og var pallurinn full-
ur af ískældum bjór. Þegar jólasveinarnir
sáu harmonikuliðið heimtuðu þeir harm-
onikuspil og voru tekin nokkur hress
eyjalög og urðu allir að þiggja bjór og
sleikibrjóstsykur að launum .Þetta var vel
þegið í veðurblíðunni.
Síðan var haldið í Hraunbúðir, sem er
dvalarheimili eldri borgara og spilaði
Léttsveitin þar nokkur lög fyrir gamla
fólkið. Þaðan var haldið á gististaðina og
farið að gera sig klára fyrir kvöldveisluna
sem átti að vera í Höllinni. Hún hófst kl.
sjö og var hreint frábær, flottur matur og
frábær þjónusta. Okkur til ánægju mætti
formaður harmonikufélags Vestmanna-
eyja ásamt nokkrum félögum og tóku
þátt í borðhaldinu með okkur. Kl. tíu
hófst dansleikur á vegum félagsins, sem
var frábær, nema að alltof fáir eyjaskeggj-
ar mættu. Það skipti okkur svo sem engu
máli, við vorum í skemmtiferð, en óneit-
anlega hefði verið meira gaman ef fleiri
hefðu mætt á ballið.
Sunnudagur rann upp og var fólki
frjálst að skoða sig um og fóru margir á
Náttúrugripasafn Vestmannaeyja og
höfðu mjög gaman af, en aðrir tóku það
rólega. Klukkan fjögur var haldið til
Þorlákshafnar með Herjólfi og var nú
sléttur sjór og enginn sjóveikur. Síðan
þegar komið var til Þorlákshafnar kvödd-
ust félagar og þölckuðu hver öðrum fyrir
frábæra og ógleymanlega ferð og héldu
hver til síns heima.
J.B.H.
Pistill frá Húnvetningum
Frá okkur Húnvetningum er allt gott að
frétta. Þetta ár hefur verið svipað um-
fangs og næstliðin ár.
Hauststarf hófst með jólahlaðborði
undir lok nóvember og var vel sótt, enda
matur góður hjá Veisluþjónustunni.
Hið árlega hagyrðingakvöld var síð-
asta vetrardag, en svo hefur verið undan-
farin ár og húsfyllir, enda fjúka ærið oft
skondnar vísur manna á milli. Við
skruppum til Hólmavíkur 31. maí og spil-
uðum í gamla bragganum sem nýlega er
búið að gera upp og er gott að spila þar,
hljómburður góður.
Húnavershátíð var haldin um |óns-
messuna í fimmta skiftið, og fer fólkinu
fjölgandi með hverju árinu sem líður.
Þessi hátíð er af mörgum talin hafa tekist
afskaplega vel enda til hennar vandað
sem kostur var. Matthías Kormáksson
mætti ásamt vinum sínum og kom öllum
í gott skap með snilldar spilamennsku og
ljúfri framkomu. Síðan í lok dagskrár kom
hann aftur á svið og þá með vini sína
með sér og léku þau og sungu í lokin við
mikla hrifningu.
Jón Þorsteinn Reynisson ungur snill-
ingur úr Skagafirði kom sá og sigraði með
leik sínum og verður gaman að fylgjast
með honum í framtíðinni.
Einar Guðmundsson er árviss með
harmonikusýningu en hann gerir líka
fleira fyrir okkur, nú kom hann með Ingu
Eydal með sér, en þau tóku syrpu á ball-
inu á laugardagskvöldinu, og gerðu mikla
lukku.
Á laugardeginum töluðum við um það
við Einar, hvort hann ætti ekki eitthvað í
pokahorninu. Það þurfti ekki annað en
nefna það, hann sótti Gretti Björnsson og
Braga Hlíðberg og á svið fóru þeir félagar
Bragi og Grettir með hnappanikkur og
Einar með píanónikku og
var ekki að heyra að þetta
væri neitt óvenjulegt þetta
kom bara sí svona.
Stefán R. Gíslason
harmonikukennari úr
Varmahlíð kom með sveit
nemenda sinna og er þar
gott lið á ferð og ánægju-
legt að sjá svo marga efni-
lega nemendur á ferð.
Jón Gíslason og hljóm-
sveit létu gamminn geysa,
EEflP
Hinn efnilegi harmonikuleikari úr Skagafirði,
)ón Þorsteinn Reynisson.
Matthías Kormáksson harmonikuleikari
ásamt vinum sínum Einari Rafni Þórhallsyni,
sem lék á didgeridoo, sem er ástralskt frum-
byggjahljóðfæri, og Sunna Jóhannesdóttir
sem söng með þeim félögum.
enda samvalið lið á ferð, einnig léku þeir
saman Jón Gíslason og Alli ísfjörð og
ættu allir að geta ímyndað sér allt það
tónaflóð sem þeir létu frá sér fara.
Nú fer að líða að haustfundi þegar
þetta er ritað og haust og vetrarstarf fé-
laganna að hefjast að fullum krafti.
Við hjá H.U.H. þökkum allar ánægju-
legar samverustundir á þessu ári og von-
um að allt gangi með sem glæstum brag
í framtíðinni hjá öllum okkar félögum um
allt land.
Með harmonikukveðju
frá Blönduósi.
Þórir Jóhannsson ritari
F.v. Bragi Hlíðberg, Einar Guðmundsson og Grettir Björnsson.