Harmonikublaðið - 01.12.2003, Qupperneq 14

Harmonikublaðið - 01.12.2003, Qupperneq 14
Viðtalið HARMONIKUBLAÐIÐ Tónelsk fjölskylda Harmonikublaðinu barst þetta skemmtilega viðtal sem rit- stjórn Harmonikufélags Reykjavíkur tók við Ragnheiði Guðmundsdóttur. Hún og dæt- ur hennar þrjár Ása, Inga og Hekla Eiríksdætur hafa allar verið í námi í harmonikuleik hjá Karli Jónatanssyni. Fer við- talið hér á eftir. Ritstjórn H.R. lék forvitni á að vita ein- hver deili á þessari tónelsku fjölskyldu. Við höfðum samband við Ragnheiði og mæltum okkur mót við hana á vinnustað Guðrúnar Guðjónsdóttur einn eftirmið- dag í nóvember. Ragnheiður er gift Eiríki Þorgeirssyni, Gestssonar frá Hæli í Gnúpverjahreppi. Þau eiga fimm börn, Ásu, Ingunni, Heklu, Þorgerði og Eirík sem er yngstur. Er mikil tónlist í þinni œtt? ]á, mjög mikil bæði í minni ætt og ein- nig í ætt Eiríks. Til dæmis voru ömmur okkar Eiríks báðar organistar frá 18 ára aldri. Amma mín, Ragnheiður Böðvars- dóttir, var organisti í 50 ár, spilaði í kirkj- unum á Mosfelli og Minni-Borg. Hún átti ellefu systur og einn bróður sem Magnús hét, söngmaður góður. Hann var faðir Böðvars sem er einn af stjórnendum Léttsveitar Harmonikufélags Reykjavíkur. Það hefitr þá verið hljóðfœri á heimilinu? |á, það er nú saga að segja frá því. Langafi minn, Böðvar, keypti eitt fyrsta orgelið sem kom í Laugardalinn. Hann fór til Reykjavíkur og keypti orgel og reiddi það austur á hestum. Tók um tvo daga að koma því heim. Þetta mun hafa verið um aldamótin. Það var hreint ekki svo auðvelt að verða sér úti um hljóðfæri á þessum tíma. Mikið var á sig lagt við að fá orgelið á heimilið og lýsir það best tónlistaráhuga heimilisfólksins. í framhaldi af þessu var fenginn kennari á heimilið og þótti það svolítið skrítið á þessum tíma. Við hverfium nú aftur til nútíðar og spyrjum Ragnheiði um tónlistina á hennar heimili. Hún segist sjálf hafa lært á píanó hér áður fyrr og þrjár dætur hennar, Ása, Inga, og Hekla hafa allar lært á píanó. Þær eru komnar mislangt með námið, Ása þó lengst og nú hefur sú yngsta, Þor- gerður, sjö ára bæst í hópinn. Ragnheiður ásamt dætrum sínum. F.v. Hekla, Ragnheiður, Ása og Inga. Við spyrjum Eirík yngri, fiögurra ára sem er með móður sinni, hvort hann œtli ekki að lara á hljóðfœri. Hann er nú frekar fámáll en kink- ar kolli og játar því. En hvernig stóð á því aðþið fóruð að lara á harmoniku.? Það var nú eiginlega tilviljun. Þegar við bjuggum í Svíþjóð þá umgengumst við fólk sem spilaði mikið á hljóðfæri, þar á meðal harmonikur. Það voru eiginlega fyrstu kynni okkar af harmonikum. Hér heima hittist einu sinni hópur fólks. Þar voru a.m.k. þrír með harmonikur. Stelp- urnar Ása og Inga fóru að reyna að spila á nikkurnar og náðu fljótlega lagi á þær. Þá sagði ein úr hópnum: "Þú verður að kaupa harmoniku, þær ná þessu strax."Ég hafði nú ekkert verið að hugsa um það en þetta varð til þess að ég keypti harmon- iku og gaf þeim í jólagjöf og nú eru þær orðnar þrjár nikkurnar á heimilinu. Um þetta leyti var kennaraverkfall og stopp- aði því píanónámið. Datt okkur þá í hug að hafa samband við Karl Jónatansson. Karli fannst þær heldur ungar, Ása 11 ára og Inga 9 ára, en okkur talaðist svo til að þær færu til hans í einn tíma og við sæj- um svo til. Eftir að hafa hlustað á þær ákvað hann að taka þær í nám. Ása og Inga byrjuðu fyrst og hafa þær fylgst að alla tíð, síðan komum við Hekla líka. Okkur verður að orði að stundum geti verk- fóll látið gott af sér leiða. Ragnheiður heldur áfram og segir að Karl sé ansi glúrinn við að fá alla til að gera sitt besta. Fljótlega fer hann að láta fólk spila lítil lög síðan fá nemendur tækifæri til að spila fyrir aðra við ýmsar uppákomur. Ýtir það mjög undir áhuga nemenda og gerir þá öruggari í fram- komu. Það er sagt að á unglingsárum hatti margar stúlkur í harmonikunámi? ]á, svo er sagt, en ef þær eru búnar að ná tökum og getu á tónlistarnáminu fyrir unglingsárin halda þæráfram. Stelpurnar mínar þrjár hafa verið að spila á Lauga- veginum og víðar fyrir jólin en það var næstum eitt ár sem þær eldri vildu ekki láta sjá sig með harmoniku en það jafn- aði sig. Þau voru fjögur ungmenni sem spiluðu og æfðu saman, þau Ása, Inga, Ágúst og Matthías. Það viðhélt áhugan- um og styrkti þau heilmikið. Hvað ert þú búin að vera lengi í námi hjá Karli? Þetta mun vera þriðja árið. Ég hélt reyndar að það væri létt verk að spila á harmoniku en komst fljótlega að því að það er erfitt og ólíkt píanói. Það skrítna er að ég hafði aldrei prófað að spila á harm- oniku þó að hún hafi verið á heimilinu í mörg ár. Fyrst stóð allt fast hjá mér. Þó ég lesi nótur stóð ég í streði með bassann en þetta hefur lagast svo ég hlæ að þessu ídag. Spiliðþið maðgurnar saman? Nei, það gerum við ekki. Það er lítill tími og reyndar bara þrjár harmonikur á heimilinu. Við Hekla spilum að vísu stundum saman. Við endum okkar spjall með því að spyrja hvort húsbótidinn spili á hljóðfari? Ragnheiður segir að hann hafi lært á píanó en lítið haldið því við. G.G./Ó.Þ.K. Harmonikuþáttur í útvarpinu! Nú geta harmonikuunnendur glaðst á ný, ekki síst þeir sem saknað hafa harmoniku- þáttar í útvarpi allra landsmanna síðustu misserin. Sérstakur harmonikuþáttur í Ríkisútvarpinu var síðast sumarið 2002. Þeim þætti stjórnaði Matthías Kormáks- son. Þetta var frumraun hans sem þátta- stjórnanda og stóð hann sig með stakri prýði. Ekki urðu útsendingar þessar nema átta talsins í það skiptið auk endurflutnins og þótti mörgum þeir útvarpsmenn ekki sína mikinn rausnarskap í garð harmoniku- unnenda Eftir mikla baráttu hefur náðst munnlegt samkomulag um það við dag- skrárstjóra Ríkisútvarpsins að hefja út- sendingu á nýjum harmonikuþætti íbyrjun árs 2004. Búið er að semja við Ólaf Þ. Krist- jánsson um stjórn á næsta þætti. Vonandi tekst að halda þessum þætti á dagskránni um langa framtíð. - Njótið heil. J.J.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.