Harmonikublaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 10
Bréf HARMONIKUBLAÐIÐ Bréf frá Jóni Berg Harmonikufélagi Reykjavíkur Harmonikufélag Reykjavíkur stóð fyrir Degi harmonikunnar sunnudaginn 2. maí í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er nokkur skonar uppskeruhátíð, þar sem fram kemur árangur vetrar- starfsins. Eins og á síðasta ári fengum við til liðs við okkur fé- laga okkaraf Suðurlandinu, Harmonikufélag Rangæinga ,Harm- onikufélag Selfoss, og Félag harmonikuunnenda á Suðurnesj- um . Að auki komu fram tvær sveitir Harmonikufélags Reykja- víkur, Léttsveit og Stormur. Tónleikarnir tókust mjög vel. Fyrst spiluðu félögin hvert fyrir sig og að lokum öll saman. Áheyrend- ur voru margir og voru mjög ánægðir með tónleikana og fjöl- breytnina í spili og iagavali. Þessi uppákoma verður vonandi árviss endir á vetrarstarfinu hjá þessum félögum og góð upphitun fyrir mót sumarsins og jafnvel væri kærkomið að fá fleiri félög til að bætast í hópinn næsta vor. Bestu harmonikukveðjur og gleðilegt sumar. |ón Berg. Sveit Harmonikufélags Reykjavíkur í Ráðhúsinu. Minning Þann 10. mars 2004 lést hinn kunni harmonikuleikari Jón Árnason frá Syðri-Á í Ólafsfirði. |ón var fæddur á Syðri-Á 27.júní 1928. Með honum er genginn einn af bestu tónlistarmönnum okkar og er hans sárt saknað. Við, sem störfuðum með honum og fengum að njóta tónlistar hans, munum ávallt minnast þess hve ljúfur hann var og geðþekkur. Við kveðjum góðan félaga og vin með kærri þökk fyrir samstarfið og biðjum honum Guðs-blessunar á nýjum vegum. Með „nikkunnar" takti á töfrandi nótum tjáði hann hug sinn frá hjartarótum. Hann var okkur Ijós á lífsgöngu sinni sem lifa mun alltaf í minningunni. S.S.L. Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð Skemmtilegar myndir

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.