Harmonikublaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 3
HARMONIKUBLAÐIÐ
RITSTJÓRAPISTILL
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarmaður :
Jóhannes Jónsson
Barrlundi 2 600 Akureyri
Sími 462 6432, 868 3774
Netfang: johiId@simnet.is
Ritvinnsla:
Hildur Gunnarsdóttir
Prentvinnsla:
Ásprent
Netfang: gudjon@asprent.is
Meðal efnis
• Frá Harmonikufélagi
Rangæinga
• PistiII frá Guðmundi Helga
• Af Harmonikuunnendum
Norðfirði
• Lag blaðsins
• Bréf frá Jóni Berg
• Skemmtiiegar myndir
• Landsmót ungra
harmonikuleikara
• Heimsókn í Borgarfjörð
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 12.000
ii 1/2 síða kr. 6.000
Innsíður 1/1 síða kr. 1 1.000
1/2 sfða kr. 5.500
1/4 síða kr. 3.500
1/8 síða kr. 2.500
smáaugiýsing kr. 1.500
Forsíðumynd:
Hópmynd: Þátttakendur í
Landsmóti ungra harmonikuleikara í
Skagafirði 2004.
Neðri myndir: Rakel Fríða Thorodd-
sen frá Raufarhöfn t.v. og Hans
Friðrik Guðmundsson frá Dalvík t.h.
— •
Efni í næsta blað
Þeir sem hugsa sér að senda
efni í næsta blað, sem koma
á út í október n.k. þurfa að
skila því fyrir 25. september.
Rist st jór apist ill
Ágæti lesandi!
Nú fer í hönd sá tími þegar harmoniku-
unnendur víða um land leggur af stað í
sínar árlegu sumarferðir til að hitta vini
og kunningja og njóta með þeim þess
áhugamáls sem hefur tengt þá saman til
margra ára, þ.e. harmonikuútilegurnar
og það sem þeim tilheyrir. Útbúnaður til
útilegu hefur á örfáum árum breyst úr
tjöldum, þar sem fólk var skríðandi á
fjórum fótum, í tjaldvagna, hjólhýsi og
jafnvei íbúðir á hjólum og má segja að
tjöldin heyri brátt sögunni til.
Það hlýtur óneitanlega að vera gaman
að geta ekið hvert á land sem er og verið
með öli þægindi meðferðis. Það er þó
ekki útbúnaðurinn sem skiptir mestu
máli, þó góður sé, heldur þau traustu
bönd sem myndast hafa milli þeirra sem
sækja harmonikusamkomurnar. Það er
mjög merkilegt svo ekki sé fastar að orði
kveðið að svo stór hópur fólks, sem raun
ber vitni, skuli fylkja sér svo mjög um eitt
hijóðfæri. Ástæðan gæti verið einföld,
harmonikan er lifandi og fjölbreytt hljóð-
færi og svo fer hún yfirleitt vel í fangi
þeirra sem hana bera.
Þó við séum mörg elsk að harmon-
ikunni þá finnst okkur gott að hafa önnur
hljóðfæri með henni, sérstakleg ef ieika á
fyrir dansi, þó hún geti vel staðið ein og
sér, enda iöngum áður fyrr notuð sem
eina danshljóðfærið. Margir sem leika á
önnur hljóðfæri eru félagar í harmoniku-
félögum og er ekkert óeðlilegt við það,
þetta fólk verður oft útundan í umræð-
unni þó það séu eins góðir félagar og við
hin, sem spilum á harmonikur.
Ég vil nota tækifærið og þakka öllu
þessu fólki, bæði félagsbundnu og öðr-
um þeim sem hlaupið hafa í skarðið og
leikið með okkur harmonikufólki við ýmis
tækifæri, fyrir þeirra þátt. Finnst mér sem
þeir hinir sömu hafi yfirleitt haft mikla
ánægju af samspilinu ekki síður en við,
enda nauðsynlegt hvað með öðru.
Nú er klukkan orðin hálf ellefu að
kveldi og sólin enn hátt á lofti, vona ég
að svo verði í hjörtum ykkar og sumarið
verði ykkur gleðilegt. Hlakka til að hitta
ykkur sem flest.
Með harmonikukveðju, J.J.
SUMARMÓT
HARMONIKUUNNENDA
VESTURLANDS 2004
Árlegt sumarmót okkar að Fannahlíð
verður dagana 16.-18. júlí næstkomandi.
Hvetjum fólk til að koma og njóta
skemmtilegrar helgar við
spil og spjall.
Dansað föstudag og laugardag.
Næg tjaldstæði.
Allir velkomnir.
Upplýsingar gefa Þórður
í síma 431 2692 og
Geir í síma 431 2140
Stjórnin
Méíusm
VERKSTÆÐITIL
ALHLIÐA VIÐGERÐA Á
HARMONIKUM AÐ
KAMBASELI 6, RVK
HAFIÐ SAMBAND VIÐ
GUÐNA í SÍMA
567 0046
m