Harmonikublaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 4
Fréttir HARMONIKUBLAÐIÐ Frá Harmonikufélagi Rangæinga Frá vinstri: Vigfús Sig. Sigrún Bjarnad. Grétar Geirs. Stefán A. Þórðars. jóhann Bjarnas. fyrir aftan er Bragi Gunnars. Nú líður senn að hefðbundnu harm- onikusumri og harmonikumótin eru framundan víða um land. Kætist þá margur harmonikuunnandinn og allir dusta rykið af hljóðfærunum, ef þau hafa þá ekki verið spegilgljáandi fyrir. Vinir munu hittast, spila saman, tala saman og hlæja saman og yfirleitt njóta tilverunnar til fulls. Á þessum samkom- um ríkir einstakur andi sem hvergi finnst annars staðar. Er það í raun merkilegt rannsóknarefni sem vert væri að skoða. En útkoman yrði sennilega sú sem allir vita að þeir sem unna harmonikunni eru glatt og kátt fólk gegnumsmitað af því gleðihljóðfæri sem harmonikan er. Við hjá Harmonikufélagi Rangæinga höfum starfað með hefðbundnum hætti í vetur. Æft reglulega og stefnum að sjálf- sögðu að þátttöku á næsta Landsmóti eftirár. Meðalaldur spilara hækkar reynd- ar sífellt í hópnum , eins og mér skilst að við séum ekki ein um og er það miður. En hérna fer unga fólkið burt í framhalds- skóla í flestum tilfellum og það segir sína sögu. Við tókum þátt í dansleiknum í Básnum sem haldinn var til styrktar Landssambandinu og var það einkar ánægjuleg kvöldstund þar sem fimm fé- lög skiftust á um að spila fyrir dansi. Þetta er hlutur sem vert væri að endur- taka síðar og mér sem gömlum formanni Sambandsins finnst þetta vera vænleg leið til styrktar Sambandinu. Það er orðin hefð hjá félögunum í Árnes og Rangár- vallasýslu að sækja hvort annað heim þegar dansleikir eru haldnir og taka hljóðfærin með. Það er góður siður og eykur samstöðuna og spilagleðina. Sem gestaspilarar fórum við á Dag Harmonikunnar í Ráðhúsinu í Reykjavík. Þar tókum við þátt í dagskrá sem eitt af fimm félögum sem komu þar fram. Er þetta annað árið í röð sem við gerum það. Vordansleikur var haldinn að venju og fengum við góða gesti af Suðurnesjunum í heimsókn með mikla spilagleði. Þessi dansleikur var hinn ánægjulegasti og kann ég Suðurnesjamönnum bestu þakk- ir fyrir komuna. Að lokum vil ég senda harmonikuvin- um um allt land bestu kveðjur og hlakka til að hitta sem flesta á mótunum í sum- ar. Sigrún Bjarnadóttir. Gódir áskrífendur Vinsamlega leggið áskrift blaðsins fyrir áriö 2004 inn á reikning í banka 162 Hb 26 reikningsnr. 972 Kt. 300946-3729 Mikilvægt er að nafn og/eöa kennitala áskrifanda blaðsins komi fram þegar greitt er. TOMLI5TARSATM jöms KR.'OíAfssömR Reynimel bíldudal MELÖDIUR MIMNÍM&AMMA I7. JLIIHÍ 2000.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.