Harmonikublaðið - 01.09.2006, Síða 3

Harmonikublaðið - 01.09.2006, Síða 3
Harmonikublaðið ISSN1670-200X Ábyrgðarmaður: Hreinn Halldórsson Faxatröd 6, 700 Egilsstödum Sími 4711884, 866 5582 Netfang: fax6@simnet.is og hreinn@egilsstadir.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstödum Netfang: print@heradsprent.is Meðal efnis: - Sumarhátíð í Svartaskógi - Breiðumýrarhátíð - Nú er lag ÍÁrnesi - Harmonikufréttir úr Dalasýslu - Svíþjóðarferð Auglýsingaverð: Baksíða í/isíða kr. 19.000 1/2 sída kr. 12.000 Innsídur 1/1 sída kr. 15.000 1/2 síða kr. 9.500 1/4 sída kr. 5.500 1/8 sída kr. 3.500 Smáauglýsingar kr. 2.000 Forsíðan: Andri Snær og Bragi Fannar Þorsteinssynir ásamt Aðalsteini ísfjörð þenja nikkurnar í Svartaskógi um Verslunarmannahelgi 2006. Mynd:Jónas Þórjóhannsson. Efni í næsta blað, sem kemur út í desember, þarfad berast fyrir lok nóvember. V_________________________________________J r Harmonikublaðið - september 2006 Gódir áskrifendur! Vinsamlega leggid áskrift blaðsins, kr. 1.500.- fyrir árið 2006 inn á reikning nr. 0305 -13- 700, Kt. 030349-3859 Mikilvægt er að nafn og/ eða kennitala áskrifanda blaðsins komi fram þegar greitt er. V. J Frá ábyrgðarmanni Sælt veri fólkið! Ég vona að sumarið hafi verið farsælt og sem flestir hafi notið útihátíðanna og annarra skemmtana sem félögin hafa haldið af myndarskap vítt um land. Útihátíðirnar hafa fyrir löngu sannað tilverurétt sinn því fátt er betra fyrir sálina en að dansa út í bjarta sumarnóttina í góðu veðri og f fögru umhverfi. í þessu blaði er sagt frá nokkrum þessara hátíða. Ein þeirra var haldin í Svartaskógi af Harmonikufélagi Héraðs- búa og tókst vel eftir því sem ég best veit. Ég missti hins vegar af gleðinni því á sama tíma var Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Laugum í Reykjadal. Þessi íþróttamót hafa verið haldin á sama tfma undanfarin árogvaxið að umfangi og vinsældum enda vel að þeim staðið. Unglingalandsmót SÍHU eru einnig haldin en betur má gera, og þá er ekki úr vegi að Ifta til skipulags UMFÍ sem gefur sínu fólki ár til undirbúnings. Ég lít svo á að haustið fyrir landsmót eigi þátttakendur að fá upplýsingar um til hvers er ætlast af þeim þannig að veturinn nýtist sem best. Einnig þurfa tónskólar að aðstoða nemendur sína sem kostur er að ná settu marki og helst að fylgja þeim eftir líkt og þjálfarar gera ííþróttum. Nú Ifður að aðalfundi SÍHU og þar verður m.a. tekin fyrir útgáfa þessa blaðs. Eins og staðan er og hefur reyndar verið þá er ekki á vísan að róa til að rekstur blaðsins gangi upp. Áskrifendurerualltoffáirogauglýsingar af skornum skammti. Þetta þýðir að þeir sem gefa blaðið út geta í besta falli reiknað með að sleppa og þá með því að vinna í sjálfboðavinnu og etv. snapa styrki til að borga ekki með sér. Til að dæmið gangi upp má hugsa sér að fjölga áskrifendum og ein leið til þess er að aðildarfélög SÍHU greiði blaðið fyrir sína félagsmenn. Viðkomandi félagsmaður greiðir sfðan blaðið í árgjaldi sínu til félagsins eða með öðrum hætti sem félagið ákveður. Enn eiga margir eftir að greiða áskrift blaðsins og vona ég að menn bregðist fljótt við og bregði sér á netið eða í næsta banka. Áætlað er að næsta blað komi út fyrri hluta desember og hvet ég alla þá sem þetta lesa að senda blaðinu efni sem tengist harmonikunni á einhvern hátt. Einnig væri gaman að fá lög í blaðið. Mættu tengjast jólum. Efni í næsta blað þarf að berast ábyrgðarmanni fyrir lok nóvember á netfangið: hreinn @egilsstadir.is Nú er haustið skollið á með alla sína litadýrð. Það er von mín að litbrigði harmonikunnar nái til sem flestra í haust og á komandi vetri. Með góðri kveðju, Hreinn Halldórsson Létt og laggott á upplýsingaöld Nokkur atriði sem undirstrika að þú lifir á upplýsingaöld: - Þú hefur ekki lagt kapal með alvöru spilum árum saman. - Þú ert með 15 númera lista yfir símanúmer hinna þriggja í fjölskyldunni. - Þú sendir syni þinum tölvupóst sem segir: „það er kominn matur". Hann svarar með tölvupósti: „hvað er í matinn?“. - Þú spjallar daglega við geðþekkan ungan pilt frá Suður-Afríku en hefur ekki rabbað við nágranna þinn í næsta húsi það sem af er árinu. - Þú getur valið um það hvort þú færð kjúklingasúpuna með eða án Camfýlubakter. - Þú hefur kannað hvort hárblásarinn þinn þoli ekki örugglega árið 2000. - Amma þín hefur sent þér tölvupóst þar sem hún biður þig að senda sér JPG mynd af nýfædda barninu þínu svo hún geti notað hana í skjáhvílu sem hún er að búa til. - Þú rennir í hlað heima hjá þér og tekur upp GSM símann til að athuga hvort einhver sé heima. - Ástæða þess að þú vanrækir tengslin við gamla vini þína er sú að þeir eru ekki með netfang. - Alltaf þegar þú lýkur setningu með punkti skrifarðu óvart .is í staðinn fyrir einfaldan punkt. - Að taka til í eldhúsinu er í þínum huga að henda tómu samlokupokunum úr aftursætinu í bílnum. V

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.