Harmonikublaðið - 01.09.2006, Page 5

Harmonikublaðið - 01.09.2006, Page 5
Pálmi Stefánsson - Minning Pálmi Stefánsson fæddist í Mjóanesi í Vailahreppi 18 maí 1943. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 31. mars 2006. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Eyjólfsson bóndi í Mjóanesi og kona hans Sveinbjörg Pétursdóttir húsmóðir. Syst- kini Pálma eru: Reynir, Sigurlaug, Víðir og Þuríður. Pálmi kvæntist 20. september 1964 Sigríði Flosadóttur frá Miðbæ í Norðfirði, þau slitu samvistum 1988. Börn þeirra eru: Björn Marinó, Stefán Sveinn, Flosi og Þórunn María. Sambýliskona Pálma var Þuríður Margrét Haraldsdóttir frá Neskaupstað. Pálmi ólst upp í Mjóanesi, gekk í barnaskóla að Eyjólfsstöðum á Völlum en eftir það lá leið hans í Alþýðuskólann á Eiðum. Þar lauk hann gagnfræðaprófi verknáms. Pálmi var á námssamningi hjá Brúnás á Egilsstöðum, lærði þar húsasmíði og lauk námi frá Iðnskólanum í Neskaupstað í þeirri iðngrein. 1967-1968 flutti Pálmi með fjölskyldu sfna f nýbyggt hús á Egilsstöðum og bjó þar til ársins 1974 en þá flutti hann norður á Sauðárkrók þar sem hann hafði ráðið sig til Kaupfélags Skagfirðinga sem deildar- stjóri trésmíðaverkstæðis KS. Þar starfaði hann um sex ára skeið og sá um upp- byggingu og viðhald fasteigna félagsins fram til ársins 1980. Þá réði hann sig hjá Trésmiðjunni Borg og vann þar í tvö ár. 1982 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur en þar starfaði hann við húsasmíði og sölu fasteigna um árabil. Auk þess settist hann afturá skólabekkflðnskólanum 1 Reykjavfk og lauk þaðan meistaranámi í húsasmiði með hæstu einkunn. Árið 1998 flutti hann til sambýliskonu sinnar í Danmörku en þau fluttu til Reykjavíkur ári síðar. Árið 2000 lá leið hans til Egilsstaða þar sem hann vann við smíðar. Þau komu sér upp heimili í Einbúablá 40 þar sem bjó til æviloka. Pálmi hafið yndi af tónlist og leik á hin ýmsu hljóðfæri. Einnig var hann virkur félagi í Karlakórnum Drífanda. Hann var ötull félagi í Harmonikufélagi Héraðsbúa og kom meðal annars að starfi í stórsveit félagsins og vann að sumarhátíðum sem félagið hefur staðið fyrir í Svartaskógi. Félagar í HFH þakka Pálma vel unnin störf í þágu félagsins og votta aðstand- endum hans samúð. Útför Pálma fór fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 8 apríl 2006 og jarðsett var í Vallanes- kirkjugarði. Fyrir hönd stjórnar HFH Gylfi Björnsson formaður. Vigfús Sigurðsson - Minning fæddur 25. júní 1927, dáinn 18. september 2005. Fyrir hönd Harmonikufélags Rangæinga langar mig að minnast með nokkrum orðum Vigfúsar Sigurðssonar á Hellu. Hann var einn af stofnendum félagsins ogvirkur þátttakandi íþau rúm tuttugu ár sem félagið hefur starfað. Hann spilaði með hljómsveit félagsins allan tímann og tók þátt í þeim atburðum er voru á félagsins vegum. í ferðalögin okkar fór hann og hafði gaman af, enda glöggur á umhverfi sitt og hafsjór af fróðleik um náttúruna. Hann var góður ferðafélagi og létti okkur lund á ýmsan hátt. Frásagnar- hæfileiki hans var einstakur og miðlaði hann til okkar sögum um menn og málefni. Einnigfuku oftvfsur þegartilefni gafst til. Alltaf gætti hann þó þess að enginn væri sár eftir. Tryggur félagi var hann og orðheldinn maður sem ætfð mátti treysta á ef hann lofaði einhverju. Maður sem hélt sig ef til vill aðeins til hlés en var til staðar ef með þurfti. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni og það sem hann lagði til málanna, með sinni hógværu glettni, var alltaf á jákvæðu nótunum. Tónlistin var honum í blóð borin og söng hann meðal annars í kirkjukórum um áratuga skeið. Síðustu árin f Árbæjar- kirkju í Holtum. Við kveðjum góðan félaga og vin og þökkum fyrir okkur. Spilafélagarnir þakka honum allar góðar stundir og minnast samfylgdarinnar á vængjum tónanna í tuttugu ár. F.h. Harmonikufélags Rangæinga. Sigrún Bjarnadóttir

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.