Harmonikublaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 8

Harmonikublaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 8
Stefán Bragason orti að sama tilefni: Harmonikum hamast á hrekkursviti afbrúnum. Gaman væri svo að sjá suma klúka að frúnum. Stjórnandi var Jónas Þór Jóhannsson sem meðalannars lasupp úrskólaljóðum það sem menn hafa ort um megrunarkúra, eftirfarandi Ijóð: Ég ætlaði í megrun - og þó, ístrunni koma í lóg en snarlega hætti og á mig svo bætti. Afmér verður aldrei nóg. Ég hætti að hugsa um spikið, nú held ég mér vel fyrir vikið. Þið sjáið það hér að sætur ég er. Afmér verður aldrei ofmikið. Þess ber að geta að Jónas hefur séð um hagyrðingamótin og stjórnað þeim frá upphafi og farist það vel úr hendi svo vægt sé til orða tekið. Harmonikuleikarar sem fram komu voru bræðurnir Andri Snær og Bragi Fannar Þorsteinssynir frá Höfn.ungirogefnilegirharmonikuleikarar sem vöktu athygli mótshaldara á landsmóti unglinga sem haldið var á Akureyri f vor og hefur verið fjallað um Jóhannes Kristjánsson eftirherma blessar lýðinn á sinn einstaka hátt. Mynd: jónas Þór. áður í blaðinu. Sömuleiðis lék Aðalsteinn ísfjörð sem löngu er landsþekktur harmonikuleikari og hefurverið á öllum sumarhátfðunum f Svartaskógi frá upphafi. Einnig skemmti Jóhannes Kristjánsson eftir- herma við frábærar undirtektir.Aðskemmt- un lokinni á laugar- daginn var dregið í happdrætti. Gerð vartilraun við útdrátt vinninga þar sem hagyrðingurinn Jón Bjarki hlaut vinning og var honum sagt að vinningurinn væri ein nótt með formanni HFH, Gylfa Björnssyni. Að þvftilefni orti Jón: Kasti réði kylfa, kynlöngun tók að þverra. Ég græddi nótt með Gylfa það gat tæpast orðið verra. Laugardagurinn endaði með hlaðborði Hótels Svartaskógar en að kvöldverði loknum dunaði dansinn fram á nótt. Það eru góðar horfur á því að HFH haldi þessar skemmtanir með líku sniði næstu árin og auðvitað hvetjum við ykkur öll til að koma og skemmta ykkur á Austurlandi. Jón Sigfússon HagyrSingar. Frá vinstri: Kristján Magnússon, Björn Hafþór Guðmundsson, jón Bjarki Stefánsson, Stefán Bragason og Kristjana Björnsdóttir. Mynd: Jónas Þór. H ARMONI KUSýN IN G Lionssalnum Sóltúni 20 Reykjavík laugard. 7. október kl. 14 - 18. Harmonikur í miklu úrvali, verð frá 29.000 kr. Harmonikudiskar Harmonikunótur Harmonikupokar Harmonikuólar Sími 660 1648 / 462 7374 í Reykjavík 824 7610 ÁJiELIUm /8 BORSINl / cl7úíf:a&a d^TÍ^Ía ZBRO S8TTB EUfí POLVERINI 8

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.