Harmonikublaðið - 01.09.2006, Page 13
Kristmann Jónsson
- Keypti fyrstu nikkuna 13 ára gamall
Kristmann Jónsson, Egilsstöðum hefur
verið einn af virkari félögum í H.F.H. frá
stofnun þess 1984. Til að fá nánari fréttir
af manninum heimsóttu undirrituð
Kristmann og frú eina kvöldstund og er
árangurinn eftirfarandi.
Ætt þín og uppruni
Ég er fæddur i4.maí 1929 á Hjaltastað,
í Hjaltastaðaþinghá en flutti 6 ára að
Grænuhiíð í sömu sveit. Foreldrar mínir
voru Guðný Þórólfsdóttir, frá Húsey af
Long ætt og Jón ísleifsson .Við vorum 7
syskinin.
Ég er kvæntur Sigurlaugu Stefánsdóttur
frá Ártúni og hófum við búskap í
Grænuhlíð 1952,1971 fluttum við í Eiða,
en 1997 í Egilsstaði þar sem við búum í
dag. Með búskapnum stundaði ég
skólaaksturogseinni árin rútuakstur. Við
hjónineigum 8 börn, 22 barnabörn og 8
langömmu börn, þannig að fjölskyldan
þarf orðið nokkuð stóra rútu.
Æskuárin
Ég byrjaði í barnaskóla 10 ára, 6 vikur
fyrst árið og aldrei meira en tvo mánuði
á vetri.
Skólinn var farskóli, til skiptis á
bæjunum í sveitinni. Gekk alltaf að
heiman, 3-4 km. til dæmis þegar skólinn
var á Hrollaugsstöðum voru 6 km hvora
leið.
Ég fór 17 ára í Héraðsskólann á
Laugarvatni, langaði að sjá meira en
Héraðið og var þar í tvo vetur. Ekki var
komið heimallan veturinn. Farið varýmist
með skipum eða rútum og einu sinni,
flaug ég frá Reyðarfirði til Reykjavíkur.
Þannig að tvo til 3 daga tók að komast að
heiman í skólann. 10-20 Austfirðingar
voru á Laugarvatni. Þar var einnig á
þessum árum Ásgeir Sverrisson
harmonikuleikari. Ég var byrjaður að
spila á nikku og var með hljóðfæri með
mér, 3ja kóra Hohner.
Fyrstu sporin með
nikkunni og böllin
Mamma spilaði á tvöfalda hnappanikku
þannig að tónlistin var í ættinni. Á
heimilinu var til orgel sem við systkinin
rifumst um að spila á. Ég keypti litla nikku
13 ára gamall, hún var notuð og kostaði
20 kr. Líklega um það bil 20.000 kr. í dag.
Ég fikraði mig svo sjálfur áfram, spilaði
alltafeftireyranu, lærðit.d. lögúrútvarpi
en fékk enga tilsögn, þó vorum við
systkinin eitthvað að grúska í þessu
saman. Ég og Þór Halldórsson, læknir frá
Kóreksstaðagerði, spiluðum líka
stundum saman.
Ég spilaði fyrst í afmæli í sveitinni og
síðan frá fermingaraldri fyrir dansi t.d. á
ungmennafélagsfundum og þorrablótum
sem voru helstu skemmtanirnar.
Dansleikir voru haldnir í Fríkirkjunni á
Ketilsstöðumog spilaði ég þar nokkrum
sinnum.
19 ára spilaði ég líka íTungunni t.d. á
barnaböllum kvenfélagsins. Fór ríðandi
með nikkuna og svo var ég stundum
sóttur á bát yfir fljótið. Einu sinni lagði
égá stað gangandi með nikkunaá bakinu
til að spila á Þorrablóti í Sleðbrjót, í
Jökulsárhlíð. Þetta er ca. 5 tíma
gangur, veðrir versnaði svo á meðan
égvará leiðinni að blótinu varfrestað
til næsta dags. En þetta var gaman
og einhverjar krónur fékk ég fyrir. Á
þessum árum var ég bara einn að
spila.
13