Harmonikublaðið - 01.09.2006, Qupperneq 14

Harmonikublaðið - 01.09.2006, Qupperneq 14
Kristmann og eiginkona hans Sigurlaug Stefánsdóttir. Einu sinni var ég að spila á íþróttamóti á Eiðum, þar kom þá Helgi Eyjólfsson frá Borgarfirði sem var þekktur sem góður nikkuspilari og spilaði líka á sína stóru nikku. Mér þótti mjög gaman að heyra hannspila og fannst hann afar góður. Þó var Höskuldur Stefánsson besti spilarinn á þessum árum. Ég átti svo ekki nikku í 11 ár, en hélst þá ekki við nikkulaus lengur og fékk mér aftur hljóðfæri. Harmonikufélag Héraðsbúa var stofnað 1984, fannst þér það breyta einhverju fyrir harmoniku- unnendur á Héraði og fyrir þig? )á það breytti miklu, menn fóru að æfa og spita saman, það lifnaði við áhugi á harmonikutónlist með föstum liðum á dagskrá félagsins, árshátíðum, ágúst- dansleikjum, lagakeppni og fl. Nú fengu menn tækifæri til að spila. Ég fór sjálfur að æfa meira eftir því sem tími gafst til, oft á hverjum degi og fór fram í spilamensku. Ég spilaði í hljómsveit í nokkur ár kringum 1990 hún hét KGB (Kristmann, Gunnlaugur og Bjarki). Við spiluðu á böllum og ýmsum uppákomum, allt frá Þórshöfn til Hornafjarðar. Hvernigfinnst þér málum harmonikunnar komið í dag, sérstaklega með tilliti tilyngri kynslóðarinnar og hvernig á að ná til hennar? m Seinni árin hafa komið fram krakkar vfða á landinu sem spila á nikku og //, er það ánægjuleg þróun. Félagið 1 . okkar gaf nikkur í tónskólana og nokkrir krakkar hafa byrjað að læra, m.a. eitt af mínum barnabörnum. Það þarf að gefa unga fólkinu tækifæri til að æfa sig og koma fram með okkur hinum eldri í félaginu t.d. á skemmti- kvöldum, þar sem boðið er upp á dans- tónlist. Ég hef engin önnur töfraráð en reyna að fá unga fólkið með í skemmtileg verkefni, hafa þau með. Leyfa þeim að koma fram og spila t.d. á bötlum. Égveit það Kristmann að þú hefur samið lög, ertu enn að semja? Þau eru nú ekki mörg, bútar og bútar koma í hugann sem ég gleymi svo jafnvel, er aldrei ánægður með það sem ég geri. Ég sendi samt lagið Bær á Krossgötum í afmælislagakeppni Egilsstaða, sem ásamt fleyri keppnislögum kom út á diski. Eins og margir vita þá leita margirtil þín þegarvantar harmonikuleikara fyrir hinarýmsu uppákomur og dans, æfirðu þig á hverjum degi og lengi í einu? Ekki á hverjum degi, en oftast nokkrum sinnum í viku. Ég spila hjá eldri borgunum, bæði fyrir söng og dansi. Einnig inn á sjúkradeild einu sinni íviku. Hef spilað á Sparidögum á hótel Örk og í öllum ferðalögum eldri borgara er nikkan þanin. Ég er varaformaður í félagi eldri borgara á Héraði. Eralltaf jafn gaman að spila á nikkuna? Já, já, alltaf jafn gaman, held því áfram, þetta er hálft lífið, það er sál í nikkunni og enginn spilar eins. Ef ég væri ungur í dag, myndi ég reyna að læra nótur og ég veldi harmonikuna. Hafa börnin þín eða barnabörn haldið uppi merki þínu í spilamennsku? Sonur minn spilaði um tima dálítið á nikku og svo er sonarsonur í námi. Ég gaf honum nikku til að æfa sig. Við spiluðum í sömu sveit á landsmótinu á Neskaupstað. Bræður mínir Egill og Snorri spila báðir og við tökum saman lagið þegarvið hittumst. Halldórsson læknir frá Kóreksstaðagerði vinstra Aðlokumvilégóskaharmonikufélögum góðrar framtfðar. Við þökkum Kristmanni og konu hans fyrir góða kvöldstund og vonum að tónar nikkunnar hljómi sem lengst, þeim hjónum og öðrum til ánægju. Hreinn og Jóhanna Músíkalskir bræður: Snorri, Kristmann og Egill á góðri stundu. Kristmann og Þór megin á mynd.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.