Harmonikublaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 13
henni burtu þann daginn. Farið var heim í
Ingjaldshól, þar sem útsýni er gott og
síðan var ekið um Rif og Hellissand. Á
þeirri leið er mikið kríuvarp og var ekið
gegnum ský af kríum, sem voru með
unga, suma lítt fleyga og var vegurinn
þakinn kríulíkum sem von var f þessari
mergð. Á endanum létti kríuþokunni og
lét leiðsögumaðurinn fjölina fljóta og
ruddi úr sér fróðleiknum um það sem
fyrir augu bar, í trausti þess að enginn
vissi betur.
Næst átti að skoða Djúpalónssand, en
bílstjórinn renndi framhjá afleggjaranum
því það hafði gleymst að segja honum að
þangað ætti að fara. Kom þá upp óp
mikið og var málið leiðrétt í snatri.
Bílstjórinn lét sér ekki bregða, stoppaði í
hvelli svo rútan bæði jós og prjónaði og
bakkaði síðan í rólegheitum nokkra tugi
metra til baka svo við mættum upplifa
Djúpalón. Að skoða sigum þar, ersérstök
upplifun sem enginn gleymir. í hrikalegri
fegurð staðarins skynjar mannveran
jafnframt smæð sfna gagnvart náttúru-
öflunum. Yndislegt veður jók enn á
ánægjuna.
Þegar allir höfðu notið stundarinnar
þarna, var haldið að Malarrifi og sfðan að
Hellnum og allsstaðar sýndi Snæfells-
nesið sínar bestu hliðar í blíðunni. Nú
gerðust menn svangir og þyrstir og var
ákveðið að taka langt stopp á Arnarstapa.
Okkur láðist að láta vita á veitinga-
staðnum þar að í aðsigi væri full rúta af
hungruðum harmonikufélögum og voru
menn þar nokkuð vanbúnirvið slfkri árás,
svo matartekjan varð seinlegri fyrirvikið,
en þokkalega rættist úr að lokum. Síðan
lögðu margir af stað í gönguferð að
skoða náttúrufegurð staðarins og varð
líklega enginn fyrir vonbrigðum með
það.
Á gönguleiðinni stendur á einum stað
stytta mikil af Bárði Snæfellsás úr hlöðnu
grjóti. Op er milli fóta jötunsins sem
stendur þar gleiður á hamrinum og gera
ýmsir sér til gamans að fara þar í gegn.
Ekki er vitað hvort margir félagar okkar
reyndu það en einum þeirra varð leiðin
ógreið og máttu aðrir ganga þar að verki
að frelsa hann úr klóm jötunsins. Tókst
það giftusamlega en varð skáldum
yrkisefni síðar. Þeir sem ekki nenntu að
ganga, sóluðu sig niður við höfn þar til
að hópurinn var sameinaður á ný og var
svo haldið aftur til Ólafsvíkur um
Fróðárheiði. Hvergi urðum við vör við
drauga eða önnur undur. Heim komum
við til Ólafsvíkur, vorum við kaffiþyrst
mjög og fóru flestir í bakarf staðarins og
fengu sér ágætis kaffi og meðlæti og nutu
þess úti á stétt í blíðunni við harmoniku-
undirleik.
Síðan undi hvervið sitttil kvölds, nema
spilarar fóru í félagsheimilið með hljóð-
færi sín að undirbúa ballið. Allir mættu
svo í sparidressinu til kvöldverðar
og á hæfilegum tíma var haldið í
félagsheimilið. Það er afar stórt og
glæsilegt, en ekki fylltist það af
fólki þetta kvöldið. Munu hafa
keyptsiginn á ballið um 20 manns.
Ekkert létum við það á okkur fá og
héldu okkarmenn uppi dúndurfjöri
fram á nótt og allir skemmtu sér
ágætlega. Heimamenn lýstu
ánægju sinni með ballið og reyndu
að hugga okkur með því að „allir“
væru á „dönskum dögum“ í
Stykkishólmi, svo greinilega bar
jólin upp á páskana þessa helgi í
skemmtanalífi Snæfellinga.
Eftir glatt kvöld og góða nótt
bjuggumst við til brottfarar. Var
fyrst haldið til Stykkishólms. Þar
rfkti mikil morgunkyrrð eftir hátfð-
arhöldin. Ágætur maður Gunnlaugur
Árnason tók á móti okkur þar, sýndi okkur
staðinn og fræddi um margt og þökk sé
honum fyrir. Þar fékk leiðsögumaður
langþráð frí, enda raddlaus orðinn að
mestu, en gat samt ekki þagað til lengdar.
Sem betur fer tók loks að lifna yfir
skáldunum og kváðust þau á með
hvíldum það sem eftir var heimleiðar.
Eftir Stykkishólm var haldið um Vatnaleið
og sem leið lá til Borgarness, þar sem
tekinn varsmá hvfld ognæringogvarsvo
Bárdur Snæfellsás.
haldið sem leið lá norður og heim, með
viðeigandi pylsu- og pissustoppum, þar
til komið var til Sauðárkróks, þar sem Alli
og Unnur voru kvödd með kærleikum.
Bar ekki til tíðinda eftir það, við rúlluðum
áfram og skiluðum af okkur fólkinu, þar
til rútan var tóm orðin. Ekki er vitað annað
en allir hafi kvaðst glaðir eftir góða ferð
og hlakkað til næstu endurfunda. Takk
fyrir samfylgdina félagar.
Guðrún Benediktsdóttir
Grímsstöðum, leiðsögumaður
'■PIP1PP- jjf ll W"~ ' qj n ,jpM|
ÆM
—
Umræbur í Ólafsvík.