Harmonikublaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 14
4*> JS^ 4|> JS^ 4|> JS^ 4|> JS^ 4|> JS^ 4*> JS^ 4|> JS^ W JQL Hvar og hvað er Jyderup? Jyderup er bær á Sjálandi í Dan mörku í tæplega tveggja tíma akstursfjarlægð frá Kaupmannahöfn. Vinur minn, danski harmonikuleikarinn Mogens Bækgaard, hefur skipulagt harmonikumótin þar í tæpa tvo áratugi, nú í 17. sinn. Mótið í Jyderup, sem árlega er haldið um miðjan ágúst, er hið langbesta vegna mikils fjölda góðra listamanna hvaðanæva að, m.a. Skandinavíu og víðar úr Evrópu. Skærasta stjarna þessa þúsund manna móts, sem haldið var 17.-19. ágúst sl., var hinn heimskunni 87 ára ameríski djassharmonikuleikari Art Van Damme. Fólk flykktist alls staðar að til þess að hlýða á meistarann, m.a. frá Norðurlöndum, þar á meðal íslandi og einnigfrá Sviss, Póllandi, Ameríku ogvíðar. Art Van Damme er fæddur af belgísku foreldri 9. apríl 1920 í bænum Noregi í Michiganfylki í Bandaríkjunum. Hin kunna sjónvarpskona, Eli Skoland, ræddi við hann þegar norska sjónvarpið tók upp hádegisverðartónleika með honum í Ósló 1991. Þá sagði hann glettinn á svip, að margir héldu hann fæddan í Noregi! Hann þreytti frumraun sína aðeins tíu ára. í gagnfræðaskóla stofnaði hann tríó, sem varð síðan kvartett og kvintett 1945 og hefur sú hljóðfæraskipan haldist sfðan. Art Van Damme hefur verið tíður gestur í sjónvarpi og útvarpi og þess utan leikið ásamt kunnum djassleikurum t.d. Benny Goodman og Dizzy Gillespie o.fl. Núorðið heldur hann einungis tvenna til þrenna tónleika á ári, það var því mikill gleðilegur fengur að fá hann til Jyderup, enda ekki algengt að leikinn sé djass á harmonikumótum. Til þess að skapa hinn sanna “Van Damme tón” léku með honum: Jacob Fischer á gítar, Mads Vinding á kontrabassa, Aage Tanggaard á trommur og hinn sænsk ættaði Anders Aström á víbrafón. Meðal gesta á mótinu voru íslendingarnir Þórir Magnússon, hinn kunni og vinsæli trommari og Þorleifur Finnsson harmoniku- leikari, en við þremenningarnir leigðum húsvagn á svæðinu í fjóra sólarhringa. Að venfu var mótið haldið í tveimur stórum tjöldum. í öðru þeirra var matsala og seldur morgun-, hádegis- og kvöldverður við sanngjörnu verði. Þórir Magnússon, sem var á Jyderupmótinu í þriðja sinn, mætti goði sínu og tók í hönd hans og hneigði sig djúpt að hætti skartklæddra herramanna, en meistari Van Damme kinkaði kolli og brosti. En trommarinn með íslenska for- mannsblóðið í æðum þvoði sér ekki um hendur það sem eftir lifði dags. Áður en lengra er haldið vil ég nefna sænska harmonikusnillinginn Alf Hagedal, sem gjarnan mætir til leiks í Jyderup, en Alf er einmitt heiðursgestur landsmótsins á næsta ári í Reykjanesbæ, sem haldið verður í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík, dagana 3. - 5. júlí 2008. Alf Hagedal er einn þekktasti harmoniku- leikari á Norðurtöndum, þó ungur sé. Hann hefur leikið inn á a.m.k. 6 geisladiska, þar af þrjá á sl. tveimur árum, einn á liðnu ári og tvo í ár. Á öðrum þeirra leikur með Alf hinn kunni og margreyndi sænski harmoniku- leikari Rolf Dahlström. Ásamt þeim á öllum diskunum leika norski gítaristinn Reidar Dahle og upphafsmaður og skipuleggjandi Jydermótanna, Mogens Bækgaard á Rasmus Mose leikur á harmoniku, Mogens Bækgðrd leikur á bakka. kontrabassa. En auk þess að vera afbragðs harmonikuleikari, þá er Mogens einn snjallasti bassaleikari á Norðurlöndum og framundan hjá honum er að leika á bassa á þrennskonar geisladiskum, sem verða hljóðritaðir í Noregi. Alf Hagedal er afar fjölhæfur músíkant. Hann hefur t.d. sérhæft sig í svonefndri djangótónlist, sem er einskonar sígauna- djass, kenndur við gítaristann Django Reinhardt. Þess má geta að Ander Larsson hljóðritai slfka tónlist 2005, ásamt hinum unga og snjalla gítarleikara Gustav Lundgren og kom þá út á geisladiski, en Lundgren hefur skipað sér á bekk með allra bestu gítaristum Svía. Yngsti einleikarinn í Jyderup var hin 11 ára Pernilla Olsen frá Svallerup í Danmörku. Hún hefur einungis leikið á harmoniku í fjögurár, en skilaði Frosinirispu aföryggi og með miklum sóma. Hins vegarvissi hún ekki að meistarinn Art Van Damme, stóð nærrri sviðinu og hlýddi á leik hennar og óskaði henni til hamingju með skínandi gott framlag, sem telst gott veganesti. Nefna má annan efnilegan ungliða, hinn íóáraRasmusMose, sem margiríslendingar kannast við og „íslandsvininn" hinn 21 árs Sören Brix. sem ég kom með á landsmótið í Neskaupstað 2005 og gerði stormandi lukku. Ef ég nefni fáeina tilviðbótar af öllum þeim gríðarlega fjölda, sem kom fram á mótinu, þá voru m.a. Bruno Jensen frá Nestved, hinir sænsku Lindqvistbræður og landar þeirra Lars Holfog Leif Linderoth. Hin sænsku vel þekktu Anders Larsson og Annika Andersson hafa endurvakið dúó sitt og áttu að leika alla þrjá dagana, en vegna lasleika Anniku varð ekki af því og var skarð fyrir skildi. Sfðast en ekki síst ber að nefna Mogens Bækgaard, mótsstjóra og skipu- leggjanda, þá lék hann á harmoniku, enda þótt oftast stæði hann á sviðinu sem kontra- bassaleikari mótsdagana. En Mogens heimsótti ísland 1992 og lék í húsi íslensku óperunnar. Hann hefur oft nefnt það við mig, að margir danskir harmonikuleikarar séu þess fýsandi að leggja leið sína á íslenska grund og halda tónleika. Ég hef undanfarið unnið að því að koma dönskum geisladiskum íverslanirá íslandi ogvonandi tekst það með tíð og tíma. í Jyderup skapast ávallt mikil markaðs- stemningogt.d. ermikið úrvalafkassettum og geisladiskum í sérstöku andrúmslofti, sem ekki er hægt að lýsa - menn verða að finna það á eigin skinni. Ég hef mætt þarna í 7 ár í röð og hvert mót er með sínu sniði, en fyrst og fremst er þetta fyrir tilstuðlan hins framtakssama og hugmyndaríka vinar míns Mogens Bækgaards. Að lokum æski ég þess, að íslenska harmonikublaðinu vaxi ásmegin og útgáfan haldi áfram um ókomna tfð. Hermóður Alfreðsson, Danmörku

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.