Harmonikublaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 18
ArtVan Damme
Á FERÐ í JYDERUP 17. - 19. ÁGÚST 2007
Hann lítur út fyrir að vera einn af fjöldanum, í gallabuxum og blússu, þar sem
hann röltir hring í sirkustjaldinu á íþróttaveilinum í Jyderup. Sá sem ekki veit
giskar ekki á að þessi maður fylli 87. árið í apríl. Fólk mun ekki heldur giska á að
hann sé heimsþekktur og það sama kvöld muni hann töfra fram jazztóna á
harmonikuna í samspili með nokkrum afviðurkenndustu jazzspilurum Danmerkur.
Daginn eftir tónleikana fengum við hann til að eiga við okkur fáein orð.
Fyrst nokkrar staðreyndir:
Hann er fæddur í iitla bænum Norway í
Michigan. Nafnið Van Damme kemur alls
ekki frá USA. Foreldrar hans voru
innflytjendur frá Belgíu og fyrir þá sem hafa
verið í USA þá komast menn ekki hjá að
hafa borðað „belgískar vöfflur". Van
Damme fjölskyldan átti einmitt þátt í
upphafi þessara þykku vaffla.
Það var hrein tilviljun að hann fékk níu
ára gamall tilsögn í að spila á harmoniku
frá kostgangara, ítölskum organista, Heinz
Cavani að nafni. Eiginlega vildi Art verða
hafnaboltaleikari, en í dag er hann ákafur í
golfinu. Um 1930 voru erfiðir tímar í USA.
Þar sem faðir hans var heppinn að fá vinnu
f Chicago 1934 flutti fjölskyldan þangað.
Cavani kom aðra hverja viku til að veita Art
tilsögn.en þetta reyndist erfittfyrirkomulag.
Hann fékk því annan kennara og stundaði
klassískt tónlistarnám á aldrinum 14 - 19
ára. í dag er hann þakklátur fyrir þennan
klassíska bakgrunn sinn. Þetta gerðí honum
kleift að að skilja og titeinka sér nýja hluti.
En hvenær kom jazzinn inn í líf þitt,
spurðum við?
- Þegar ég gekk í framhaldsskóla var
Benny Goodman mín fyrirmynd. Ég þróaði
minn eiginn stíl þegar ég fékk mitt fyrsta
trío. Ég hlustaði á upptökur og reyndi að
æfa þær með tríóinu. Tríóið lék á
næturklúbbum í tvö ár þar til það fékk til
liðs við sig fjórða manninn. Það var fyrst
þegar við höfðum samsetningu af
harmoniku, vibrafon, bassa og trommum
að ég fann að ég hafði „rétta tóninn”. í dag
kemur það mér til góða að hafa byrjað með
trío þegar það kemur fyrir, þegar ég held
tónleika, að ekki er hægt að fá fleiri að
„láni“ til að spila með.
Samtalið gengur liðugt þegar Art setur
fyrst í gang, og minnið er í frábæru lagi.
- Kvartettinn starfaði í Miðvestrinu í mörg
ár og á einn eða annan hátt náði NBC að
heyra í honum. Þetta leiddi til langvarandi
samninga fyrir bæði útvarp og sjónvarp.
Árið 1949 gerði ég fyrstu upptöku mína í
sjónvarpi, segir Art. Ég hætti hjá NBC
í Chicago árið 1960 eftir að hafa
unnið hjá þeim í 15.
Van Damme kom á fót bæði tónlistar-
stúdíói og verslun í Chicago.
- Frá 1952 til 1965 var ég með samning við
Columbia Records, segir Art frá. Fyrsta ferð
mín til Evrópu var til Þýskalands árið 1967
til að spila inn á plötu. Þar spilaði ég inn 16
af yfir 40 albúmum mínum.
Árið 1968 flutti hann til Kaliforníu sem
hefur betra loftslag fyrir heilsuna. Þetta
kann að hafa gert gæfumuninn fyrir heilsu
þína til áframhaldandi tónleikahalds,
skiljum við.
- Ég hafði ákveðið að hætta tónlistar-
ferlinum 75 ára, trúir hann okkur fyrir. Það
var efnt til gleðskaps, að sjálfsögðu með
tónlist, ogégvar beðinn um aðspila nokkur
númer. Þarna greip égtækifærið og tilkynnti
að mér finndist tími til kominn að enda
ferilinn. Það leið svo eitt ár án þess að ég
spilaði. En dageinn fékkégsímtal um hvort
ég gæti hugsað mér að halda tónleika, og
þar með var ég kominn í gang á ný.
- í gegnum árin hef ég sett markið við 2 til 3
tónleika á ári vegna heilsunnar. í júnítók ég
þátt f Accordion Convention f Las Vegas og
núna er ég hér. Síðustu tónleikar ársins
verða f nóvember í Póllandi.
Hvað finnst þér um jazztónlistarmennina
sem þú hefur fengið til liðs við þig hér í
jyderup? (Jakob Fischer (gítar), Mads
Vinding (bassa), Aage Tangaard (trommur),
Anders Astrand (vibrafon).
- Ég ferðast jú ekki lengur með minn
gamla kvintett. Þeir búa allir í Chicago og
það kemur fyrir að ég taki verkefni með
þeim þar. Þar fyrir utan er alltaf spennandi
að vita hvaða tónlistarmenn maður fær til
liðs við sig. Hér í Jyderup hef ég einmitt
fengið þann besta mannskap sem ég get
óskað mér. Ég hef virkilega áhuga á að spila
með þeim aftur. Hér áður fyrr var Evrópa
10-20 árum á eftir USA í þróun á jazzi en
staðan er öll önnur í dag.
Hvaða hugmyndir hefur þú almennt um
harmonikuspil í dag?
- Daglega reyni ég að vera laus við polka
stimpilinn. Þegar ég segi ókunnugum í USA
að ég spili á harmoniku, spyrja þeir alltaf.
„Svo þú spilar sem sé polka“? Því miður eru
ekki alltof margir góðir jazz-tónlistarmenn
vftt og breitt um heiminn, en það koma
stöðugt fram nýir menn með hæfileika. Ég
mæli með því að ungir harmonikuleikarar
spili með öðrum hljóðfærum. Þá getur
maður náð til mikið breiðari áheyrenda en
ákafra harmonikuunnenda. Með allri
virðingu fyrir mínum góða vini Frank
Marocco sýnist mér hann hafa gert stór
mistök. Þegar hann heldur einleikstónleika
fyrir almenning í harmonikuklúbbum í USA
(meðlimir þeirra í USA geta verið allt að
20oogerumeðsvoldiðaðra „uppbyggingu”
heldur en þessir skandinavísku
harmonikuklúbbar), eru þvf miður oft
aðeins 10% sem raunverulega skilja hve
duglegur hann er. Hinn hlutinn bíður bara
eftir að hann sé tilbúinn á sviðið eins og
þeir kæmu til með að spila sjálfir.
Einhver sérstakur atburður sem þú
minnist?
- Ég var einu sinni dómari í hæfileika-
keppni fyrir harmonikuspilara sem haldin
var af AAA.
- Einn þátttakandinn tók upp á því að
leggjast á gólfið meðan hann hélt áfram að
spila og reyna belghristing. Slíku gleymir
maður ekki.
Þessi 87 ára gamli - eða eigum við að
segja ungi - maður hefur góða kímnigáfu
og smitandi hlátur. Hann á 3 börn og 6
barnabörn, en ekkert þeirra spilar á
harmoniku.
- Elsta dóttir mín er frekar góð á píanó, en
ég hef haft þá vissu að pressa ekki á þau til
neins, segir Art. Tónlistin verður að koma
innanfrá.
www.artvandamme.com
Texti og myndir: www.trekkspill.no
Þýtt afritstj.