Harmonikublaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 10
7 V a^e -trAo aM4C Haustfundur S.I.H.U. 2008 w& & ’ífe w& ^ &W- ..... Aðalfundur S.Í.H.U. var haldinn á Núpi í Dýrafirði, þann 20. september s.l. í boði Harmonikufélags Vestfjarða. Á föstudagskvöldi, þegar allir fulltrúar og þeirra makar voru mættir, upphófst hin árlega, óskipulagða kvöldvaka, eins og harmonikuunnendum er einum lagið, svo létt spjall, gamansögur og að sjálfsögðu spilað og sungið fram yfir miðnætti. Kl. 13:00 á laugardag, þegar fulltrúar settust á fund, var farið með maka í óvissuferð. Keyrt vartilísafjarðarog Harmonikusafnið skoðað í boði umsjónarmanns H.V. og Ásgeirs S. Sigurðssonar, (sem jafnframt var fararstjóri í ferðinni). Hann bauð gestum upp á léttar veitingar meðan á sýningu stóð. Þar sem vfða voru uppákomur í bænum, vegna 60 ára afmælis Tónlistarskóla ísa- fjarðar, höfðu nokkrarfjölskyldursvokallað opið hús, og litum við inn íTangagötu 4, til Ingu og Rúnars. Þar var Messíana með hluta afsínum nemendum, erspiluðu fyrirokkur nokkur lög. Einnigvar komiðviðá Hamraborg, þarlétu Ijós sitt skína jassgeggjarar, Villi Valli, Baldur Geirmundsson, Óli Kitt ásamt Magn- úsi Reyni o.fl. Að lokum lá leiðin til Bolungarvíkur, þar biðu okkar kaffiveitingar í Einarshúsi, og saga þessa gamla húss rakin. Komið var aftur að Núpi um það bil sem aðalfundinum lauk. Eftir hátíðarkvöldverð, ræður og gamanmál, var formaður okkar félags heiðraður, fyrir einstaka eljusemi í þágu harmonikunnar. Að síðustu var dansinn stiginn fram undir morgun. í Ijósi þess að langt er til Vestfjarða, má til gamans geta að fulltrúar komu frá öllum félögum landsins, að undanskildu Harm- onikufélagi Hornafjarðar. Góðu vinir, þetta voru okkur Vestfirðingum ógleymanlegarsamverustundir. Hafið kærar þakkir fyrir heimsóknina. Harmonikukvedjur, Björg hans Frosta Melódíur minninganna Hafliði Magnússon Melódíur minninganna - % 'I Jón Kr.Ólafsson söngvati (rá Blldudal segir frA lifshlaupi sínu Jón Kr. Ólafsson á Blldudal er merkisberi alþýðunnar a listasviðinu. Hann fékk tónlistargafu og listhneigð I vöggugjöf. Þessar gáfur hefur hann varðveitt og þroskað af stakri trúmennsku. Jón Kr. hefur verið trúr heimahögunum alla tíð og lagt drjúga hönd á margt sem komið hefur samfélaginu til góöa. Söngurinn hefur ætlð att hug hans og verið I senn dægrastytting og hrein ástrlða. Mér segir svo hugur aö þegar nafn Bildudals ber a góma I framtlðinni eigi margir eftir að tengja staðinn við nafn Jóns Kr. Ólafssonar og félaga hans I hjjómsveitinni Facon, sem stimpluðu nafn Blldudals rækilega inn á tónlistarkortið á slöari hluta 20. aldar. Jónatan Garðarsson. Hafliði Magnússon alþýöulistamaður við ritvélina heima a Blldudal á árum áður. ^ Vestfirs^aforCagiÖ Upp með Vestfirði! Pantanir: 456-8181 - jons@snerpa.is J

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.