Harmonikublaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 17

Harmonikublaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 17
 ari kantinum. Suma texta hef ég samið sjálfur, nokkra fékk ég frá móður minni, meðan hennarnautvið. Einnig hefur Pétur Stefánsson samið fyrir mig nokkra texta, t.d. sjómannalagatexta. Svo hafa fleiri lagt mér lið. Ég er enn að og hvergi hættur. Hef meira að segja búið til lög f söngleik við texta Atla Engilbertssonar, sem er ekki frágenginn en verður vonandi að veruleika. Það má geta þess að nokkur laga minna hafa verið gefin út af Harmonikufélagi Héraðsbúa”. Lagakeppnir? “Ég hef tekið þátt í nokkrum keppnum, tvisvar í Evrovision, tvisvar í jólalagakeppni Rásar 2, tvisvar tekið þátt f sjómannalaga- keppni Rásar tvö og lögin komust í bæði skiptin í spilun þó þau fengju ekki verðlaun. Þá tókégnokkrum sinnum þátt í lagakepnni H.F.H. oghlautverðlaun íþrjú skipti, þaraf einfyrstuverðlaun. Égsendieinnignokkrum sinnum lög í lagakeppnir á Sauðárkróki. Ég hef einnig tekið þátt í lagakeppni á Ham- ingjudögum hér á Hólmavík ásamt því að taka þátt í karokee keppnum með eigin lögum þar sem ég lenti í þriðja sæti nú f haust. Þrjú efstu sætin verðlaunar Café Riis með jólahlaðborði fyrir tvo, sem er nú aldeilis fínt hjá þeim.” Annað í sambandi við tónlist? Fyrir mér er tónlistin eitthvað svipað og bækur hjá öðrum. Eins og sumir lesa bækur þá spila ég mér til skemmtunar og yndis- auka. Við það eitt að spila þá verður e.t.v. til lag sem getur tekið allt aðra stefnu en þegarég byrjaði. Þetta ræðstafsvo mörgu, t.d. hvort ég er með texta sem þarf að fylgja og eins af ýmsu öðru, sem ekki er hægt að útskýra með góðu móti.” Fólk sem vert er að muna? “Strandamaðurinn Gunnar Þórðarson er mérofarlega íhuga. Hann flutti ungurmeð foreldrum sínum frá Hólmavík. Fyrir nokkrum árum keypti hann sér hús hér á Hólmavík og hefur síðan verið hér með annan fótinn, bæði til að hitta gamla kunn- ingja og ekki síst til að semja tónlist. Geta má þess að með bók um Gunnar, sem kemur út nú fyrir jólin, fylgir hljómdiskur sem ekki er ólíklegt að Gunnar hafi unnið að hér á Hólmavík. Gunnar er í einu orði sagt snillingur sem fáir jafnast á við, þó víða væri leitað.” Rjúpna-, refaveiðar? “Ámínum uppvaxtarárum varégalinn upp við ýmiskonar veiðar og fór sjálfur að stunda þær, sérstaklega rjúpu. Á þeim árum mátti skjóta eins mikið og hver vildi og þá var rjúpan góð söluvara. Það sem ég fékk mest á einum degi voru 127 rjúpur, 30. nóv- ember 1986, eftir langvarandi norðan byl. Þá fylltust Vestfirðir af rjúpu frá Grænlandi, sem höfðu hrakist undan veðrinu yfir hafið. Það haust fékk ég 1176 rjúpur og seldi þær allar. Mitt mat er það að margir svokallaðra menntamanna, sem greina ástand rjúpna- stofnsins, séu á talsverðum villigötum. Sú aðferð sem þeir nota til að greina stofn- stærð rjúpunnar er ekki rétt að mínu mati. Rjúpnatalning fer alltaf fram á sömu stöð- unum, sem er rangt að mínu mati. Til að þetta gangi upp þarf alltaf að telja í sömu vindátt því rjúpan heldur sig alltaf hlé megin, eftir því sem ég best veit. Eitt er ég viss um og það er að rjúpur frá Grænlandi koma tii íslands þegar þær hrekjast undan sterkum vindum sem ber þær til íslands. Benda má á að fyrrverandi toga raskipstjóri til margra ára, Guðjón Arnar Kristjánsson, núverandi þingmaður, hefur tjáð mér að oft hafi komið fyrir, á hafinu milli íslands og Grænlands, fvondum veðrum, að rjúpur hafi sest á skip hans og annarra á þeim slóðum. Ég hef einnig skotið marga refi í gegnum árin. Að mínu mati þá hafa stjórnvöld gert mikil mistök með að friða refinn ífriðlandi Hornstranda. Þarna er orðin til uppeldisstöð fyrir refinn sem flæðir síðan yfir allt hér í miklu meira mæli en áðurvar. Enn meiri upplýsingar um Jón fástáheima- sídu hans www.123.is/holmavik og www.i23/nonni sem er myndasída með mörgum frábærum myndum. Ýmislegtfleira barágóma en hérerstaðar numið ogjóni þakkað viðtalið sem var tekið ílok nóvember 2008 afHrH. NÝ HEIMASÍÐA: www.harmonikan.com Heimasíða Harmonikuakademíunnar á íslandi hefur nú verið opnuð og er það von stjórnar akademíunnar að hún verði öllum félagsmönnum sem og öðrum sem áhuga hafa á töfrum og fjölbreytni harmonikunnar til fróðleiks og ánægju. Stjórn akademíunnar mun leggja sig fram um að heimasíðan verði ávallt með nýjustu fréttir úr harmonikuheiminum, ásamt því að færa félagsmönnum, sem og öðrum ýmsan fróðleik. Fræðsluefni, svo sem námsskrá frá ráðuneyti og upplýsingar frá prófanefnd verður sett inn á síðuna, kennurum og nemendum í harmonikuleik til upplýsinga. Þá er á síðunni atburðadaga- tal, þar sem hægt verður að setja inn alla viðburði erverða haldnir t.d. tónleika, innlendra ogerlendra listamanna, harmo- nikumót, fundarboð, og skemmtanir ýmiskonar. Dagatalið ætti að nýtast öllum þeim er stuðla vilja að framgangi harmo- nikunnar og geta þeir þá haft samband og óskað eftir að ákveðinn viðburður verði settur inn í dagatalið. Þá er hugmyndin að koma upp veglegu myndasafni er tengist harmonikunni á síðuna. Einnig myndir frá tónleikum og öðrum viðburðum er tengjast hljóðfærinu. Það ervel þegið að þeirsem eiga góðarmyndir, sendi þærtil birtingar á síðunni. Einnigverðuraðgangur að öðrum áhugaverðum heimasíðum á síðunni og verður áhugaverðum tenglum bætt inn á síðuna eins og þurfa þykir. Það ervon stjórnarHarmonikuakademíunnará íslandi að viðtökurfélagsmanna sem ogannarravið þessari heimasíðu verði góðar og óskar stjórn þess að sem flestir sjái sér hag í að nýta sér síðuna. Bestu kveðjur, Stjórn Harmonikuakademíunnar á íslandi. 17

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.