Harmonikublaðið - 01.12.2009, Page 7
Húsfyllir og fjör í Hólminum
Vestfirðingar í útrásarferð
Samspil í morgunsólinni vid Hótel Stykkishólm
Sumarferðin var að þessu sinni farin
helgina 11. - 13. september. Þar rættist
langþráður draumur okkar að heimsækja
Snæfellsnes. Ákveðið var að fara vestur-
leiðina og með Baldri yfir Breiðafjörð.
ísfirðingarogSúðvfkingar mættu á Lands-
bankaplanið á ísafirði föstudaginn 11. sept.
en þarvar mættur bílstjórinn okkarúrfyrri
ferðum, Hannes Kristjánsson, á 40 manna
rútu. Ekið var sem leið liggur áleiðis til
Dýrafjarðar. Við vegamótin hjá Gemlufalli
bættust f hópinn félagar okkar úr Mýra-
hreppi.
Á Þingeyri bættust svo í hópinn félagar
okkar þaðan ásamt Benedikt og Guðrúnu
frá Bíldudal og þar með var bíllinn fullset-
inn. Ekið var svo yfir Hrafnseyrarheiði um
Arnarfjörð og yfir Dynjandisheiði.
Fór nú að lifna heldur beturyfir ferðafélög-
unum, það kom í Ijós eins og f fyrri ferðum
að mikið var af góðum sagnamönnum og
konum. Stemningin varð slík að sætisbök
í bílnum gáfu sig. Það ervíst kallað að taka
bakföll af hlátri.
Við komum að Brjánslæk um kl. 17:30 og
brátt birtist ferjan Baldur og lagðist að
bryggju og frá borði streymdu bílar f tuga-
tali. Við ókum í rútunni um borð og brottför
var kl.18:00.
Er út á Breiðafjörðinn kom fór að hvessa.
Þá fóru einhverjir að tala um sjóveikitöflur,
velting og hættulega siglingaleið. Nær-
staddur bátsmaðuraf skipinu varspurður:
„Heldurðu að hann velti mikið?“
Það kom hrekkjaglampi í augu hans og
hann svaraði: „Ég
get sagt þér það
að þetta skip
hreyfist bara f eina
átt, það er
áfram!“
Siglingin, með
örstuttri viðkomu
í Flatey, varð svo
hin þægilegasta.
Komið var til
Stykkishólms um
kl. 21:00 og haldið
beina leið á Hótel
Stykkishólm, þar
sem við dvöldum.
Það var ánægju-
legt að hitta þar
fyrir félaga, sem
komnir voru frá
Reykjavík, m.a. þau hjón Pétur Bjarna og
Grétu ogsvo Guðmund Samúelsson. Einnig
Áskel Benediktsson og Jón Loftsson frá
Hólmavfk, auk þess sem fleiri félagar HV
höfðu komið á eigin vegum víðs vegar
að.
Eftir góða næturhvíld og morgunverð á
laugardag var safnast saman úti fyrir hót-
elinu og spiluð nokkur harmonikulög. Eftir
hádegi var svo farin skoðunarferð um
Stykkishólm. Við heimsóttum Vatnasafnið,
Eldfjallasafnið, Norska húsið, bjórverk-
smiðjuna Mjöð og skoð-
uðum kirkjuna. Alltvoru
þettaáhugaverðirstaðir
ogmargtaðsjá. Fagurt
veðuroggott útsýni frá
Vatnasafni og kirkjunni
gerðu þessa ferð enn
eftirminnilegri.
Klukkan 19:00 hófst
hátíðarkvöldverður.
Borð svignuðu undan
kræsingum og veislu-
stjórinn, Pétur Bjarna-
son, lyfti stemningunni
íhæstu hæðirm.a. með
því að syngja gaman-
vísur við undirleik Villa
Valla. Félagi okkarGuðmundurSamúelsson
lék einleik á harmoniku tvö lög af sinni
alkunnu snilld. Þá voru leikin nokkur lög á
díatóniskar harmonikur. Það voru þeir Siggi
Friggi frá Þingeyri, Ásvaldur frá Núpi og
Benedikt frá Bíldudal sem léku á þessi
þjóðlegu hljóðfæri. Einnig voru flutt gaman-
mál á milli atriða. Þar sannaðist að sagna-
banki veislustjórans hafði ekki rýrnað í
bankahruninu.
Dansleikur hófst kl. 22:00 og þá höfðu
heimamenn ásamt nágrönnum bæst í hóp-
inn svo það var stemning frá fyrsta lagi og
þartilyfir lauk.
Þaðvoru þeirVilliValli ogBaldurGeirmunds
á harmonikur, Magnús Reynir á bassa og
Hólmgeir Baldursson á trommur sem hófu
dansspilamennskuna, en aðrar hljómsveitir
er komu við sögu voru Harmonikukallarnir
og Lóa og svo Grafaragengið.
Dansleikurinn, sem upphaflega átti að vera
til kl. 1:00 eftir miðnætti stóð til kl. 2:15,
alltaf fullt gólf og mikið fjör. Ánægjulegt
var hve margir víðsvegar að af landinu og
af Snæfellsnesi komu á ballið, svo það varð
húsfyllir.
Heimferð á sunnudeginum var landleiðin
á rútunni með tilheyrandi fjöri í blíðskap-
arveðri. Breiðafjarðarferjan Baldur var
komin ívist hjá Vestmannaeyingum ogvar
því ekki kostur þennan dag.
Égvilfyrir hönd okkarferðafélaganna færa
stjórn félagsins og ferðanefndinni, þeim
Inga Jóh. og Björgu Hansdóttur bestu þakkir
fyrir góðan undirbúning og fararstjórn.
Ásgeir 5. Sigurdsson
ífurðuveröld Vatnasafnsins fHólminum
7