Harmonikublaðið - 01.12.2009, Síða 9
ekki notuð út um land á dansleikjum. Það
má því segja að dansleikirnir hafi algerlega
verið í höndum harmonikuleikaranna. Á
þessum árum voru allmargir sem kunnu á
harmoniku ogdæmi um menn sem stund-
uðu að ferðast um og leika fyrir dansi.
Gekkyfir fjall til að spila á balli
Ég lenti svo sem ekki í neinum sérstökum
ævintýrum í tengslum við þessi harmo-
nikubölt. Þó er mér dálítið minnisstætt
þegar ég var í Djúpuvík að eitt sinn var
samið um að ég spilaði á balli í Árnesi í
Trékyllisvík. Á þeim tíma var enginn fær
vegur norður fyrir Djúpuvík en maður setti
það svo sem ekkert fyrir sig. Við fórum þrír
saman ungir menn með nikkuna á bátkænu
yfir Reykjarfjörð að Naustvík og gengum
svo þvert yfir fjallið um svokölluð Naust-
vfkurskörð. Það er ansi bratt og við skipt-
umst á að bera nikkuna. Þannig fórum við
fótgangandi í Trékyllisvfk og ballið var
auðvitað hatdið eins ogtilstóð. Við vorum
svo heppnir að fá far með bát til baka til
Djúpuvíkur svo við sluppum við að ganga
skörðin.
Einn vetur á Laugarvatni
Skólagangan var svo sem ekki mikil, ég var
í þessum hefðbundna sveitaskóla þess
tíma, farskólanum í sveitinni. Svo var ég
einn vetur á Laugarvatni þegar ég var um
tvítugt. Það var mjög gaman að vera þar og
mikið um að vera. Bjarni Bjarnason sem þá
var skólastjóri var mikill sómakall og svo
mikill framsóknarmaður að hann notaði
hvert tækifæri sem gafst til að koma boð-
skapnum í okkur sem vorum í skólanum.
Það hafði held ég ekki mikil áhrif, að
minnsta kosti breyttist ég lítið. Á Laugar-
vatni var fín skólahljómsveit á þessum tíma
en égvarnú ekkertíhenni þvíþað voru svo
miktirsnillingarsem sáu
um tónlistina. Þarna var
Ásgeir Sverrisson sem
seinna var með eigin
hljómsveit og spilaði
lengi og víða. Hann spil-
aði á harmoniku,
afbragðsgóður. Sigurður
Guðmundsson frá Hvann-
eyri lék á pfanó og Þétur
jónsson sem ég held að
hafi seinna farið til Nor-
egs var með saxofón.
Sumarið eftir Laugar-
vatnsdvölina keypti ég
mér fyrsta bílinn, Willys-
jeppa og fór að vinna á
jarðýtu hjá Haraldi Guð-
jónssyni. Árið eftir var ég að vinna hjá
Vegagerðinni svo skólagangan varð ekki
lengri enda fannst manni ekki þörf á þessu
bókviti til að vinna við vélar og tæki sem ég
hafði mestan áhuga á.
Örvar, Fannarog Viggó
Hún hefur þessa fallegu tóna
Harmonikurnar hafa breyst talsvert í tímans
rás þótt þetta sé enn sama hljóðfærið sem
slfkt. Þær hafa orðið vandaðri og talsvert
dýrari. Nú er bæði hægt að fá mjög góð
handsmíðuð hljóðfæri ogtæknivædd raf-
magnshljóðfæri sem eru orðin sambærileg
við rafmagnsorgel með fjölda radda og
ýmsum hljóðgerðum. Mér finnst harmon-
ikan vera eitt flóknasta og skemmtilegasta
hljóðfærið og hægt að gera ótrúlegustu
hluti. Svo hefur hún líka þessa einstaklega
fallegu tóna.
Harmonikuleikur hefur þróast talsvert frá
því að ég var að byrja. Á þeim árum var
maður bara einn en núna eru ýmsir mögu-
leikar. Kunnáttan hefur aukist og fjöldi
Fjölskyldan 1966
hljóðfæra auðvitað líka. Þótt harmonikan
standi alltaf fyrirsínu sem einleikshljóðfæri
er ekki síðra þegar fleiri hljóðfæri koma
saman með henni. Við höfum líka séð harm-
onikuna notaða meir og meir við ýmsar
tegundir af tónlist, alltupp ísinfóníuhljóm-
sveitina. Mérfinnst sjálfum mjögskemmti-
legt að spila með góðum gítar- og bassa-
leikurum. Við höfum spilað talsvert saman
Fannar sonur minn og ég og svo bæði
Hjörtur Guðbjartsson og Þorvaldur Skafta-
son. Við höfum bæði komið saman okkur
sjálfum til skemmtunar og spilað fyrir aðra
við ýmis tækifæri.
Nei, ég hef nú ekki samið mikið af tónlist
sjálfur en aðeins gripið í lagasmíðar svona
fyrir sjálfan mig.Við Fannarvorum byrjaðir
að taka upp einhver 5-6 lög en þau er öll
ófrágengin.
Músikölsk fjölskylda
Fjölskyldan eröll mjögmúsfkölsk -'goftast
er það þannig þegar við hittumst a j einhver
hljóðfæri eru tekin fram og sungið og
spilað. Mér leist þess vegna ekkert á það
ef áhuginn fyrir harmonikunni dytti út úr
fjölskyldunni því enginn var beinlínis að
leggja harmonikuleik fyrir sig. Að sumu leyti
kenndi ég sjálfum mér um þvf mér hafði
ekki tekist að fá börnin til að fá áhuga eða
kenna þeim á harmoniku. Ég er kannski
ekki heldur rétti maðurinn til að kenna á
hljóðfærið því ég lærði aldrei nótur eða
Örvar og Grettir í uppáhaldi
Auðvitað hafa ýmsir harmonikuleikarar haft
áhrifá migogkenntmérsitt hvað. Ég lærði
tildæmis mikið af Örvari Kristjánssyni, átti
allar plöturnar hans og hélt mikið upp á
þær. Örvar bjó á Blönduósi um tíma og við
unnum saman íVélsmiðjunni. Þetta var að
vetrarlagi og lítið að gera með vélarnar.
Við Örvar kynntumst þá vel og áttum margar
góðar stundir saman með nikkurnar. Ég
hélt einnig mikið upp á Gretti Björnsson og
hlustaði á plöturnar hans. Við þekktumst
ekki mikið, vorum
svona rétt málkunn-
ugir. En það mátti
læra talsvertafþvíað
hlusta á Gretti.
Já, ég hef átt harm-
oniku alvegsamfleytt
frá 16 ára aldri. Þegar
maður vinnur á jarð-
ýtum og vélum er oft
dvalið í vinnubúðum
við mismunandi
aðstæður. Ég hef oft
og iðulega haft nikk-
una með í úthaldið til
að geta tekið í hana
að loknum vinnudegi.
í gamla daga þegar
vegavinnuflokkarnir
bjuggu í tjöldum var
þetta ekki hægt en f seinni tfð hefur allur
aðbúnaður batnað og orðið auðveldara um
vik að hafa hljóðfæri meðferðis. Þótt tón-
listarsmekkur sé misjafn í svona vinnu-
flokkum þykir yfirleitt tilbreyting í því að
hafa lifandi tónlist. Aðalmálið fyrir mig er
samt sú ánægja sem ég hef af því að slaka
á og grípa í nokkra hljóma.
9