Harmonikublaðið - 01.12.2009, Side 10

Harmonikublaðið - 01.12.2009, Side 10
neitt svoleiðis, þetta var allt sjálfsmenntun. Víkingur, sonur minn, hafði að vísu verið aðeins að grípa í nikku en hafði kannski ekki nægjanlega þolinmæði til að halda áfram. Þegar ég svo fann áhuga hjá Söru Rut, sonardóttur minni, til að læra á harm- oniku brá ég á það ráð að gefa henni nikku og sjá hvernig gengi. Mér sýnist þetta vera alltað skila sér þvíhún hefurverið að spila talsvert og er komin í hljómsveit þar sem hún spilará harmoniku. Ég hef nú gaman af flestri tónlist en hlusta mest á dægurlög af ýmsu tagi. Einhvern veginn hlusta ég samt mest á harmoniku- tónlist, helst íslenska og þykir ekki verra ef sungið er með. Mínir uppáhaldssöngvarar held ég að séu systkinin, Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms. Ég fæ aldrei leið á að hlusta á þau. Ég hef ekki lagt mig mikið eftir erlendum harmonikuleikurum þóttþeirséu auðvitað margir alveg frábærir. Suður um höfin Viðtalinu lýkur ogViggó Brynjólfsson tekur uppáhalds harmonikuna sína, eina af fjórum, smeygir ólunum yfir axlirnar og fer mjúkum höndum um hljóðfærið. Hann hallar aðeins undir flatt þegar hann tekur fyrstu gripin oghrammarjarðýtumannsins frá Ströndum renna yfir nótnaborðið. Þessir hrammar sem í áratugi hafa handleikið stál og stærstu gerðir afverkfærum yfir daginn en rennt sverum fingrum mjúklega um nótnaborð hljóðfæris á kvöldin. „Suður um höfin að sólgylltri strönd" syngur nikkan hans fyrir hann. Magnús B. Jóhannsson ,\dalbfim Út er komin Ijóðabókin "Þarablöó" eftir Adalbjörn Úlfarsson frá Vattarnesi. Fáanleg í kilju kr. 3.000 og innbundin kr. 5.000. Pantanir: thora57@hotmail.com og í síma 845 0074 - Nóna, Hornafirði lisaj@centrum.is og í síma 863 6170 - Elísa, Egilsstöðum 7 nor/ vwaox 17 y Ennþá meira af Lása kokk Á einum fiskibátnum sem Lási var kokkur á hafði eitt sinn fiskast afar illa og þungtvarískipsfélögum hans vegna þessa. Sýnu þyngst var þó í skipstjóranum. Hann hafði bókstaflega allt á hornum sér og var lítt mönnum sinnandi, hreytti í mesta lagi einhverjum ónotum í undirmenn sína. Er ástandið um borð hafði verið svona í nokkra daga ákvað Lási að gera sitt til að blíðka kartinn. Fór Lási því upp í brú með nýlagaðan kaffisopa og rétti skipstjóranum. En skipstjórinn var í sínum versta ham, bandaði kaffibollanum frá sér og sagði illskulega við vel meinandi kokksræfilinn:Troddu þessu upp í rassgatið á þér. Meira þurfti þó til að slá Lása út af laginu og svaraði hann af bragði: Já elsku vinur og á ég svo að koma með það aftur til þín? Skipstjóranum varð orðfall. Síðan rann honum reiðin og þáði hann eftir það kaffi með þökkum. Um tíma var Lási kokkur á strandferðaskipinu Esjunni, en eins og fólk á besta aldri man eflaust, þá sigldu slík skip ekki síður með farþega en varning á sínum tíma. Dag einn, óvenju anna- saman, skaust Lási út á þilfarið til að anda að sér fersku lofti. Er hann hafði verið þar um stund gengur til hans austfirsk kaup- mannsfrú, afar virðuleg, sem ætlaði til höfuðborgarinnar. Hafði hún heyrt ýmsar sögur af Lása en var þó ekki málkunnug honum sjálfum. Úr því vildi hún bæta og segir: Jæja Lási minn, ég sé að þú ert að hvíla þig. Lási leit sem snöggvast á frúna og sagði: Ætli þú myndir ekki gera það líka ef þú þyrftir að standa við uppvaskið, pungsveitt allan daginn. 7Y V Harmonikuviðgerðir Tek að mér viðgerðir á harmonikum Gunnar Kvaran sími: 824-7610 10

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.