Harmonikublaðið - 01.12.2009, Blaðsíða 14
Frá Harmonikufélagi Selfoss
Kátir kappará degi harmonikunnará Selfossi. Helgi, Grétar,
Stefán Ármann og Þórður
Á tónleikum íFannahlíð, frá vinstri: Gunnþór, Frímann, Baldur, Sig-
urður, Guðmundur og Þórður. Fyriraftan stendur Eysteinn með
bassann og fremstur erstjórnandinn Helgi
Maður er manns gaman. Spilað úti íblíðunni í Laugarási um
verslunarmannahelgina
Æpng íTryggvaskála haustið 2008
Harmonikufélag Selfoss var nokkuð áberandi á síðastliðnu
starfsári frá október 2008 til september 2009. Æfingar voru
vikulega fram í maíen vegna töluverðrar spilamennsku í sumar
þá voru þó nokkrar aukaæfingar teknar og ekki endað fyrr en
í september. Þetta hafði góð áhrif á félagana því allirvoru í
góðri spilaþjálfun, þegaræfingarbyrjuðu afturíoktóber. Helgi
E. Kristjánsson hefur stjórnað þessum æfingum um nokkurt
skeið og verður áfram með okkur í vetur. Hann hefur einnig
útsett flest lögin sem hljómsveitin spilar f nokkrum röddum og
tekist veltil. Um miðjan desembervaropið hús ÍTryggvaskála
þar sem harmonikuspilarar léku við hvurn sinn fingur og gestir
fengu sér kaffi og ástarpunga. Góð aðsókn var að þessari
skemmtun og fólk ánægt með framtakið. Eins og áður sagði
var mikið spilað og dansleikir haldnir íTryggvaskála, Básnum
f Ölfusi og í Iðufelli Laugarási, en þar voru HFS félagar einnig
um verslunarmannahelgina og spiluðu fyrir dansi tvö kvöld f
röð. Síðustu dagana fyrir jól voru spiluð jólalög í nokkrum fyr-
irtækjum á Selfossi. Selfossþorrablótið er orðið stór menn-
ingarveisla ÍÁrborg og þar spiluðu tveir félaganna á harmonikur
f 5 manna hljómsveit fyrir dansi og var mikil ánægja með þeirra
framlag. Hjördís Geirs hélt upp á 50 ára farsælan söngferil á
árinu og með henni spiluðu Þórður og Baldur ásamt fleirum á
ýmsum stöðum á Suðurlandi og í Ráðhúsinu í Reykjavík á
Menningarnótt. Þar spilaði einnig hljómsveit HFS ein 7 lög og
fékk gott og langvarandi klapp fyrir. Menn voru að vonum
nokkuð ánægðir eftir þá spiiamennsku.
Á degi harmonikunnar 2. maí fékk HFS boð um að spila á
Akranesi á skemmtun Harmonikuunnenda Vesturlandsogtókst
það með ágætum og þökkum við þeim félögum kærtega fyrir
góðar móttökur og skemmtun. Um kvöldið var opið hús hjá
okkur á Selfossi og tónleikar haldnir og dansiball á eftir fram
ánótt. VorfÁrborgbyrjaði 21. maí ogspilaðiHFSáskemmtun
á Selfossi og Eyrarbakka og í byrjun júní á Hafnardögum f
Þorlákshöfn. í ágúst sóttum við Harmonikuunnendur Vestur-
lands aftur heim og spiluðum á tónleikum f Fannahlíð, en þar
héldu þeir upp á 30 ára afmæti síns félags með margvíslegri
skemmtun og kaffiveitingum fyrir fullu húsi. Þess ber einnig
að geta að nokkrir félagar frá HFS spiluðu fyrir eldri borgara á
Selfossi og í Reykjavík og jafnframt hafa þeir leikið fyrir vistmenn
á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum.
Harmonikufélag Selfoss, Harmonikufélag Rangæinga og
Harmonikufélag Reykjavíkur efndu til útilegu að Brúarlundi í
Landssveitíbyrjun september. Þrýðisveðurvar, þó komið væri
fram í september og varð af þessu hin besta skemmtun og
mikið fjörvið spilamennsku úti sem inni. Allir sammála um að
endurtaka þetta að ári en kannski aðeins fyrr um sumarið.
Bestu kvedjurfrá HF5,
GuðmundurÆgir Theodórsson, form.
14