Harmonikublaðið - 01.12.2009, Page 15
Hvers vegna verðum við alltaf
að brosa á sviðinu?
Hann Jörgen Sundeqvist lætur hugann reika um sviðsframkomu
Verða harmonikuleikarar alltaf að brosa
þegar þeir spila? Andrew Walter spurði að
þessu eftir að hafa komið fram í nokkrum
sjónvarpsþáttum þarsem útsendingarstjór-
anum fannst það allra mikilvægast að
Andrew skyldi brosa eins mikið og hann
mögulega gæti á meðan hann léki á nikk-
una. Andrew átti í mestu erfiðleikum með
að verða við ósk upptökustjórans. Hann
vare.t.v. ekki líflegasti harmonikuleikarinn
sem í boði var en spilamennskan var óað-
finnanleg.
Þessi umræða um glaðværð þegar troðið
er upp er jafn áberandi í dag og á sjöunda
áratugnum.
Tónlistin hefur minna vægi en áður
Það er ekki bara í sjónvarpinu þar sem
krafan um brosmikla framkomu eykst heldur
má hana einnig merkja á flottustu framkomu-
námskeiðum þarsem kennslan eroftaren
ekki f höndunum á sýninga- og upptöku-
stjórum. Aðalatriðið er að kalla fram stórt
og breitt bros í anda hins ástsæla þátta-
stjórnanda Lawrence Welk sem stýrði vin-
sælum sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum á
sjötta áratugnum. Hvernigmaðurspilarog
hvernig tónlistin hljómar skiptir ekki höf-
uðmáli. Brosið skalvera á sínum stað.
Það er samt bara í heimi harmonikunnar
sem þessa er krafist. ímyndið ykkur tón-
leika eða sjónvarpsútsendingu með til
dæmis Bengt Hallberg, Arne Domnerus,
Rune Gustavsson og Georg Riedel. Sjáið
þið fyrirykkur upptökustjóra leiða þessa
snillinga í gegnum sannleikann um að horfa
í myndavélina og brosa Lawrence Welk bros-
inu? Nei, aldrei. Allir vita að þessir snillingar
hugsa fyrst og fremst um að flytja vandaða
og góða tónlist og það er það sem skiptir
jú auðvitað mestu máli. En hvers vegna
gildir þetta ekki um harmonikuleikara? Hví
er gerð krafa á þá um að brosa út í eitt og
líta út eins og draumur tengdamóður-
innar?
En oft á tíðum dugar ekki einu sinni fyrir
harmonikuleikarann að brosa bara sínu
skærasta, hann verður einnig að bjóða
uppá alls kyns kúnstir og látalæti t.d. spila
með vettlinga, hatta, húfur, jafnvel spila
með nikkuna á bakinu og e.t.v. sitja ofaná
nikkunni ogspila á hana.
Vandasamt að læra almennilega
á harmonikuna
Þaðfinnstvarla annað hljóðfæri sem er jafn
mikið alþýðlegt ankeri sem harmonikan.
Það er tiltölulega auðvelt að læra einföld
lög og hljóma á harmonikuna. Hins vegar
er það þrautinni þyngra að læra frá grunni
almennilega á hljóðfærið og allt sem það
býður uppá. Hér er nærtækast að bera
saman harmonikuna og gítarinn. Einnig er
harmonikan nánast hluti af sumrinu þ.e.
Ijúf tónlist, bátar, sól, strendur og e.t.v. smá
brennivín með fullri virðingu fyrir þessu
öllu.
Ljúfa tónlist er vissulega erfitt að skilgreina.
Allir spila líklega vegna þess að þeir hafa
gaman af, tónlistin heillar þá. Eins er líklegt
að margir spili til að gleðja aðra hvort sem
það er í kirkju eða á dansleik.
Ég hef oft spilað í kirkjum og séð áheyr-
endur hrífast með, jafnvel fella tár vegna
þess að þeim finnst tónlistin falleg og
áhrifamikil. Nýlega lék ég á langlegudeild
aldraðra á Örnsköldsvikspftalanum. Lúin
öldruð kona sat þar í hjólastól. Ég hélt í
fyrstu að hún væri nú alveg út úr heiminum
greyið, en þar skjátlaðist mér heldur betur.
Þegar ég hafði spilað „Livet pá Finnsko-
gerne“ opnaði hún augun og sagði: „Þetta
er það fallegasta sem ég hef heyrt í langan
tíma, nú langar mig að lifa aðeins
lengur“.
í þessum tilfellum spilaði ég fyrir þetta fólk
án þess að setja upp „gervibrosið", var
hvorki með látalæti né í trúðafötum. Auk
þess var ég með nikkuna á maganum en
ekki á bakinu svo það sé nú á hreinu. En á
spítalanum í Örnsköldsvik stóð ég á meðan
ég spilaði, sat hvorki á stól né á palli.
í næsta tölublaði mun ég fjalla um hvort að
maður á að sitja eða standa þegar leikið
er á þetta fallega hljóðfæri.
Birt með góðfúslegu leyfi
Jörgen Sundeqvist
'(YWEJíumrf v
Verkstæði til alhliða viðgerða
Harmonikuþjónusta á harmonikum að Sóleyjarima 15, Reykjavík.
Guðna Hafið samband við Guðna
í síma 567 0046.
15