Harmonikublaðið - 01.05.2010, Qupperneq 2
Komið þið sæl góðir félagar
Frá þvíað síðasta blað kom úthefurýmis-
legt á dagana drifið en auðvitað ber hæst
fyrstu keppnina f harmonikuleiksem Sam-
band ísienskra harmonikunnenda stendur
fyrir. Stjórn S.Í.H.U. skipaði nefnd til að
sjá um þessa keppni ogveitti Friðjón Hall-
grímsson nefndinni forystu en með honum
störfuðu Valmundur Pálsson og Gunnar
Kvaran. Að mínu mati var keppnin vand-
lega undirbúin og okkur öllum til sóma.
Ég átti þvf láni að fagna að vera viðstaddur
keppnina og tek svo sterkt til orða að þetta
er líklega einn merkasti viðburður á sviði
harmonikumála sem ég hef verið við, þá
er ég að ræða um frábæra framkomu og
góðan harmonikuleik keppenda svo og
þátt þeirra ágætu kennara sem senda til
keppni svo ágæta spilara sem raun bar
vitni. Ekki má heldur gleyma þætti dómara
sem dæmdu keppnina en égtelfullvfstað
þeir hafi ekki alltaf verið öfundsverðir af
því að kveða upp dóma. Öllum þessum
aðilum vil ég þakka fyrir hönd sambands-
ins.
Einu vonbrigði mín eru þau að ég vonaðist
eftir fleiri keppendum, frá fleiri tónlistar-
skólum, kennurum og félögum, en við
lítum á þetta sem byrjun og trúum því að
betur gangi næst. Við munum reyna að
gera þessa keppni að árlegum viðburði og
þá er hægtað bæta hérum. Éghefaðeins
heyrt að einhverjir aðilar hafi ekki tekið
þátt vegna þess að þeir hafi ekki talið sig
eiga erindi í keppni sökum þess að þeir
séu ekki nægilega góðir spilarar. Þetta er
ekki hugarfar sem ég tel að gildi þvf ef að
við lítum til dæmis til íþrótta þá er stökk-
lengd, stökkhæð og tfmar f hlaupum þekkt
þegar við skráningu og með framan-
greindum rökum ættu aðeins þeir sem hafa
tvo til þrjá bestu árangra að keppa. Það
hefur þegarverið margsannað að f keppni
getur allt gerst og sá sem á besta tímann
sigrar ekki alltaf því dagsformið skiptir
mjög miklu máli þar sem annars staðar.
Stjórn S.Í.H.U. mun hlusta á alla gagnrýni
(bæði um jákvæða hluti sem og neikvæða)
við framkvæmd keppninnar og reyna að
laga það sem betur má fara fyrir næstu
keppni.
Eins og við vitum öll féll unglingalandsmót
niður í fyrrahaust og við því ekkert að gera.
Við munum senda út bréf til aðildarfélaga
og athuga hvort nokkurt þeirra hefur áhuga
á að standa fyrir því móti á komandi hausti.
Ekki er hægt að bíða með þessa ákvörðun
þangað til á aðalfundi í haust vegna þess
að þá er of stuttur tími til undirbúnings
mótsins. Það ervon okkar að eitthvað eða
einhverfélögtaki sigsaman um að standa
fyrir svona móti.
ítengslum við keppnina var haldinn dans-
leikur f Breiðfirðingabúð til styrktar S.Í.H.U.
þar sem margir hljóðfæraleikarar komu
fram og skemmtu fólki af miklum krafti
fram eftir nóttu. Þeim öllum sem að þessu
komu vil ég þakka fyrir sitt framlag. Það
er ekki sjálfgefið að fólkgefi tíma ogvinnu
fyrir sjálfboðaliðasamtök eins og sam-
bandið og félögin eru, en auðvitað sýnir
þetta þann hug sem við berum til félag-
anna og sambandsins okkar.
Innan skamms mun Harmonikufélag Rang-
æinga senda til aðildarfélaga bréfvarðandi
landsmótS.Í.H.U. 2011. ÉgveitaðJóhann
Bjarnason og hans fólk vinnur hörðum
höndum að undirbúningi mótsins sem ég
veit að verður okkur öllum til ánægju og
sóma.
Eins og áður lítur vel út með sumarhátíðir
félaganna og ber að fagna því góða starfi
sem félögin eru að vinna íþágu harmonik-
unnar bæði með kynningum og skemmt-
anahaldi.
Að svo búnu óska égykkuröllum gleðilegs
sumars með von um að það verði ykkur
öllum til gleði og gæfu.
Jónas Þór Jóhannsson, formadur S.Í.H.U.
J4a l m onikusafn ÁSGEIRS S.SIGURÐSSONAR í\
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði.
v_ Símanúmer: 456-3485 og 863-1642 ,
2