Harmonikublaðið - 01.05.2010, Qupperneq 4
Erindi haldid að Núpi í Dýrafirði í tilefni
20 ára afmælis Harmonikufélags Vestfjarða
Á árunum fyrir og eftir 1980, um nokkud mörg
ár, stóð Tómas heitinn Jónsson, menningar-
frömuður okkar á Þingeyri, fyrir sönghátíðum
um páska sem mig minnir að gengju undir
heitinu Syngjandi páskar. Tómas var skóla-
stjóri barnaskólans um 20 ára skeið, stundaði
smíðar og múrvinnu að sumrinu og var síðar
sparisjóðsstjóri um nokkurár. Tómas vardrif-
fjöður söngmála, leiklistar og félagsmála
ýmissa. Engar meiriháttar samkomur voru
haldnarán aðkomu hans.
Það mun hafa verið fyrir páskana
1981 eða 82 að Tómas kom til fundar
við mig og kvaðst í nokkrum vanda
staddur. Uppsetning söngpró-
grammsins um páska hefði reynst
full stutt, sig vantaði atriði í dag-
skrána sem stæði yfir í svona 8 til 10
mínútur. Sér hefði dottið í hug að
safna saman þeim sem ættu harm-
onikur og fá þá til að fylla upp f það
sem á vantaði í dagskrána. Tekið skal
fram að hann vareinn af harmoniku-
eigendum. Spurði hann mig hvernig
mérlitistá. ÞegarTómasvarannars
vegar með erindi sögðu menn bara
já, orðið nei var ekki til í orðaforð-
anum. Náðustsaman að migminnir
sex harmonikueigendur sem taka
vildu þátt. Hófust svo æfingar taf-
arlaust enda stutt til stefnu. Gekk
áætlun þessi upp á besta máta og
reyndist konsert okkar hið besta
sjónarspil.
Brátt fjölgaði í hópnum og veturinn
eftir hófust reglulegar æfingar.
Héldum við áfram að koma fram á
Syngjandi páskum sem og við fleiri
tækifæri. Slíkir hæfileikar máttu ekki
ónotaðir. Það mun líklega hafa verið
tveimur eða þremur árum seinna að
hópurinn taldi ellefu spilara. Var áður
uppteknum sið haldið, þ.e. að koma saman
á Syngjandi páskum.
Við harmonikukarlarnir erum engin englabörn,
sem betur fer. Við kunnum að meta heimsins
lystisemdir og nota gleðigjafa á okkar stuttu
vegferð þessa heims. Bar nú til tíðinda á tón-
leikum að einn okkar ágætu harmonikuleikara
mætti til leiks í kátara lagi. Hafði hann verið í
félagsskap þess ónefnda tengi dags, sem
margurvillvera ívinfengi við. Bráokkurfélög-
unum nokkuð, enda mikil alvörustund fram-
undan. Þegarað okkar prógrammi kom ogvið
röðuðum okkur upp til inngöngu á sviðið, bað
ég áðurnefndan félaga okkar að ganga á eftir
mér inn og standa síðan við hlið mér og spila
lágt. Hófst svo konsertinn. Brá nú svo við að
félagi vor fór að leika með fingrafimi þeirri er
aldrei hafði áður sést þar á fjölum. Minnti
þetta helst á tilþrif Toralf Tollefsen, þegarhann
eittsinn hélt tónleika á Þingeyri. Einn varsamt
munur þar á, snillingurinn félagi okkar snerti
aldrei nóturnar. Ekki var það bara að fingra-
fimin væri svo ofurmannleg heldur bættust
við armsveiflur tígulegar. Að vísu varð vart
lítilsháttar truflana af hálfu félagsskaparins
fyrr um daginn sem einkenndust af örlitlum
bakföllum, sem þó leiðréttust farsællega með
fótstigi fram ítæka tíð. Brátt fór að fara kliður
undrunar og hrifningar um salinn, einkum
þeirra sem aldrei höfðu slík tilþrif séð fyrr. Að
atriðinu loknu reyndi verulega á þakfestingar
hússins. Er konsert þessi sá eftirminnilegasti
sem við höfum haldið.
Eftir þessa vel heppnuðu sönghátíð meður
framlagi harmonikuprógrammsins fékkTómas
hugljómun seinna um vorið. Skyldi nú haldið
til Bíldudals og vinum okkar þar miðlað af
menningunni. Þegar Tómas kom til fundar við
migogtjáði mérþessa ákvörðun sína varekki
laust við að ónot gerðu vart við sig í mínum
maga. Varð mér á að spyrja hvort það væri
ekki ábyrgðarhluti að fara að skapa Bílddæl-
ingum þærvæntingarað einhverjirharmoniku-
snillingarværu héráferð. Oghvernigværi þá
hægt að auglýsa fyrirbærið, helst þannig að
úr slíkum væntingum mætti draga. Eftir heil-
miklarvangavelturkom lausnin, heitið Harm-
onikukarlarnir varð til, Harmonikukarlarnir á
Þingeyri.
Á Bíldudal var okkur tekið með kostum og
kynjum. Er við gengum í salinn og til senu í
einfaldri röð, ellefu saman, heyrðist gamall
maður sem sat næst dyrum segja: „Nei, nei,
nei, nei, svona margar harmonikur til á Þing-
eyri.“ Frá því er að segja að eftir samkomuna
vorum við þrír staddir saman í bakherbergi,
tveir harmonikukarlar og samkomuhússstjór-
inn, GuðmundurSævar. Þá spurði Guðmundur:
„Hvað eru margir sem spila á harmoniku þarna
á Þingeyri?" Ég ætlaði félaga mínum að svara
spurningunni, félaga sem er
bæði orðhagur og hugmynda-
ríkur. Brá nú svo við að hann
þagði þunnu hljóði svo að þar
kom að það hrökk ósjálfrátt út
úr mér: „Þegar best lætur erum
við ellefu og hálfur.“ Fannst
nafna mínum svarið ögn skrítið
ífyrstu, en hann áttaði sigfurðu
fljótt og þótti þetta bara sjálf-
sagt.
Um tíma fórum við að vera með
konu en hún skildi fljótlega við
okkur. Vorum við kvenmanns-
lausir nokkuð lengi þangað til
að Lóa okkar á Mýrum fór að
spila með okkur. Við sem nú
komum saman og mætum til
æfinga erum 11 með harmonikur.
Að auki mæta þeir Líni Hannes
og Jón Sigurðsson stundum
okkur til ánægju með ýmsar
gerðir hljóðfæra. Apparatið er
ekki starfsmannafrekt. Við höfum
framkvæmdastjóra frábæran,
Sigurð Friðrik Jónsson og svo rit-
ara, Gunnar Bjarnason. Færir
hann samviskusamlega mæt-
ingaskrá meðurýmsum upplýs-
ingum öðrum um starfsemi
okkar.
Velgjörðamann sérstakan vil ég nefna í þessum
pistli, en það er Guðbjörn Charlesson flug-
málastjóri okkarVestfirðinga. Hann hefurleyft
okkur að koma saman og æfa í flugstöðinni á
Þingeyri til fleiri ára og gert það með mikilli
ánægju. Reyndar gat hann þess í vígsluræðu
þegar Þingeyrarflugvöllurvartekinn í notkun
eftir endurbætur, að flugmálastjórn væri í sam-
starfi við Harmonikukarlana og Lóu, sem sjá
mætti og heyra, en athöfnin hófst á harmoniku-
spili.
Við erum þess meðvituð að við munum ekki
breyta músikhefðum heimsins eða skyggja á
háþróaða tónlistarflytjendur. Hins vegar
höfum við gaman af því að spila, koma saman,
fá okkur kaffisopa, spjalla og segja eina og
eina góða sögu.
Guðmundur Ingvarsson, Þingeyri
Þessi mynd er upphafid affyrstu þátttakendum harmonikukarlanna. Þeir eru
talidfrá vinstri: Tómas Jónsson, Þórður Sigurðsson, Guðmundur Ingvarsson,
Ólafur Þórðarson og Gunnar Sigurðsson.
Héreru svo harmonikukarlarnir og Lóa í dag á æfingu. Talið frá vinstri, fremri
röð: Bernharður Guðmundsson, Bergsveinn Gíslason, Elínbjörg Snorradóttir
(Lóa), Guðmundur Ingvarsson, Ásvaldur Guðmundsson og Kristjðn Gunnars-
son. Aftari röð: Gunnar Gísli Sigurðsson, Gunnar Bjarnason, Sigurður Fr.
jónsson, Hreinn Þórðarson, Hannes Sigurðsson bassi og Þórður Sigurðsson.
4