Harmonikublaðið - 01.05.2010, Page 5
Tilkynning um haustfund SÍHU
á vegum FHUR
Á síðastliðnum haustfundi SÍHU í Svartaskógi bauðst FHUR til að taka að sér mótshald næsta aðalfundar.
Ákveðið er að halda hann þann 17.-19. september 2010. Hótel Örk var með lægsta tilboðið og þar er líka
innifalið sundlaug, golfvöllur ofl. Að öllum líkindum verður heildarkostnaður hótelgistingar og fæðis um
20.000 kr. á mann fyrir gistingu í tveggja manna herbergi og eitthvað dýrara fyrir einstaldingsherbergi. En
þetta kemur í Ijós síðar. Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði að hætti sambandsins og FHUR
sér um skemmtidagskrána fyrir fundarmenn og maka. Ef til vill verða laus fleiri herbergi með þessu tilboði
þannig að almennir félagsmenn geti átt góða helgi á Örkinni.
Kær kveðja, Elísabet H Einarsdóttir formaður FHUR
Ágætu lesendur
Næsta landsmót S.Í.H.U. verður haldið dagana 30. júní -2. júlí 2011 að
Hellu á Rangárvöllum. Nánari umfjöllun um landsmótið verður í næsta blaði.
Harmonikuunnendur
Hin árlega Breiöumýrarhátíð
H.F.Þ og F.H.U.E. verður aó Breiðumýri 23.- 25. júlí 2010
Hátíðin hefst á föstudagskvöld með uppákomum og dansleik.
Tónleikar verða laugardaginn kl. 14:00 þar sem fram koma
ýmsir góðir harmonikuleikarar.
Sameiginlegt grill veröur að sjáilfsögðu og endað á dansleikjum
frá kl. 22:00-03:00 ( dansaó á tveimur stööum bæði inni og úti )
Við vonumst til að sjá sem flesta harmonikuunnendur.
F.h. stjórna félaganna, Sigurður Ólafsson / Filippía Sigurjónsdóttir