Harmonikublaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 8

Harmonikublaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 8
Róbert Nikulásson Róbert Nikulásson erfæddur7. janúar 1927 á Vopnafirði og hefur alið allan sinn aldur þar, fyrir utan þau ár sem hann dvaldi við nám bæði á Héraðsskólanum að Laugum og síðar Iðnskólanum í Reykjavík. Hann útskrifaðist sem húsasmiður árið 1951. Hann hefur haft trésmíðar að atvinnu alla tíð og rak sitt eigið trésmíðaverkstæði á Vopnafirði í um 50 ár. Hann er giftur Eydísi Bjarnadóttur og eiga þau fimm börn. Harm- onikan hefurverið órjúfanlegur hluti af hans lífi frá þrettán ára aldri er hann eignaðist sína fyrstu harmoniku. Sú var keypt um borð í ísfisktogara sem hafði viðdvöl á Vopnafirði sumarið 1940. Togarinn sigldi svo sína leið frá Vopnafirði út á úfið Atl- antshafið hvar hann var skotinn niður af þýsku herskipi og sökk með manni og mús. En harmonikan hefur siglt með Róberti gegnum lífsins ólgusjó allt fram á daginn í dag. Það er óhætt að segja að hann hafi haft nóg að gera við harmonikuspil frá byrjun ferilssíns. ífyrstuvoru þaðdans- leikir á Vopnafirði sem nutu krafta hans en fljótlega spurðust hæfi- leikar hans út fyrir byggðarlagið. Spilamennska á dansleikjum á Þórshöfn, Bakkafirði eða Rauf- arhöfn varð æ algengari. Menn lögðu talsvert á sig til að sinna þessari köllun sinni, köllun var það því peningagreiðslur þekkt- ustvarteðaallsekki. íeinniferð sinni til að spila á Bakkafirði höfðu menn engan annan kost, til að koma sér á staðinn, en ganga. Ráðnir voru tveir burð- armenn sem báru harmonikuna fyrir Róbert til skiptis. Eftirfimm tíma gang á Bakkafjörð var slegið upp dansleik, nikkan þanin og dansinn dunaði til níu um morg- uninn. Burðarmennirnirogharm- onikuleikarinn lögðu þá af stað heim á leið á spariskónum. Sumarið 1948 vann Róbert á Sauðárkróki við að smíða Göngu- skarðsárvirkjun. Þaðsumarvar nóg að gera við harmonikuspil á dansleikjum. Hann spilaði m.a. á Hólum í Hjaltadal, Melgili og svo auðvitað Bifröst á Sauðár- króki. Með honum spilaði stundum þetta sumar Haukur Þor- steinsson bróðir Erlu Þorsteins- dóttur söngkonu. Einu sinni voru þeir ráðnir Róbert og spilafélagi hans á Vopnafirði Sigurjón Jónsson til að spila á dansleiká Hofi þarísveit. Þetta var áður en samkomuhús var byggt þar. Ekki varvegum fyrir að fara hvað þávélknúnum ökutækjum. Veturvarí lofti og snjór yfir öllu. Þvf höfðu menn engin önnur ráð en senda eftir þeim sleða dreg- innaf hesti. Þeimfélögumvarsfðan komið fyrirá sleðanum ásamt hljóðfærum sínum ogdregnirá honum upp íHof. Þarspiluðu þeir fram á rauða nótt. Þeirra beið svo önnur sleðaferð í niðdimmri nóttinni niður á Vopnafjörð. Róbert hélt um tíma út danshljómsveit og spilaði þá til jafns á hljómborð og harm- oniku. Saga er til af þeirri fyrstu sem hann var í. Þá vantaði sárlega trommusett en þau voru ekki auðfengin. Því var brugðið á það ráð að smíða eitt slfkt og heppn- aðist það ágætlega. En málið vandaðist nú heldur þegar kom að skinnum til að strengja á hinar nýsmfðuðu trommur. Menn dóu nú ekkert ráðalausir frekar en fyrri daginn. Hákarlsmagi varð fyrirvalinu og strengdur á trommurnar. Þetta gekk bara vel, en þó þurftu menn að hita hákarls- Þarna er Róbert med sína fýrstu harmoniku, sem sagterfrá ígreininni. Myndir ertekin fyrirframan æskuheimili hans, Skuld Vopnafirði. magann reglulega upp til að hann strekkt- ist almennilega á trommurnar. Róbert spilaði nokkrum sinnum á dansleik á Skjöldólfsstöðum, það var áður en samkomuhús kom þar og þvívar dansað í baðstofunni þar. Félagsheimilið Mikligarður á Vopnafirði er miðpunkturinn í félags- og menningarlífi. Þar hefur Róbert spilað á óteljandi samkomum svo lengi sem elstu menn muna. Ein af þeim sam- komum sem hann hefur spilað á í áratugi og gerir enn er jóla- trésskemmtun. Þá hefur hann spilað á þorrablóti Vopnfirðinga frá upphafsári þess 1958. Aðeins tvisvar sinnum hefur hann forfallast á þessum árum. Sfðast spilaði hann á þorrablóti 2009 og að hans eigin sögn var það hans síðasta. Á annan f jólum var í eina tíð haldinn veglegur dansleikur á Vopnafirði. Áeinum slíkum spil- aði Róbert eitt sinn. Dansaðvar upp á sviði félagsheimilisins því salurinn hafði þá ekki verið klár- aður. Þegartalsvertvar liðið á dansinn hljóp einhver órói í mannskapinn og út brutust að sögn sjónarvotta, einhver svakalegustu slagsmál sem menn höfðu orðið vitni að í hreppnum. Harmonikuleikarinn sá þann kost vænstan að yfir- gefa samkvæmið og komst við illan leik gegnum þvöguna. Meira var ekki dansað í hreppnum þessa nótt. Róbert er búinn ígegnum árin oð spila á mörgum stöðum og w'ð margvísleg tækifæri. Þarna er hann ad spila á Hótel Tanga seint á síðustu öld. Með honum á myndinni eru, Björr, Sjörnsson á gítar, Árni Róbertsson og Sigurður Björnsson. ---------\ 'í\ !i ■' '§1 MÍK m Ennþá ersá gamli að spila, nýjasta hljómsveitin. Myndin ertekin á síðasta ári. Með honum á myndinni eru: Gunnar Guðmundsson á bassa, jóhann Már Róbertsson á trommum og Árni Magnússon á gítar. 8

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.