Harmonikublaðið - 01.05.2010, Page 9

Harmonikublaðið - 01.05.2010, Page 9
Ýmislegt getur hent einn htjóðfæraleikara og eina harmoniku. Róbert kom eitt sinn úr stuttri spilapásu á dansleik þá blasti við honum ófögursjón, hljóðfærið hans stóð í björtu báli á sviðinu og logaði glatt. Þá hafði hann lagt frá sér nikkuna full nálægt rafmagnsglóðaofni sem stóð á sviðinu. Þær eru fáar samkomurnar á Vopnafirði þarsem Róbertvarekki fenginn tilað spila fyrir dansi eða undir fjöldasöng. Allt frá hátíðafundum kvenfélaga á staðnum til þorrablóta. Þegar Róbertvarð sjötugur árið i997varhaldin mikil veisla honum til heið- urs í Miklagarði. Kom þar meðal annarra Tatu Kantomaa finnski harmonikusnilling- urinn ogspilaðifyrirgestiogafmælisbarnið fékk einnig tækifæri til að spila eitt lag eða svo með hinum finnska snillingi. íveislunni steig einnig f pontu virðuleg kvenfélags- kona úr Vopnafirði til að þakka Róberti alla tónlistina sem hann hefði flutt fyrir þær í gegnum tíðina á fundum og við önnur hátíðlegtækifæri. Hún útnefndi hann af því tilefni kvenfélagavænsta mann sem hún hefði á ævinni fyrirhitt. Róbert er enn að, 83 ára gamall. Hann gaf út sinn fyrsta hljómdisk á síðasta ári. Sá heitir „Sveitaballasving“. Nikulás sonur Róberts sá um upptökur og gerð þessa disks og spilar einnig á honum á hljóm- borð. Annar sonur hans, Árni, spilaði einnigmeð honum héráður. Þósamkom- unum, sem Róbert spilar á, hafi fækkað nokkuð veitir harmonikan honum ennþá þá gleði og ánægju sem hún gerði þegar hann eignaðist sína fyrstu sem keypt var í togaranum forðum. Róbert Nikulásson með nikkuna. Sigurður Þorvaldsson - Minning einnig þýskir eðalvagnar. Tónlistin var nátt- úrulega blues, rokkogról, boogie woogie, djass og dixieland eða flest sem hljómaði vel og ekki sakaði að danstakturinn væri með. Ávallt skar hann sig úr hvað snyrtimennsku varðaði hvortheldurvarfatnaður, hljóðfæri eða bifreiðar. Hann var vinamargur og gleðigjafi og nutu vinir hans þessa lífs- krafts sem hann hafði að miðla. Snemma fékk hann svo harmoniku sem hann lék á nær daglega sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. Margir nutu þess óspart að heyra hann fara fimum fingrum um harm- onikuna og leika lögin af fágun. Síðustu árin átti hann nokkur hljóðfæri þar á meðal Ellegárd Spesial, Serenelli, Excelsior og fleiri hljóðfæri. Hann spilaði með Harm- onikufélagi Selfoss, Harmonikufélagi Reykjavíkur og Félagi harmonikuunnenda. Gömlu dansarnirvoru honum hugleikniren kvöldið fyrir andlátið var hann á dans- skemmtun glaður og kátur að vanda. Morg- uninn eftir var hann allur. Guð geymi góðan dreng. Kveðja frá spilafélögum Harmonikufélags Selfoss Sigurður Þorvaldsson var fæddur þann 26. desember 1939 í Dalbæ, Hrunamanna- hreppi, Árnessýslu. Hann lést þann 12. febrúar 2010. Faðir Sigurðar dó þegar Sig- urður var ungur. Eftir það ólst hann upp hjá móður sinni og fóstra Birni Júlíussyni á Ljósafossi. Strax á 18. aldursári var hann farinn að koma fram á dansleikjum og lék þá á saxó- fón og var auglýst sérstaklega að hann kæmi fram með hljómsveitum sem spiluðu á böllunum. Saxófón átti hann ávallt og lengst átti hann saxófón sem varafSelmer gerð sem hann hélt mikið upp á. Tónlistin og dansinn var stór hluti af lífi Sigurðar, tónlistin hljómaði íbíltækjunum og dansinn stiginn á dansleikjunum. En bílasagan var löng og bílarnir gtæsilegir, lengst af fagrar amerískar drossíur og 9

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.