Harmonikublaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 14
Minningartónleikar um Gretti Björnsson
og systkini hans frá Bjargi
Minningartónleikar um Gretti
Björnsson og systkini hans frá
Bjargi í Miðfirði voru haldnir 24.
ágúst kl. 15:00 í félagsheimilinu
Hvammstanga, að frumkvæði
Elinborgar Sigurgeirsdóttur, skóla-
stjóra Tónlistarskóla V.-Hún. Það
var afmælisdagur Onnu Axels-
dóttur frá Bjargi sem var móðir
hennar. Hún hefði orðið 96 ára.
Karl Sigurgeirsson flutti erindi um
systkinin frá Bjargi. Systkinin á
Bjargi voru börn Margrétar Jónínu
Karlsdóttur frá Bjargi. Hún var
fædd 1893 og dó í ágúst 1991.
Fjögur fyrstu börn sín átti hún með
Geir Jótt Grettisson meí Borsini Grettis
Bragi Hlílberg, vinur og samspilari Grettis um árabil
Ættarkórinn undir stjórn Sigurðar Helga Oddssonar
eiginmanni sínum, Axel Valdemar
Vilhelmssyni, verslunarmanni f.
1890. Búskap sinn bjuggu þau á
Akureyri. Hann dó árið 1927 frá
fjórum ungum börnum. Eftir
andlát Axels ól Margrét börn sín að
mestu upp með stórfjölskyldunni
að Bjargi og átti hún þar ávallt afar
maður Hvítasunnusafnaðarins um
árabil og eignaðist fjölda vina um
allt land. Hann lést árið 1988.
Sigurgeir Axelsson var fæddur
1926. Hann lærði iðn- og vélfræði
og var vélstjóri til sjós sína starfsævi.
Hann bjó í Reykjavík með konu
sinni, Jónínu Guðmundsdóttur og
Árni Björnsson, Marinó Bjömsson, Sigurður Ingi Björnsson, háljbr&ður Grettis, Axel
Sigurgeirsson og Ragnar LevíJónsson, nájrændur meistarans
sterkar rætur. Börn þeirra Axels
voru: Anna Vilhelmína Axelsdóttir
fædd 24. ágúst 2018. Hún ólst að
mestu upp á Bjargi, en á vetrum
var hún við nám á Akureyri og bjó
þá hjá föðurömmu sinni, Önnu
Sigurðardóttur. Hún giftist síðar
móðurbróður sínum, Sigurgeiri
Karlssyni og bjuggu þau um ára-
tugaskeið á Bjargi. Þau eignuðust
4 börn. Sigurgeir lést árið 1976 og
þá flutti Anna til Hvammstanga.
Hún lést árið 2010. Karl Jóhannes
Axelsson var fæddur 1920 á Akur-
eyri, en dvaldi að mestu á Bjargi
við almenn sveitastörf. Hann veikt-
ist ungur af berklum, sem þá
herjuðu á Bjargsheimilið. Hann var
listhneigður, ljúfur maður og eftir
hann eru m.a. til skemmtilegar
blýantsteikningar. Sagt er, að hann
hafi eitt sinn búið nautið með
hnakk og beisli, svo heimilisfólki
brá í brún. Karl Jóhannes dvaldi
síðustu æviár á Vífilsstöðum og lést
þar 1943. Páll Axelsson var fæddur
1922. Hann dvaldi ungur lang-
dvölum á Bjargi, stundaði veiði-
mennsku og annað sport. Bjó síðar
í Reykjavík með konu sinni, Sigríði
Halldórsdóttur og eignuðust þau
3 börn. Hann sótti nám í íþrótta-
skóla einn vetur. Páll ók strætis-
vögnum í Reykjavík um áratuga
skeið. Einnig var hann ötull tals-
tveimur börnum þeirra, en fyrir átti
hann tvö börn og Jónína eitt. Sigur-
geir lést árið 2001. Margrét eignað-
ist góðan vin í Miðfirðinum, Björn
Ingvar Jónsson (1905-1982) síðar
kenndan við Torfastaði. Hann var
faðir 5- barns hennar, Grettis
Björnssonar sem var fæddur 1931.
Grettir ólst einnig að hluta upp á
Bjargi, m.a. hjá Páli, móðurbróður
sínum. Hann stofnaði heimili í
Reykjavík með konu sinni Ernu
Geirsdóttur, en bjó um áratug með
fjölskyldu sinni í Vancouver í Kan-
ada. Eignuðust þau fjögur börn.
Fjölskyldan kom aftur til Islands
og stundaði Grettir húsamálun,
ásamt frábærum tónlistarferli.
Grettir lést árið 2005. Margrét
giftist árið 1933 Arinbirni Arnasyni
frá Fitjum (1904-1999). Bjuggu
þau víða en lengst af á Birkimel í
Reykjavík. Saman eignuðust þau
Arna Arinbjarnarson árið 1934,
þann eina eftirlifandi af systkin-
unum. Kona hans er Lydia Haralds-
dóttir og eiga þau þrjú börn. Öll
börn Margrétar voru gædd tón-
listarhæfileikum og léku synirnir
allir á harmoniku og sumir á fleiri
hljóðfæri en Anna lék á píanó.
Söngur var þeim og reyndar allri
ættinni eðlislægur, svo sem var alla
tíð á Bjargsheimilinu. Bróðir Mar-
grétar, Páll Karlsson, stofnaði
14