Harmonikublaðið - 01.09.2014, Blaðsíða 4
Dalamenn og Húnvetningar dansa saman!
HUH og Nikkólína héldu sitt
árlega harmonikumót í Asbyrgi á
Laugarbakka í Miðfirði, helgina
13.-15. júní. Mæting var svipuð og
í fyrra og veðrið lék við gesti.
Greinarhöfundur sló tölu á íveru-
staði og virtist sem ríflega áttatíu
harmonikuunnendur hafi dvalið á
undir stjórn Elínborgar Sigurgeirs-
dóttur skólastjóra og Ólafs Rúnars-
sonar tónlistarkennara. Það voru
Ingunn Elsa Ingadóttir á blokk-
flautu, Jóna Margareta Júlíusdóttir
Lundberg söng, Katha Aþena
Guðný Þorsteinsdóttir á píanó,
Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir
Guðmundur Jóhannesson, Sveinn Kjartansson og Porvaldur Pálsson lékur á tónleikunum í
Asbyrgi
tjaldsvæðinu við Ásbyrgi þessa
helgi, eru þá ótaldir þeir farfuglar
sem mættu á dansleikina en lögðu
ekki í hreiðurgerð. Það var dans-
hljómsveit Nikkólínu sem hóf
skemmtunina kl. 21:00 og hélt
uppi fjörinu á föstudagskvöldinu.
Hana skipuðu Halldór, Melkorka,
Sigrún, Kristján Ingi, Sigvaldi,
Jóhann, Ingimar og Ragnar Ingi á
harmoniku, Hafliði á gítar, hinn
síungi Ríkarður á trommur og Halli
Reynis á bassa. Þótti vel til takast
og var ágætis aðsókn að dansinum
og sýndu margir þar afbragðs fóta-
mennt að vanda.
Laugardagurinn heilsaði svo með
sól og blíðu. Tónleikar voru í félags-
heimilinu að venju. Þar komu fram
nemendur frá Tónlistarskóla V.-
Hún. með söng og hljóðfæraleik
söng og lék á píanó. I lokin spiluðu
svo þrír góðir Húnvetningar, Þor-
valdur Pálsson, Guðmundur
Jóhannesson og Sveinn Kjartansson
nokkur lög. Kynnir var dr. Ragnar
Ingi Aðalsteinsson bragfræðingur
og er engu logið, þó sagt sé að hann
hafi farið á kostum. Undirritaður
minnist þess reyndar ekki að doktor
hafi áður séð um kynningar á
harmonikumóti. Ragnar Ingi lýsti
m.a. eigin ástandi svona:
I fyrstu aðeins eimdi
eftir af því sem mig dreymdi
svo máðist það út
í móðu og sút
Ég man ekki hverju ég gleymdi!
Eftir tónleikana var kaffihlaðborð
þar sem borð svignuðu undan
heimagerðu bakkelsi og sá ekki
högg á vatni þar þrátt fyrir góða
tilburði gesta. Alltaf notalegt að
setjast niður og spjalla saman og
njóta góðra veitinga.
Um kvöldið sá hljómsveit Sveins
Sigurjónssonar um ballið og lék
fyrir dansi til klukkan eitt og var
gerður góður rómur að frammi-
stöðu hennar. Með Sveini í hljóm-
sveitinni voru þeir Sigvaldi Fjeld-
sted á harmoniku, Helgi E.
Kristjánsson á bassa, Jón Guð-
mundsson á gítar og Sveinn Ingi
Sveinsson á trommur. Á miðju balli
var svo dregið í happdrætti mótsins.
Formenn félaganna, þær Sólveig
Inga Friðriksdóttir og Melkorka
Benediktsdóttir sáu um dráttinn,
með smá aðstoð frá ritstjóra
Harmonikublaðsins. Margt góðra
vinninga var í boði og þetta hin
skemmtilegasta tilbreyting. Þar má
nefna glæsilega lopapeysu og fleira
prjónles, fjölbreytt krydd í til-
veruna frá Prima, bókmenntir,
tónlist og svo myndarlegur grill-
kjötkassi með öllu mögulegu með-
læti, sá sem hann hreppti fór ekki
svangur heim.
Vindbelgirnir
Diskurinn „Dustað af dansskónum“
er loksins aftur fáanlegur
Ekta gömlu dansarnir beint í æð.
Hann má nota við danskennslu og í stofúnni heima.
Mörgum finnst hann líka frábær við heimilisverkin.
Hægt er að panta diskinn hjá Hilmari í síma 896 5440
og Friðjóni í síma 696 6422.
Verð króttur2500,- með sendingarkostnaði innanlands.
Dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson les fólki
pistilinn
Harmonikumódð fór í alla staði vel
fram, menn skemmtu sér hið besta,
það var dansað, spjallað, spilað og
sungið og veðrið bara í fína lagi.
Svo er rétt að geta þess að það er
búið að fastsetja Ásbyrgi fyrir
harmonikumótið á sama tíma að
ári. Já svona á þetta að vera.
Friðjón HallgrímssonlSH
Ljósm: Guðmundur Jóhannesson
I Húnvetnskri sumarblíðu
4