Reykjavík - 27.04.2013, Side 9
927. apríl 2013
Dögun til farsællar framtíðar
Nýjustu skoðanakannanir sýna að Dögun, XT, á mikla möguleika meðal
nýju flokkanna, sem setja fram-
færslu- og lánamál heimilanna á
oddinn, á að ná fulltrúum á Al-
þingi. Það er mjög miður að ekki
skuli hafa tekist, þrátt fyrir tilraunir
Dögunarliða, að sameina þessar
hrópandi raddir fólksins um rétt-
læti fyrir heimilin í landinu, undir
einn hatt. Það er nefnilega gríðarlega
mikilvægt að heimilin í landinu eigi
öfluga málsvara á Alþingi Íslendinga.
Stóriðjustefna Fram-
sóknarflokks
Framsóknarflokkurinn hefur líka
sett lánamál heimilanna í forgang
og er það vel. Það sem aftur á móti
er verra hjá Framsóknarflokknum er
atvinnu- og umhverfisstefnan. Fram
hefur komið að Framsóknarflokk-
urinn hyggst nota sömu lausnir við
atvinnuuppbyggingu og ríkisstjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks notaði í upphafi aldarinnar
til að auka hér hagvöxt. Lausnirnar
eru virkjanir og stóriðja. Ef þessir
flokkar fara aftur saman í ríkisstjórn
eigum við von á nýju Kárahnjúka-
dæmi með tilheyrandi baráttu um-
hverfisverndarsinna fyrir náttúru
Íslands.
Atvinnuuppbygging í
samræmi við menntun
Samkvæmt framkvæmdastjóra Ný-
sköpunarsjóðs atvinnulífsins kostar
hvert starf í stóriðju 1.000 milljónir
meðan starf í skapandi greinum kostar
20–30 milljónir. Þá hefur komið fram
að ágóði af virkjunum og stóriðju
er hverfandi fyrir íslenskt samfélag
miðað við kostnað og náttúrufórnir.
Dögun telur að ósnortin náttúra Ís-
lands sé verðmæti sem skili miklu
meiri hagnaði í þjóðarbúið en nýt-
ing náttúrunnar til stóriðju. Dögun
vill þétta atvinnulífið og skapa fyrir-
tækjum sem þegar eru í rekstri betra
starfsumhverfi m.a. með lækkun
tryggingargjalds. Þá vill Dögun styðja
við sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.
Ný rödd almannahags-
muna á Alþingi
Til að ná fulltrúum flokka inn á Al-
þingi þarf flokkur að fá yfir 5% fylgi.
Stefna Dögunar hefur verið lengi í
mótun en flokkurinn var formlega
stofnaður fyrir um ári síðan. Í for-
ystu flokksins er baráttufólk m.a.
úr frjálsum félagasamtökum sem
vinna að almannaheill svo sem úr
Hagsmunasamtökum heimilanna og
fyrrverandi formaður Landverndar.
Dögun fyrir fólkið
Dögun er grænn flokkur sem styður
sjálfbærni, jafnrétti og mannúð á
öllum sviðum. Auk ítarlegrar stefnu
um húsnæðis- og efnahagsmál
hefur Dögun útfært stefnu í jafn-
réttismálum, í vímuefnamálum,
málefnum flóttafólks, á sviði land-
búnaðar, í umhverfismálum, sjávar-
útvegs-, atvinnu- og byggðamálum,
velferðarmálum, alþjóðamálum og
lýðræðisumbótum svo fátt eitt sé
nefnt.
Dögun hefur verið að kynna stefnu
flokksins síðustu vikur og aukið fylgi
sitt jafnt og þétt í samræmi við það,
samkvæmt skoðanakönnunum. Með
því að kjósa Dögun, XT, aukast lík-
urnar á að ný rödd almannahags-
muna og sjálfbærrar framtíðar heyr-
ist á Alþingi Íslendinga.
Heilbrigðiskerfið
þarf öflugt atvinnulíf
Eitt mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar er að endur-reisa heilbrigðiskerfið okkar.
Undanfarin ár hefur jafnt og þétt verið
dregið úr þessari mikilvægu þjónustu
og nú er svo komið að þeir sem best
til þekkja segja okkur að hættuástand
sé að skapast. Á þetta verður að hlusta
og taka mark á. Þess vegna er það eitt
aðalverkefni næstu ríkisstjórnar að
byggja heilbrigðiskerfið upp á ný,
undan því verður ekki vikist.
Hagvöxtur forsenda.
Það er alveg sama hversu mjög við
óskum okkur þess að hafa næga pen-
inga til að verja í heilbrigðismálin.
Óskir einar og sér skila litlu. Forsenda
þess að eitthvað sé hægt að gera er að
verðmætasköpun landsmanna aukist
jafnt og þétt, með öðrum orðum, hag-
vöxtur verður að vera nægur. Á síðasta
ári óx hagkerfið okkar um 1,6 prósent,
en talið var að það myndi vaxa um
a.m.k. 3 prósent. Það er skelfilegt að
hagvöxturinn hafi verið svona lítill,
við áttum alla möguleika á því að
hann yrði miklu meiri. Svona lítill
hagvöxtur gerir okkur mun erfiðara
fyrir með að auka framlög ríkisins til
heilbrigðismála þannig að um muni.
Ef svona heldur áfram þá mun jafnt
og þétt grafast undan heilbrigðiskerf-
inu, við hættum að hafa efni á lyfjum
sem nágrannaþjóðir okkar nota, við
endurnýjum ekki tæki eða húsnæði og
færasta starfsfólkið fer í burtu.
Lægri álögur
skila meiri tekjum
Vegna þessa er svo mikilvægt að við
komum atvinnulífinu aftur af stað,
þannig aukum við bæði tekjur heim-
ilanna og tekjur ríkisins. Sjálfstæð-
isflokkurinn leggur höfuðáherslu á
það að öll þau miklu tækifæri sem
þjóðin á verði nýtt og þannig lagður
grunnur að nýju framfaraskeiði.
Skattalækkanir sem nýtast launa-
fólki og fyrirtækjum eru forsenda
þess að koma hreyfingu á efnahagslíf
þjóðarinnar. Við munum ekki bjarga
heilbrigðiskerfinu okkar með því að
hækka skatta eða standa í stað. Eina
leiðin er að auka tekjurnar ár frá ári
og það gerist ekki nema með því að
atvinnulífið byrji aftur að fjárfesta og
hjólin margfrægu byrji aftur að snú-
ast. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla
tíð lagt á það áherslu að öflugt vel-
ferðarkerfi byggir á öflugu atvinnulífi.
Kosningarnar snúast meðal annars
um þetta, þær snúast um hvort okkur
takist að snúa vörn í sókn.
Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson,
Framsóknarflokknum:
Framsókn er sammála þeirri niður-
stöðu Seðlabankans að næstu ár verði
krónan gjaldmiðill landsins og því
verði forgangsmál á næsta kjörtímabili
að treysta umgjörð krónunnar og efla
stöðugleika. Það má gera með því að
koma böndum á peningamyndun
banka, sýna ráðdeild í ríkisfjármálum,
lækka skuldir ríkisins og draga úr verð-
bólgu. Leggja þarf áherslu á gjaldeyr-
isskapandi og gjaldeyrissparandi ver-
kefni. Losa þarf um fjármagnshöft og
laða erlenda fjárfestingu að íslensku
atvinnulífi.
Hanna Birna Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson
Sjálfstæðisflokki
1. Teljið þið það til forgangsmála að
taka á skuldavanda heimilanna? Ef
svo er, hvaða leið ætlið þið að fara
að því marki og hverjir eiga að njóta
leiðréttinganna/aðgerðanna (allir/
sumir)?
Við teljum það vera forgangsmál að
taka á skuldavanda heimilanna og
erum með lausnir sem geta lækkað höf-
uðstól lána um 20% á næstu árum með
skattaafslætti og séreignarsparnaði.
Hægt er að fá allt að 40 þúsund
krónur á mánuði í sérstakan skatta-
afslátt vegna afborgana af íbúðaláni.
Skattaafslátturinn fer beint inn á höf-
uðstól lánsins til lækkunar. Öllum
stendur þessi leið til boða og það er
hægt að framkvæma hana strax eftir
kosningar.
Einnig er boðið uppá enn meiri höf-
uðstólslækkun með séreignarsparnaði.
Fólk geti líka notað framlag sitt og
vinnuveitanda í séreignarsparnað til
að greiða skattfrjálst niður höfuðstól
lánsins. Þannig geti fólk greitt sem
nemur 4% launa sinna inn á höfuðstól
íbúðalánsins. Þessi leið stendur öllum
sem það vilja til boða.
Svo viljum við líka afnema stimpil-
gjöld. Til að gera öllum auðveldara að
skipta um húsnæði, endurfjármagna
lán og færa bankaviðskipti sín. Þannig
styrkjum við samningsstöðu fólks.
Við viljum einnig að þeir sem ekki
ráða við greiðslur af íbúðarhúsnæði
eigi að fá tækifæri til að "skila lyklum"
í stað gjaldþrots.
2. Teljið þið nauðsynlegt að afnema
eða breyta verðtryggingunni? Ef svo
er hvaða leiðir viljið þið fara? Teljið
þið nauðsynlegt að lagfæra þann
eignabruna sem varð hjá skuldugum
heimilum vegna hárrar verðbólgu og
þar með hækkunar vísitölu í kjölfar
forsendubrests vegna hrunsins?
Við viljum frjálst val fólks við lántöku.
Lántakendur eiga að geta valið um
bæði verðtryggð og óverðtryggð lán
til langs tíma á sanngjörnum vöxtum
miðað við nágrannalönd okkar.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einnig
að endurskoða og leiðrétta samsetn-
ingu neysluverðsvísitölunnar. Þá
ætlum við að tryggja að framtíðar-
skipan húsnæðis- og neytendalána
taki mið af ríkjandi neytendaverndar-
reglum EES.
3. Ný lífskjarakönnun sýnir að tæpur
helmingur heimila nær vart eða ekki
saman endum milli mánaða. Hvaða
ástæður telur þinn flokkur vera fyrir
þessari stöðu?
Vegna rangra ákvarðana ríkisstjórn-
arinnar hefur atvinnulífið ekki náð að
vaxa og þegar það vex ekki þá versnar
hagur allra. Skattastefna ríkisstjórnar-
innar hefur haft mikil áhrif á vöruverð
og hag heimilanna. Á tímabili ríkis-
stjórnarinnar hefur skattheimtan auk-
ist sem nemur tæpri milljón á hverja
fjögurra manna fjölskyldu og sérhver
sem rekur heimili getur ímyndað sér
hve staðan væri miklu betri ef hvert
heimili hefði úr einni milljón meira
að moða.
Við viljum auka ráðstöfunartekjur
heimilanna með því að lækka tekju-
skatt, eldsneytisgjald, virðisaukaskatt
og tolla og vörugjöld.
4. Eigum við á nýju kjörtímabili að
vinna að því að koma upp nýjum og
stöðugri gjaldmiðli en óverðtryggðu
íslensku krónuna.? Greinið frá útfær-
slu ykkar á því.
Nei. Við teljum að við núverandi að-
stæður henti íslenska krónan best sem
gjaldmiðill íslensku þjóðarinnar.
Höfundur er
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir,
oddviti Dögunar
í Reykjavíkurkjördæmi norður
Höfundur er
Illugi Gunnarsson,
alþingismaður og skipar fyrsta
sætið á lista Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavíkurkjördæmi norður
Auglýsingasíminn er
578 1190
Netfang:
auglysingar@fotspor.is fotspor.is