Reykjavík


Reykjavík - 25.10.2014, Blaðsíða 2

Reykjavík - 25.10.2014, Blaðsíða 2
2 25. Október 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Vinstri hreyfingin grænt framboð í Reykjavík, VGR, auglýsir Samfélagssúpuboð á 248 kr. þriðjudaginn 28. október kl. 19.30 að Hamraborg 1 - 3. Framhaldsaðalfundur félagsins verður kl. 20. Fundarstjóri er Steinar Harðarson. Félagsfundur VGR tekur síðan við kl. 20.20 og verður efni fundarins tileinkað innflytjendum á Íslandi. Svandís Svavarsdóttir verður málefnastýra, Líf Magneudóttir segir frá málefnum innflytjenda í borginni. Fulltrúar innflytjenda verða með innlegg. Opnar umræður. Innflytjendamál snertir okkur öll. Kleinur með kaffinu, allir hjartanlega velkomnir. Stjórn VGR. Gjaldskrár velferðarsviðs: Undirbúa hækkanir hjá öldruðum Til stendur að hækka flestar gjald-skrár velferðarsviðs Reykja-víkurborgar. Fjallað var um fyrirhugaðar hækkanir í velferðarráði í lok september, þar sem þær voru samþykktar og vísað til borgarráðs. Borgarráð hefur enn ekki fjallað um fyrirhugaðar hækkanir. Samkvæmt upplýsingum frá borginni segir að verði af þessum hækkunum þá þurfi að kynna málið vel öllum hagsmunaaðilum. Gjöld á aldraða hækka Í drögum að nýjum gjaldskrám sem Reykjavík vikublað hefur aflað hjá borginni, kemur meðal annars fram að þjónustugjöld í íbúðum aldraðra eigi að hækka ríflega þrjú prósent. Þetta á við í Lönguhlíð, Furugerði, Dalbraut og Seljahlíð og Lindargötu. Mánaðargjöld á þessum stöðum hækka frá 100 krónum og upp í 700 krónur á mánuði. Einnig hækka gjaldskrár í félagsstarfi fyrir aldraða um 3,45-3,85 prósent. Sú hækkun er frá 40 krónum á mánuði fyrir opið félagsstarf. Þjónustugjald í Foldabæ á að hækka um tæplega 2.500 krónur á mánuði, upp í 75.650. Þá stendur enn fremur til að hækka tímagjald fyrir heimaþjónustu eldri borgara um 35 krónur á tímann. Sam- kvæmt upplýsingum frá borginni á fólk samt aldrei að greiða fyrir meira en sex klukkustundir. Njóti fólk aðstoðar við fleira en þrif, sé þjónustan gjaldfrjáls. Þá stendur einnig til að hækka verð á öllum veitingum um allt að tíu pró- sentum. Verð á kaffibolla á að hækka um 5 krónur, úr 160 í 165 kall. Og verð á mjólkurglasi úr 50 í 55 krónur, eða um tíu prósent. Máltíðin hækkar um 20 krónur Verð fyrir hádegis- og kvöldmat, sem og heimsendan mat mun einnig eiga að hækka í verði og nemur hækkunin frá 2,65 prósentum og upp í 3,13, en hækkunin nemur um tuttugu krónum fyrir hverja máltíð. Til stóð að hækka einnig gjaldskrár fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og akt- ursþjónustu eldri borgara, en því var frestað samkvæmt upplýsingum frá borginni. Hverfisráð verði kosin af íbúum Heiðar Ingi Svansson, formaður Hverfisráðs Laugardals telur að gera megi hverfisráð borgarinnar sjálf- stæðari og að þau eigi að hafa meira vægi um stefnumótun um málefni einstakra hverfa borgarinnar. „Þau þurfa að koma fyrr að málum og eiga meiri þátt í að móta stefnuna heldur en að vera umsagnaraðilar um mál sem þegar er búið að ákveða eða setja í farveg. Um leið þarf að tengja Hverfis- ráðin betur íbúum hverfsins og veita þeim beina aðild að þeim t.d. með því að ákveðnir fulltrúar eða jafnvel for- maður verði kosnir af íbúunum með beinni kosningu frekar en að þeir séu tilnefndur af Borgarstjórn.“ Sjá viðtal bls. 8. Jafnréttisráðstefna utanríkisráðherra: Kostnaður ekki metinn Mögulegur kostnaður við væntan-lega jafnréttisráðstefnu Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, hefur ekki verið metinn. Gunnar Bragi tilkynnti í lok síðasta mánaðar, að til stæði að halda sérstaka jafnréttisráð- stefnu karla. Þetta málþing á að halda í New York í janúar, sagði ráðherrann, í samvinnu við Súrínam. Töluvert var fjallað um málið, jafnt í innlendum sem erlendum fjölmiðlum. Samkvæmt upplýsingum úr ut- anríkisráðuneytinu hefur kostnaður við fyrirhugaða ráðstefnu hins vegar ekki verið metinn. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði vegna svona ráðstefnu í frumvarpi til fjárlaga og eftir því sem Reykjavík vikublað heyrir innan úr fjárlaganefnd Alþingis, hefur engin beiðni borist þangað um peninga fyrir jafnréttisráðstefnu ráðherrans. Vilja bæta aðstöðu Leiknis Íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt að hefja viðræður við Íþróttafélagið Leikni í Efra- Breiðholti um að bæta aðstöðu fé- lagsins við Austurberg. Karlalið Leiknis í knattspyrnu sigr- aði í fyrstu deild í sumar og leikur í úrvalsdeild að ári. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið leikur í efstu deild. Í samþykkt Íþrótta- og tómstunda- ráðs segir að úrbætur eigi að gera á keppnisvelli félagsins til að hann fullnægi kröfum Knattspyrnusam- bands Íslands um áhorfendaaðstöðu, fjömiðlastúku, varamannaskýli og fleira. Nú eru rúmlega 400 sæti í stúku Leiknis, en þurfa að vera 500 samkvæmt reglum KSÍ. Segir í sam- þykkt Íþrótta- og tómstundaráðs að stefnt skuli að því „að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir áður en Leiknir hefur keppni í efstu deild sumarið 2015.“ Skjól fyrir reykvískri rigningu Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lét jafnframt bóka að styðja yrði knattspyrnudeild Fjölnis í Grafarvogi og „bregðist eins hratt við og styðji vel við knattspyrnudeild Fjölnis við byggingu á fyrirmyndar áhorfenda- aðstöðu og einnig við byggingu á þaki yfir áhorfendaaðstöðuna enda Fjölnir að hefja sitt annað ár í efstu deild. Knattspyrna er vinsælasta íþrótt á Ís- landi og í heiminum öllum og eigum við að styðja við hana að fullum krafti. Til að hverfisliðin hafi meðstuðning á keppnisleikjum þá er nauðsynlegt að öll hverfisknattspyrnufélögin búi að fyrirmyndar áhorfendaaðstöðu með þaki yfir til að skýla áhorfendum frá íslenskum vind og kulda og nánast daglegri Reykvískri rigningu.“ Heimildargildi Landnámu í endurskoðun: Rangir túristabæklingar? Það má færa sterk rök fyrir því að margt í Landnámu sér hreinn til- búningur höfunda,“ segir Helgi Þorláks- son, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Helgi er einn fjölmargra fræði- manna sem flytur erindi á fyrirlestrarröð Miðaldastofu um landnám Íslands, sem stendur í vetur. Helgi bendir á að heim- ildargildi Landnámu hafi verið dregið verulega í efa síðustu áratugi. Þess sjáist þó oft engin merki. „Höfundar héraðs- sagna og ferðmannabæklinga gætu tekið upp ábendingar um þetta, þær eru oft hnýsilegar.“ Sjá bls. 6. Deilur vegna fram- kvæmda Valsmanna Framsóknarmenn og flug-vallarvinir lögðu til í borgarráði í vikunni að hafnar yrðu viðræður við félög sem tengjast uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Hugmyndin er að fyrirhugaðar byggingar á svæðinu komist fyrir án þess að vera hindrun fyrir svokallaða „neyðarbraut“ á Reykja- víkurflugvelli, norður-suður braut. Valsmenn hf. hyggja á íbúða- byggingar á svæðinu og vilja reisa 600 íbúðir. Áður var fyrirhugað að þær yrðu 360. Unnið er að skipulagi. Samtökin Hjartað í Vatnsmýri hafa gagnrýnt að til standi að hefja framkvæmdir á svæðinu. Samtökin héldu fjölsóttan fund um málið í vik- unni. Fyrirhuguðum framkvæmdum er mótmælt þar sem Rögnunefndin svonefnda sé enn að störfum. Hún á að leggja til framtíðarstaðsetningu fyrir innanlandsflug og ljúka störfum fyrir áramót. Ragna Árnadóttir sá sér ekki fært að svara fyrirspurn blaðsins. Fyrsti snjór vetrarins féll í vikunni. Vel gekk að ryðja götur og stíga í borginni og börnin nutu sín, eins og þessir krakkar á leikskólanum Holti sem renndu sér á snjóþotu.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.