Reykjavík - 25.10.2014, Side 14
14 25. Október 2014REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Allir þurfa hjarta
Í flestum bæjum, þorpum og hverfum í veröldinni, þar sem byggð er þétt,
verða til einhvers konar samkomustaðir fyrir fólkið í nágreninu. Oftar en
ekki verða slíkir staðir að hjarta hverfisins. Stundum þjóna kirkjur eða
torg þessu hlutverki en víðast eru þetta barir, veitingastaðir eða kaffihús.
Ísland er hins vegar að vissu leyti undantekning vegna þess hversu hér er
dreifbýlt og borgarmyndun í raun komin stutt á veg. Víða um land eru þó
alls kyns bryggjukaffistaðir en það sem hins vegar vantar í flesta bæi og
hverfi eru lítil hverfiskaffihús sem opin eru frá morgni til kvölds og flestir
úr nágrenninu koma á nokkrum sinnum í viku.
Samkomustaður
Jafnvel þótt fjöldi kaffihúsa hafi
sprottið upp síðustu ár í miðbæ Reykja-
víkur og miklu víðar, eru fæst þeirra
hverfiskaffihús. Margir þeir sem matar-
blaðamaður hefur rætt þessi mál við,
telja að erfitt sé að reka svoleiðis staði
og benda benda á mörg sorgleg dæmi
máli sínu til stuðnings. En til er fólk
sem hefur þó enn trú á þessari hug-
mynd – fólk sem telur að samkomu-
staður sé hverju samfélagi nauðsyn.
Í byrjun mánaðarins var opnað nýtt
kaffihús á móts við Melabúðina og
Vesturbæjarlaugina í Reykjavík. Það er
hugsað sem svona staður, miklu frekar
samkomustaður en kaffihús, segir Mar-
grét Marteinsdóttir , vertinn á Kaffihúsi
vesturbæjar.
Heiðarlegt kaffihús
Það sem af er hefur gengið vel og
þegar matarblaðamaður leit inn eitt
síðdegið á dögunum var nánast fullt út
úr dyrum. Setið var við öll borð og fólk
skrafaði og sötraði kaffi eða maulaði
eitthvað góðgæti. Margrét segir að
viðtökurnar hafi farið fram úr björt-
ustu vonum. Allt frá því að opnað var
6. október, hafi verið svona mikið að
gera. „Maður heyrir og sér á fólki að
allir eru ofboðslega þakklátir fyrir að
fá nú loksins hverfiskaffihús í Vestur-
bæinn,“ segir Margrét. „Það eru strax
komnir fastakúnnar og ég held að það
megi þakka því að við reynum að vera
heiðarlegt kaffihús.“
Gott kaffi og
einfaldur matur
Með þessu á hún við að maturinn er
einfaldur, kaffið er gott og það eru
engin látalæti eða stælar. Þetta er
hverfiskaffihús, á að vera það og er er
það. Umhverfið er afslappað, andrúms-
loftið gott, þjónustan til fyrirmyndar og
matseðillinn einfaldur en fjölbreyttur,
hægt er að fá alls kyns kaffi, bakkelsi
og mat. Matarblaðamaður er sérstak-
lega hrifinn af því að hafa vínilplötu-
spilara í veitingarýminu, þar sem gestir
geta valið tónlist og skipt um plötu. Á
matseðlinum má meðal annars finna
þrjár tegundir af hafragraut, bleikju og
harðfisk með smjöri. „Við erum líka
ofboðslega stolt af grænmetisborgar-
anum okkar“ segir Margrét.
Frábær „veggie“ borgari
Matarblaðamaður ákvað að láta slag
standa og prófa hann, enda ham-
borgarar af öllu tagi hans ær og kýr.
Grænmetisborgarinn á Kaffihúsi Vest-
urbæjar er í einu orði sagt frábær! Gott
og safaríkt buffið með chili og frábærri
sósu virka saman sem einstaklega góð
heild. Þetta er besti grænmetisborgari
sem matarblaðamaður hefur smakkað
– og þeir eru ekki fáir! Til að kóróna allt
þetta er kaffið líka mjög gott.
Grænt og gott
Kaffihús Vesturbæjar er líka grænt.
Notað er lífrænt eða vistvænt hráefni
þar sem það er hægt, afgangar fara í
safnhaug og hvergi er að sjá plast eð
bréfservéttur. Inni á snyrtingunum eru
handklæði og tauservéttur og glerglös
gera pappann óþarfan. Þetta mættu
aðrir veitingastaðir hugsa um. Mar-
gréti og félögum hennar hefur tekist
að blanda hinu hárréttu uppskrift,
góður matur, lipur þjónusta lærðra
kaffibarþjóna, vinalegt andrúmsloft
og afslöppuð stemming, gera ferð á
Kaffihús Vesturbæjar nánast að and-
legri upplifun.
Verður vonandi fyrirmynd
Fleiri mættu taka sér þetta skemmtilega
litla kaffihús til fyrirmyndar. Staðurinn
veit sjálfur hvað hann er . . . hann er
vissulega heiðarlegur. Það allra besta
er þó að svo virðist sem tekist hafi að
sanna að hverfiskaffihús geti gengið.
Varla er það svo að Vesturbærinn, eins
góður og hann er, sé svo einstakur að
ekki sé hægt að gera svipaða hluti í
öðrum hverfum. Matarblaðamaður
hvetur fólk í öðrum hverfum til að
feta í fótspor Vesturbæinga og opna
heiðarleg hverfiskaffihús ... og gera þau
að miðstöð og hjarta hverfisins. Mikið
yrði höfuðborgarsvæðið nú skemmti-
legt ef það gengi eftir.
Einkarekið Apótek
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
www.eignaumsjon.is
S. 585 4800, Suðurlandbraut 30.
Aðalfundur framundan?
Heildarlausn í
rekstri húsfélaga.
Heildarlausn í
rekstri húsfélaga.
„Maður heyrir og sér á fólki að allir eru ofboðslega þakklátir fyrir að fá nú
loksins hverfiskaffihús,“ segir Margrét Marteinsdóttir.
matarsÍða svavars
Svavar Halldórsson
svavar@islenskurmatur.is