Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Síða 2
2
Frcttir / Fimmtudagur 9. mars 2006
FRÁ afhendingunni, Kristján, Jóhannes, Hlynur, Jóna Björk og Hermann og fyrir framan er Grétar Þorgils, sonur Jónu.
Vestmannaeyjadeild Rauðakrossins veitir viðurkenningar og
afhenti íbúð til nota í neyðartilfellum:
Jóna Björk skyndihjálparmaðurinn
Vestmannaeyjadeild Rauða Kross
Islands bauð til sarnkomu sl.
þriðjudag þar sem margir góðir
gestir voru mættir m.a. nýráðinn
framkvæmdastjóri RKÍ, Kristján
Sturluson.
Deildin verður 65 ára á þessu
starfsári og endurbótuni á húsnæði
Rauða krossins í Arnardrangi er nær
lokið og var húsnæðið vígt formlega
og nýtingarmöguleikar kynntir.
Einnig var lilkynnt um val á
Skyndihjálparmanni ársins, sérstök
viðurkcnning til einstaklings fyrir
óeigingjarni starf í þágu Rauða
krossins, og lögreglu alhent lykla-
völd að íbúð í risi Arnardrangs.
Rauði kross íslands hefur undan-
farin fimm ár staðið að vali á
skyndihjálparmanni ársins. Her-
mann Einarsson, lormaður Vesl-
mannaeyjadeildar RKl sagði að
með því vilji félagið vekja athygli
almennings á mikilvægi skyndi-
hjálpar og hvetja sem flesta til að
læra skyndihjálp og verða þannig
hæfari til að veita aðstoð á vettvangi
slysa og áfalla.
Hermann tilkynnti síðan að
skyndihjálparmaður nýliðins árs hér
í bæ væri Jóna Björk Grétarsdótlir
sem sýndi frábæra færni og þekk-
ingu í skyndihjálp þegar hún
hnoðaði og blés lffi í Ingólf
Grétarsson, þegar hann hné fyrir-
varalaust niður í Iþróttahúsinu.
Hjermann veitti Jónu viðurkenn-
ingarskjal og sagði RKÍ veita
viðurkenninguna í þeirri von að hún
mætti vekja almenning til umhugs-
unar um mikilvægi þess að kunna
skyndihjálp.
Því næst kallaði Hermann upp
Hlyn Sigmundsson, lögreglu og
sjúkraflutningamann og veitti hon-
um sérstaka viðurkenningu en hann
hefur til margra ára annast sjúkrabíl
staðarins af einstakri kostgæfni.
Hermann sagði starf Rauða krossins
byggja á fórnfúsu framlagi þúsunda
manna og Hlynur væri einn þeirra
sem skipuðu þann hóp.
Hermann vék sfðan að húsnæðis-
málum Vestmannaeyjadeildar
Rauða krossins. Sagði hann að hús-
næðið væri senn tilbúið að utan og
innan og að félagar Lions hefðu
unnið óeigingjarnt sjálfboðastarf
við standsetninguna. Þakkaði hann
þeim fyrir og sagði þóknun fyrir vel
unnin störf renna í líknar- og styrkt-
arsjóð Lions.
I framhaldinu afhenti hann Jó-
hannesi Ólafssyni, yfirlögreglu-
þjóni. lyklavöld að íbúð á rishæð-
inni svo að fyrirvaralaust megi hýsa
þar einstaklinga eða fjölskyldu sem
vegna bruna, vatnstjóns eða heimil-
isofbeldis þurla að yfirgefa heimili
sitt. Hermann gat þess jafnframt að
einnig muni vera hægt að hýsa
þarna ólögráða ungmenni sem hafa
komist í kast við lögin en ekki má
vista í fangageymslum. Ekki er
ætlast lil að fólk dvelji í íbúðinni
nema fyrstu sólarhringana eftir
óhöpp fyrir utan vörslu ólögráða.
Ibúðin er útbúin til að hýsa 6 til átta
manns og eftir að sr. Þorvaldur
Víðisson hafði Hutt blessunarorð
var gestum boðið að skoða hús-
næðið og þiggja kaffiveitingar.
Þjálfaranámskeið:
Tannlækn-
irinn dúx-
aði
Þeir Heimir Hallgrímsson, Hjalti
Kristjánsson og Guðlaugur
Baldursson útskrifuðust allir
síðasta föstudag með UEFA-A
þjálfaragráðu frá KSÍ. Þetta er
hæsta þjálfaragráða sem í boði
er á Islandi og næsthæsta þjálf-
aragráða sem UEFA viðurkennir.
22 þjálfarar útskrifuðust með
gráðuna en Heimir fékk sérstök
verðlaun fyrir að dúxa á prófinu.
Þeir þjálfarar sem hlotið hafa
UEFA-A þjálfaragráðuna hafa
leyfi til að þjálfa alla flokka og í
öllum deildum á Islandi en auk
þess er þjálfaragráðan viður-
kennd í 48 af 52 aðildarlöndum
UEFA. Hæsta þjálfaragráða
UEFA er svo UEFA Pro þjálf-
aragráða, en KSÍ stefnir á að
bjóða upp á UEFA Pro þjálfara-
gráðu í samvinnu við enska
knattspyrnusambandið innan
fárra ára.
Heimir þjálfaði sem kunnugt er
meistaraflokk kvenna til margra
ára auk þess sem hann tók við
meistaraflokki karla tímabundið.
Þá hefur hann þjálfað yngri
fiokka félagsins til fjölda ára og
er nú þjálfari sjötta fiokks
félagsins ásamt eiginkonu sinni,
írisi Sæmundsdóttur. Hjalti
Kristjánsson hefur þjálfað KFS
undanfarin II ár og mun halda
því áfram í sumar. Guðlaugur
Baldursson er svo að hefja sitt
annað tímabil með meistarafiokk
karla, ÍBV.
Þess ntá svo geta að
Eyjamaðurinn Jón Ólafur
Daníelsson, sem nú er þjálfari
yngri fiokka í Grindavfk, útskrif-
aðist á sama tíma og þremenn-
ingamir.
Office 1 hefur keypt Bókabúðina:
Góð þjónusta og sama verð og í öllum verslunum
IiINAR Þor og Guömundur.
í dag, fimmtudag, tekur Office 1 við
rekstri Bókabúðarinnar en gengið
var frá samningum um sölu hcnnar
um sfðustu helgi. Verslunin hér
verður sú sjötta á landinu en Office
I er alþjóðleg verslunarkcðja með
verslanir í öllum heimsálfum.
Guðmundur Eyjólfsson keypti
Bókabúðina haustið 2002 og tók við
rekstrinum I. október 2002. Þá var
hún til húsa að Heiðarvegi 9 en
fiutti í núverandi húsnæði að
Faxastíg 36 þar sem Guðmundur
opnaði nýja og glæsilega verslun.
19. nóvember.
„Þetta hefur verið erfiður rekstur
ekki síst þegar maður er að kaupa
og reyna að borga," sagði Guð-
mundur þegar hann var spurður um
hvernig gengið hefði. „Það er erfitt
að reka sérverslanir í minnkandi
bæjarfélagi. Það er bein samkeppni
við Reykjavík og ekki hægt að leyfa
sér að vera nteð önnur verð en þar
eru í boði. Ég auglýsti búðina til
sölu í ágúst og það var ekki áhugi
innanbæjar að kaupa. Pennanum,
sem var samstarfsaðili minn, stóð til
boða að kaupa en þeir hölðu ekki
áhuga. Það var svo í síðustu viku að
þetta small sarnan og Office I tekur
við rekstrinum á morgun," sagði
Guðmundur þegar rætt var við hann
í gær.
Sáum gott tækifæri
Einar Þór Sigurgeirsson, rekstr-
arstjóri Office I. var í Eyjum í
vikunni að ganga frá lausum endum
og gera verslunina tilbúna fyrir nýja
eigendur.
Heildsölufyrirtækið Egilsson hf.
keypti rekstur Office 1 á íslandi á
síðasta ári og hefur smátt og smátl
verið að fjölga verslunum. „Okkar
stærsta verslun er í Skeifunni en við
erum einnig í Smáralind. Svo er
verslun frá okkur á Akureyri,
ísafirði og á Egilsstöðum og nú hér
í Eyjum.“
Aðspurður hvers vegna Office I
hafi ákveðið að kaupa rekstur
Bókabúðarinnar-Pennans sagði
Einar að þeir hafi einfaldlega séð
gott tækifæri til að koma hér inn á
markaðinn. „Við teljum okkur geta
veitt Eyjamönnum góða þjónustu
og boðið sama verð og í öllum öðr-
um verslunum okkar. Við auglýsum
okkur ávallt ódýrari og stöndum við
það.“
Verslanirnar eru allar keimlíkar í
grunnþjónustu. það er boðið upp á
skrifstofuvörur í miklu úrvali en
einnig tölvur og tölvurekstrarvörur.
„Síðan erum við sterkir í skóla-
vörunt og skiptibókum þannig að
þegar sá tími kemur er mikið líf og
fjör í verslunum okkar. Til dæmis
erum við með 50 manns í vinnu í
Skeifunni þegar skiptibókamark-
aðurinn fer af stað en að jafnaði
starfa sex f versluninni."
Einar sagði þó hverja verslun hafa
sín séreinkenni þó grunnþjónustan
sé sú sama. „Hér í Eyjum ætlum við
til að mynda að halda áfram með
tónlist, bækur og afþreyingu en við
erum ekki að selja mikið af því í
öðrum verslunum okkar."
Hann sagði að verslunin myndi
taka breytingum en halda sínum
séreinkennum. „Fram að helgi
ætlum við að vera með rýming-
arsölu og vera nieð 50% afslátt af
öllum vörum f búðinni og síðan í
framhaldinu munu öll góðu tilboðin
sem við erum með í verslunum
okkar í Reykjavík endurspeglast hér
í Eyjum."
Reksturinn leggst vel í Einar. Hann
telur að þeir geti veitt þessum rúm-
lega fjögur þúsund íbúum hér góða
þjónustu. „Við munum taka hér eitt
skref í einu og næsta skref er að
finna hér góðan heimamann til að
taka að sér verslunarstjórastöðuna
og munum við auglýsa það starf
fijótlega."
tltgBfandi: Kyjasýn Hil'. tHIWIR-tl.'ittl - W-stinaiiiiiicyjiini. Hitstjóri: Oiiuir (iimliiisson.
Bladamenn: Siguisvcinii Þóltliusmi, (iiulbjiirj;Si*<nr<<(‘ii-sdóttir. Iþróttir: .liilius liignsoii.
ÁbjTgðarmenn: Oilinr (iiiúlnrsson & (lisli Vnltvssoii.
Prentvinna: Kyjnsrn Ivy jupii'iit. Vpstiiiniiiiiiryjiiiii, Aðsetur ritstjómar: Stinndvegi 4i.
Símar: 4HI I:!()() A 4KI :):)l(). Myndriti: 4HI- l:*!):j. Netfang/rafpóstur:
fivttiiýdoyjnli’cttii.is. Voffang: littp www.oyjnfivttir.is
FRÉTl'LH koiiui út nllii luiiiiitiidiign. Bladid or solt i áskril't og ciiiuig i lniisnsölii :i
Klotti, Tvistiiium, To|i|iiiiiin, Vöruval, Horjólfi, Þ1 ugliafiiarvoissluniiini, Kniniiniii,
ísjakanuiii, Bónusvidoó, voi'slun I l-ll, Skýlinu i Fridarliöl'u og i .lolla i llafiiarfirdi
og afgiriifslu llojnilfs i Þorláksliöfn. FRÉ'iTLK oru |iroiitadar í '.‘(HH) eintökuni.
FRÉTi'LK oru adilnr ad Samtökiim Un'jar- og lióiudsfróttalilada. Iíftir|iivntuii,
liljÍKlritun, notkiin Ijiismymla ogimiiiid or ólioimilt iioina lioimilda sógotid.