Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Blaðsíða 20
—> r \ \ \ \j I X ' — O f \ oo *-> K_J Æ o —T" v Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 Um 30 manns mættu í Kaffi Kró á fimmtudagskvöldið og skemmtu sér vel undir fyrirlestri Sigurgeirs Jónssonar um viðurnefni í Vestmannaeyjum. Skipalyftan: Lengingu lokið á Frá VE Fyrirmyndar vinnubrögð -segir Óskar Þórarinsson útgerðarmaður Einu stærsta verkefni síðustu ára í Skipalyftunni er nú að ljúka en það er lenging á Frá VE unt þrjá metra ásamt ýmsu öðru sem lagfært var í leiðinni. Stefán Jónsson, verkstjóri Skipalyftunnar, sagði að ásamt lengingunni hafi lestin algjörlega verið endurnýjuð. „Hún var klædd að innan með vatnsheldum spóna- plötum og settar nýjar karafest- ingar. Þá var lagað til á milli- dekkinu og bætt við tveimur klef- um. Eins var sett í skipið slökkvikerfi og skipið sandblásið að hluta.“ Byrjað var að vinna í Frá VE seint í október og hefur verkefnið því tekið tæpt hálft ár. Stefán segir verkefnið hafa verið stórt en menn séu ánægðir með útkomuna. „Þetta er stærsta einstaka verkefni okkar síðustu ár en það hefur dregist saman í þessu eins og öllu öðru f þessum iðnaði síðustu ár. Líkt og ég hef sagt hundrað sinnum áður þá komum við alltaf að þessum vanda- málum. Skipin eru að stækka og við ráðum ekki lengur við þau verkefni sem eru í boði en menn virðast engan áhuga hafa á að laga það.“ Hann segir verkefnaástandið hafa verið gott síðustu misseri en lítið sé framundan. „Það er ekkert bjart framundan en við verðum að halda áfram að reyna, bjóða í verk uppi á landi og reyna að útvega verkefni út um allt land,“ sagði Stefán og bætti við að hann hafi verið mjög ánægður með öll vinnubrögð starfs- manna sinna, þau hafi verið til fyrirmyndar. Gott kaffi þarna niður frá Óskar Þórarinsson, útgerðarmaður Frás VE, sagði að eftir breyting- arnar tæki lestin þrjátíu körum meira en áður og hún hafi öll verið tekin í gegn auk fleiri lagfæringa. Frár VE var smíðaður árið 1977 í Skotlandi en fór í yfirbyggingu árið 1993 í Skipalyftunni. „Það má kannski segja að þeir haldi áfram því vérki sem þeir hófu þá. Mér fannst eiginlega ágætt að þeir klár- uðu verkið og svo er lfka alveg ágætt kaffi þama niður frá.“ Óskar segir vinnubrögðin hafa verið til fyrirmyndar. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og það er sómi að þessu.“ Smávægilegar tafir urðu við sandblástur á skipinu en það var vegna veðurs. Óskar segir það einu tafimar og ekki hafi ráðist við það. Aðspurður hvort hann hafi ekki íhugað að sigla utan í skipa- smíðastöðvar, líkt og margir útgerðarmenn á Islandi gera sagðist hann ekki hafa viljað það. „Nei, ég sá það bara í hendi mér. Þeir í Skipalyftunni voru í svipuðum flokki, það munar ekki það miklu og svo skapar þetta atvinnu. Þannig að þetta var ekkert til að tala um,“ sagði Óskar og bætti við að kannski vantaði bara þennan stórkapítalisma í sig. „Þeir hafa unnið þetta vel, það er hörkulið þarna niður frá. Við vorum búnir að kynna okkur það þannig að við vissum alveg að þeir myndu standa sig. Svo verður bara að koma í ljós hvort hann fljóti ekki í prufusiglingunni," sagði Óskar. FRÁR er öflugra og afkastameira skip eftir breytingarnar. pANcy r Snyrtistofa A verslun Skólavegi 6 s. 481-3330 Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 VIKUTILBOÐ 9. -15. mars Elitesse bitar verd nú kr 199,- verá óður kr 258,< Grand Orange helgarsteik verð nú kr/kg 1299,- verð óður kr/kg 1668,- SS smurkæfa 200g verð nú kr 169,- verð óður kr 230,- Kjúklingastubbar verð nú kr 539,- verð óður kr 690,- Reykt folaldakjöt verð nú kr/kg 469,- verð áður kr/kg 598,- Munið heita matinn í hádeginu $ vörnt á tilbóöil

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.