Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Síða 7
Fréttir / Fimmtudagur 9. mars 2006
7
Um 200 manns sóttu fund Siglingastofnunar í Höllinni á föstudaginn.
Gísli Viggósson hjá Siglingastofnun sagði að fundurinn hefði verið málefnalegu:
Ekki staöiö við samning um dýptarmælingar
Siglingastofnun var með kynningar-
fund um ferjuhöfn í Bakkafjöru sl.
föstudag þar sem Gísli Viggóson
kynnti niðurstöður rannsókna og
skýrslu sem tekin hefur verið saman
um þær.
Hann var fyrst spurður út í fundinn
sem hann sagði hafa verið málefna-
legan og góðan. „Ég upplifði þetta
sem góðan fund og við fengum
margar málefnalegar spurningar frá
fundarmönnum. Flestum þeirra
gátum við svarað en það verða aðrir
að svara til um sandfok uppi á landi.
Það er eitthvað sem snýr að Land-
græðslunni og við teljum að það
eigi ekki að vera vandmál. I þessum
áfanga erum við fyrst og fremst að
athuga hversu raunhæfar þessar
tillögur eru.“
Gísli var spurður út í dýptarmæl-
ingar við sandinn og hann svaraði
því þannig til að gerður hafi verið
samningur við Vestmannaeyjahöfn
um 15 dýptarmælingar á árunum
2002 til 2006. „Það eru bara komnar
fjórar mælingar og það er ákveðið
vandamál sem fylgir því þar sem
rannsóknir byggja mikið á þessum
mælingum. Þetta verkefni snýst um
það að lesa náttúruna og þess vegna
var þetta lagt svona upp, þ.e. 15
mælingar 2002 til 2006. Ég hef
engar skýringar á því hvers vegna
fleiri mælingar hafa ekki verið
gerðar en þær miðast við stöðuna
sumar, vor og haust en út frá þeim
er hægt að sjá hvernig efnisburður
er við ströndina sumar og vetur. Ég
hef verið að óska eftir þessum
mælingum og hef, eins og ég sagði
áðan, engar skýringar á því hvers
vegna þær hafa ekki verið gerðar
enn.“
Lóðsinn fór í vettvangsferð á föstu-
dag, kom þér eitthvað á óvart í
þeirri ferð?
„Það sem kom mér á óvart var
hversu grunnt var á rifið og þess
vegna þarf að mæla. Að öðru leyti
hefur þetta verkefni gengið vel.“
Þegar Gísli er spurður út í öldu-
mælingar og efasemdir manna um
þær segir hann að öldumælingar
hafi verið gerðar víðs vegar um
landið í áratugi. „Ég hef starfað við
þetta í þrjátíu ár og það hefur
cnginn efast upp áreiðanleika þeirra
fyrr.
Við höfum verið með þrjú dufl
þama, skipt út eins og þörf er á, og
það kemur ekki til að þau séu öll að
skila röngunt upplýsingum. Eins og
kemur fram í skýrslunni okkar þá
hefur Sigurbjörn Guðmundsson,
skipstjóri, siglt á þessari slóð í mörg
ár og þar er haft eftir honum að
sjólag batnaði þegar hann nálgaðist
duflið,“ sagði Gísli og ítrekaði að
fundurinn hefði verið málefnalegur
og að það væri ekki nema eðlilegt
að menn spyrðu út í atriði sem
tengdust þessum rannsóknum.
Bergur Elías Agústsson bæjarstjóri:
Stutt vegalengd á góðu skipi
BERGUR: Þarf að rannsaka enn frekar.
HÖRÐUR segir að það þurfi að skoða alla kosti.
Formaður hafnarstjórnar:
Erfitt að meta þetta
við toppaðstæður
Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
kvaðst mjög ánægður með kynn-
ingarfund Siglingastofnunnar á
föstudaginn.
„Ég held að þetta hafi farið mjög
vel fram. Bæjarbúum var gerð
grein fyrir þeirri vinnu sem hefur
staðið frá árinu 2000 og ég var
mjög ánægður með þær spurningar
sem fram komu á fundinum. Þær
voru málefnalegar og þarna komu
fram atriði sem þarf að skoða
betur. Til dæmis varðandi
aðgengið, hvemig sandurinn verður
græddur upp, stærð skipsins og
frátafirnar. Þetta em atriði sem
mönnum lágu á hjarta og ég ræddi
við Gísla Viggósson verkfræðing
eftir fundinn og hann var mjög
ánægður með margar af þeim
ábendingum sem komu fram. Sagði
að menn hjá Siglingastofnun
myndu vinna í þeim á næstunni.“
Bergur sagði að ferðin upp í
Bakkafjöru með Lóðsinum hafi
verið afskaplega skemmtileg. „Mér
fannst þetta mjög svo spennandi og
það kom mér eiginlega mest á
óvart hvað þetta er stutt ferðalag
þama upp eftir. Þetta er engin
vegalengd á almennilegu skipi."
Hann sagði þó umhverfið skiljan-
lega vera mjög hrátt. „Það á nú,
eins og sagt var, mikið eftir að
breytast ef af þessu verður. Það
verða reistir vamargarðar, sand-
urinn verður græddur upp og fleira
sem þarf að gera. Meginmálið
snýst um siglinguna þarna inn,
sjálfa rennuna inn að ferjulæginu.
Þar sem er grynnst og þar sem
brýtur. Þetta þarf að rannsaka enn
frekar. Meginniðurstaðan er sú að
áframhaldandi rannsóknir munu
styrkja núverandi niðurstöður að
mati sérfræðinganna. Það á ekki að
vera vandamál að reisa ferjuhöfn í
Bakkafjöru,“ sagði Bergur og bætti
við að þetta væri svipað og í
Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði og í
Grindavík. „Grynningamar tak-
marka stærðina á skipinu sem
þarna mun sigla. Það skip sem mun
sigla, ef af þessu verður, þarf ein-
faldlega að vera það öflugt að það
ráði við toppanna í okkar
samgöngum. Til dæmis þjóðhátíð."
Hann sagði jafnframt brýnt að í
framhaldinu verði metin áhrif
Bakkafjöru á samfélagið í heild
sinni. „Auðvitað eru skiptar
skoðanir um þennan valkost sem
aðra en mér finnst hann mjög
áhugaverður að því leyti að ferða-
tíðnin verður meiri og ég tel að
þessi leið geri það auðveldara fyrir
ferðamenn, innlenda sem erlenda
að sækja okkur heim.“ Aðspurður
hvort Bakkafjara eigi að vera okkar
fyrsti valkostur í bættum
samgöngum vildi Bergur ekki segja
af eða á. „Eigum við ekki að láta
nefndina, sem ég á sæti í ásamt
fleirum, skila af sér áður en því
verður svarað," sagði Bergur að
lokum og bætti við að nefndin
stefndi á fund í næstu viku.
Hörður Þórðarson, formaður
hafnarstjórar, sagðist að mörgu leyti
vera ánægður með kynningu
Siglingastofnunar fyrir helgi.
„Það sem kom mér mest á óvart
var hvað hönnunin gengur út frá
litlu skipi og hversu óljóst er hvaða
möguleikar eru á stærra skipi.“
Hörður var einn fjölmarga sem
fóru ferðina með Lóðsinum upp að
Bakkafjöru og sagði hann aðstæður
ekkert hafa komið sér á óvart.
„Enda var veðrið eins og best verður
á kosið og erfitt að meta þetta nema
sjá við erfiðari aðstæður."
Hörður sagðist þó enn vera hæfi-
lega bjartsýnn á þessa lausn. Að-
spurður um hugsanlega aðkomu
Vestmannaeyjahafnar að höfninni í
Bakkafjöru sagði Hörður að líklega
yrði hún rekin af Rangárþingi -
Eystra. „Kannski yrði það í hafnar-
samlagi við Vestmannaeyjahöfn ef
vilji er fyrir því.“
Hörður sagði að lokum að það
þyrfti að fullskoða alla kosti sem
bætt geta samgöngur við Vest-
mannaeyjar. „Hvort sem það er
Bakkafjara eða eitthvað annað og
það þarf að skoða þetta mál allt
saman mjög hratt og örugglega."