Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Síða 8
8
Ffgttir / Fimmtudagur 9. mars 2006
A loðnunni margt að þakka
-segir Japaninn Hiroshi Kawasaki sem er að ljúka sinni síðustu loðnuvertíð í
Vestmannaeyjum en hingað kom hann fyrst 1978
Hann heitir Hiroshi Kawasaki,
54 ára Japani sem hefur
komið til Eyja nærfellt á hverj-
um vetri frá árinu 1978.
Lágvaxinn, kurteis og bros-
mildur eins og svo margir
landar hans. Starfsfélagar
hans í Isfélaginu hafa kallað
hann „King of the Capelin
Row," sem gæti útlagst
Konungur loðnuhrognanna.
Og er réttnefni því að í 28 ár
hefur hann komið hingað til
að fylgjast með að allt fari
eftir settum reglum í loðnu-
frystingunni og hrogna-
kreistingunni. En nú er
Hiroshi Kawasaki á leiðinni
að setjast í helgan stein, þessi
ferð hans til Eyja var sú síð-
asta og í tilefni þess spjallaði
Sigurgeir við hann.
Nafnið þitt, Kawasaki, lœtur
afskaplega kunnuglega í eyrum.
Ert jni eitthvað tengdur þessum
frœgu mótorhjólaframleiðendum ?
„Nei, ég tengist þeim ekki á neinn
hátt. Þetta er nokkuð algengt nafn
í Japan og merkir árstraumur eða
áryfirborð. Það eru fleiri japönsk
nöfn sem íslendingar kannast vel
við, t.d. eru bæði Suzuki og Honda
algeng mannanöfn í Japan.“
Hefur komið 26 sinnum til
Vestmannaeyja
/ hverju J’elst þitt starf?
„Ég hef komið til Eyja á nær
hverri loðnuvertíð í 28 ár og dvalið
hér í u.þ.b. mánuð. Alls 26 sinnum
þannig að tveimur árum hef ég
sleppl. Mitt starf felst aðallega í
því að lylgjast með ferskleika
loðnunnar sem fer í frystingu á
Japansmarkað og svo með hrogna-
vinnslunni. Það er hrygnan sem
við erum að sækjast eftir. Aður
fyrr, þegar loðnan var öll hand-
flokkuð, var nær 100% hrygna í
hverri öskju. Nú fer flokkunin
fram í vélum og þá slæðist alltaf
eitthvað með af hæng og hlutfallið
er núna um 80% af hrygnu."
Þú ert að hœtta störfum, aðeins 54
ára gamall. Af hverju?
„í Japan er mjög algengt að fólk
hætti að vinna um sextugt. Meðal-
lífslíkur í Japan eru um 77 ára
aldurinn. Sem þýðir að ég gæti
lifað eitlhvað fram yfir áttrætt og
eins kvatt þetta líf um sjötugt. Éf
ég héldi áfram til sextugs, ætti ég
því jafnvel ekki nema tíu ár eftir til
að njóta lífsins. Ég ákvað því að
hætta núna og gera eitthvað af því
sem mig hefur alltaf langað til.“
Þá væri verðið mun hærra
Hvernig matreiða Japanir loðnu?
„Við flytjum hana inn frysta,
bæði frá Islandi og Kanada. Is-
lenska loðnan er bragðmeiri en sú
kanadíska og þvf höfum við lagt
meiri áherslu á að kaupa íslenska
loðnu. Svo fer hún í vinnslu, þar
sem hún er þurrkuð á sérstökum
grindum og stærðarflokkuð. Síðan
er hún seld á markaði. Oftast nær
er hún matreidd með því að steikja
hana yfir eldi. Það er ekki algengt
að hún sé elduð f heimahúsum en á
veitingahúsum er hún víða á mat-
seðli. Og loðna er ekki dýr matur.
Neysla hennar hefur aukist á
undanförnum árum enda hafa
japönsk sljórnvöld hvatt til auk-
| mm
KAWASAKI á spjalli við Hörð Óskarsson í ísfélaginu og Sigurgeir Jónsson.
Myndir Sigurgeir Jónassott.
.........
L® 3D ISFÉLAG VESTMANNAHJA HF
innar fiskneyslu."
Nú gekk sú þjóðsaga lengi vel á
Islandi að Japanir vœnt sólgnir í
loðnu vegna þess að neysla hennar
yki mjög kynorku þeirra. Er það
rétt?
Nú brosir Kawasaki sínu breið-
asta. „Það held ég ekki. Ég kann-
ast alla vega ekki við það. Ef sú
væri raunin. þá hefði verðið líka
rokið upp úr öllu valdi. En verð á
loðnu er ennþá mjög hóflegt sem
bendir til þess að þetta eigi ekki
við rök að styðjast."
Hvernig hefur þér líkað dvölin í
Eyjum ?
„Vel að flestu Ieyti. Fólkið hér er
mjög vingjarnlegt og hér er allt
mjög öruggt, engir glæpir, engin
vandamál. Sundlaugin er mjög
góð og Hótel Þórshamar gott hótel.
Éyrstu árin var ekkert hótel í
Eyjum og þá bjó ég á verbúðunum
í Vinnslustöðinni þar sem var fullt
af erlendu verkafólki. Það var allt í
lagi en þetta er betra núna. Það
hefur verið erfiðast að venjast
matnum. Hann er mjög frábrugð-
inn því sem er í Japan. Við
komum alltaf með talsvert af mat
með okkur og fáum að nota eld-
húsið í kjallaranum hérna á
hótelinu. Nei, fslenski maturinn á
ekki við mig. Nema hvalkjötið,
það er gott. Og svo loðnan.
Islendingar eiga loðnunni margt að
þakka. Eg á líka loðnunni margt
að þakka. Ég man að sent ungur
maður var ég eitt sinn að skoða
landakort, bar saman ísland og
Japan og vegalengdina á milli;
hugsaði hvort ég myndi einhvern
ti'ma geta ferðast þangað. Það átti
heldur betur eftir að rætast. Og allt
loðnunni að þakka.“
Margt líkt með japönum
og íslendingum
Hvað finnst þér hafa breyst mest á
þessum 28 árum ?
„Ætli það tengist ekki áfenginu.
Það gat verið mjög erfitt að fá
áfengi áður fyrr, t.d. bjór sem var
bannaður. Núna er þetta allt öðru
KAWASAKI fékk þetta verk Jóa listó að skilnaði. Það lýsir vel starfi hans og tengslum við Eyjar. vísi og opnara á allan hátt.