Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Page 11
Fréttir / Fimmtudagur 9. inars 2006 11 frænka hennar Lindu í bæ hér nærri síðastliðið haust. Síðast en ekki síst ætlar mamma að flytja hingað út til náms næsta haust en hún er búin að fá árs námsleyfi frá vinnu. Það má því með sanni segja að við séum ekki á flæðiskeri stödd með svona eðalfólk í kringum okkur. Það eru vissulega algjör for- réttindi þegar maður býr svona erlendis að hafa þessa nánu ætt- ingja og vini í kringum sig því fjar- lægðin við Island gerir það óneit- anlega að verkum að við kynnumsl þeim með öðrum hætti og jafnvel tengjumst nánari böndum. Það er um að gera að nýta slíkt til hins ýtrasta. Baldvin gaf tóninn Hvað er Linda að fást við? -Linda ákvað að setjast á skólabekk aftur eftir að hafa unnið sem húsamálari og þolfimi-leiðbeinandi í nokkum tíma. Haustið sem við fluttum hingað út byrjaði hún því í þriggja og hálfs árs BA námi í næringar- og heilsufræði. I augna- blikinu er hún í fæðingarorlofi en heldur svo áfram í náminu næsta haust. Hvers vegna sálfrœði? -Það var nú engin ein ákveðin ástæða fyrir því að sálfræði varð fyrir valinu en ég man þó eftir því að áhuginn fyrir faginu kviknaði þegar ég bjó einn vetur í Þýska- landi. Þar grúskaði ég talsvert í bókum og meðal annars las ég inn- gangsbók um sálfræði sem leiddi til þess að þegar heim kom tók ég einn valáfanga í sálfræði hjá Bald- vin Kristjánssyni í Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum. Blanda af skemmtilegu námsefni og einstökum frásagnarhæftleikum Baldvins urðu til þess að ég ákvað að prufa sálfræði við Háskóla Islands nokkrum árum síðar. Þar sem það er ekki óalgengt að fyrstu árin í grunnnámi við háskóla séu þurr og óáhugaverð hafði ég engar sérstakar væntingar í fyrstu. Mér kom á óvart að fyrsta önnin var mjög áhugaverð og enn þann dag í dag er áhuginn til staðar og því er ég enn að grúska í þessu. Hvað er svona heillandi við sál- fræðina? -I fyrsta lagi er sálfræði svakalega vítt fag og því ótal möguleikar innan hennar. I mínu tilfelli hef ég alltaf haft mikinn áhuga á mann- legri hegðun í allri sinni mynd. Hin síðari ár hefur athygli mín enn frekar beinst að því sem kalla má afbrigðilega hegðun mannsins og því hvemig hægt sé að stýra henni til betri vegar meðal annars í formi sál fræði meðferðar. Lokaverkefnið vakti athygli Mínar heimildir herma að þúfáir styrk til að fara í doktorsnám. Ef svo er hvenœr byrjar þú og hvað áœtlar þú langan tíma í námið? -Þar sem hluti af sálfræðináminu hér úti felst í starfsþjálfun, hóf ég mína þjálfun á geðsjúkrahúsinu í Arósum fyrir einu og hálfu ári. Þar vann ég aðallega á deild sem sérhæfir sig í meðferð á hinum ýmsu kvfðaröskunum. A meðan á þessari starfsþjálfun stóð hóf ég í samvinnu við geðlækni deildarinnar að undirbúa rannsókn á ákveðnum hópi sjúk- linga okkar. Þegar starfsnáminu lauk leiddi það til þess að ég var ráðinn í hlutastarf á deildinni til þess að vinna áfram að þessari rannsókn. Allt síðastliðið ár vann ég því samhliða náminu á þessari geðdeild og nýtti ég jafnframt tækifærið og skrifaði masters- ritgerðina mína út frá rannsókn okkar. Þegar ég útskrifaðist svo loks í janúar síðastliðinn var mér boðið fullt starf sem klínískur Árlegir stórviðburðir eins og Þjóðhátíð, Gos- lokahátíð, Hippahátíð, Lundaball ásamt öðru tilfallandi eru vitnis- burður um lífsglaða og samheldna íbúa Vestmannaeyja. Þetta eru aðeins örfáar staðreyndir um allt það jákvæða í Eyjurn. Það er þó ekki ætlun mín að mála óraunhæfa og rómantíska mynd af Vestmannaeyjum því eðlilega, eins og alls staðar annars staðar, eru hlutir sem ekki eru eins jákvæðir og ofan- taldar staðreyndir. sálfræðingur á deildinni þar sem ég vinn um þessar mundir við greiningu og meðferð kvíða- og þunglyndissjúklinga. Þar sem lokaverkefni mitt hefur vakið talsverða eftirtekt hef ég jafnframt verið hvattur til að hefja doktorsnám við Árósaháskóla og nýta rannsókn okkar sem doktors- verkefni. Ef allt gengur eftir fæ ég frá og með næsta hausti styrk til þriggja ára doktorsnáms sem ég stefni á að taka samhliða vinnunni á sjúkrahúsinu. Þetta gæti orðið góð blanda af rannsóknarvinnu og klínískri vinnu og því er ég mjög spenntur fyrir þessu. Að verða færari til að hjálpa Hvað ætlar þú að vinna við ífram- tíðinni og hvar fmnst þér líklegast að þið komið til með að búa? -Ég er mjög ánægður með núver- andi vinnu en ég er ungur og á margt eftir ólært ennþá. Ég reyni eftir minni bestu getu að læra af mér reyndara fólki en mín per- fólki og Eyjarnar geta. Íþróttalífið í Eyjum er til að mynda stórglæsi- legt með fjögur lið í efstu deild meistaraflokks í handbolta og fót- bolta. Nú nýlega voru krakkar í ftmleikafélaginu Rán að sýna frábæran árangur sem og Skákfélag Vestmannaeyja og ekki má gleyma að tvö af stærstu íþróttamótum æskunnar á Islandi fara fram í Eyjum á ári hverju og svo má lengi telja. Árlegir stórviðburðir eins og Þjóðhátíð, Goslokahátíð, Hippa- hátíð, Lundaball ásamt öðru tilfall- andi eru vitnisburður um lífsglaða og samheldna íbúa Vestmannaeyja. Þetta eru aðeins örfáar staðreyndir um allt það jákvæða í Eyjum. Það er þó ekki ætlun mín að mála óraunhæfa og rómantíska mynd af Vestmannaeyjum því eðlilega, eins og alls staðar annars staðar, eru hlutir sem ekki eru eins jákvæðir og ofantaldar staðreyndir. Skólamálin, uppsagnir, pólitíkin, Hallarmálið og nú síðast knatt- spyrnuhúsið eru mál sem kannski eðlilega hafa tekið mikið pláss í fréttamiðlum og í hugum bæjarbúa upp á síðkastið enda flest mikilvæg mál. Þetta eru erfið mál sem krelj- ast umræðu en mikilvægt er að sú umræða sé uppbyggileg og byggi á skilningi og virðingu fyrir sjónar- miðum annarra. Þá er ég ósjálfrátt kominn að síðari flokknum, þ.e. umræðunni í Eyjum. Mér persónu- lega þykir umræðan í Eyjum ekki hafa byggt á þessum þáttum sem ég nefni hér að ofan, þvert á móti frnnst mér umræðan að stórum hluta hafa byggst á ómálefnalegum flutningi, vanvirðingu og í mörgum tilfellum hreinlega einkennast af ófaglegum vinnubrögðum. Því miður er það þessi umræða og afleiðingar hennar frekar en hið raunverulega ástand og möguleikar Vestmannaeyja sem er meira áberandi að minnsta kosti fyrir okkur sem stöndum á hliðarlínunni. Gleymum því ekki að það erunt við sjálf sem sköpum ímynd Vest- mannaeyja út á við og þvf er tíma- bært að við förum að haga okkur eins og ábyrgir, fullorðnir einstak- sónulegu og faglegu markmið eru tvíþætt. Annars vegar stefni ég á að verða betri og reyndari meðferðar- aðili til að geta betur aðstoðað fólk í baráttunni við þau vandamál sem það á við að glíma. Hins vegar stefni ég í gegnum rannsóknir mínar á að auka skilning á eðli geðraskana. Það er alkunn staðreynd að þeim mun meira sem við vitum um eðli geðraskana þeim mun betur erum við í stakk búin til að meðhöndla fólk sem þjáist af þeim. Framtíðarbúseta verður á stað sem best uppfyllir eftirfarandi skil- yrði í þessari forgangsröðun; velferð og vellíðan fjölskyldunnar og áhugaverða atvinnu fyrir okkur Lindu. Vestmannaeyjar Þið eruð bæði ættuðfrá Eyjum, jS’lgist þið með og gœtuð þið hugsað ykkur að koma aftur hingað? -Að sjálfsögðu fylgjumst við með því sem er að gerast í Eyjum og vissulega getum við hugsað okkur að koma aftur þangað. Staðan í dag er þó þannig að hér úti líður fjöl- skyldunni vel ásamt því að við erum með fullt af spennandi verkefnum í gangi. Þrátt fyrir að söknuðurinn vegna ættingja og vina á Islandi sé mikill þá erum við ekki tilbúin að fara héðan strax. Hvort það verður auðveldara eða erfiðara að fara héðan þegar fram líða stundir verður tíminn einn að leiða í Ijós. Hvernig metur þú ástandið og umrœðuna íEyjum? -Fyrir það fyrsta vil ég taka það fram að ég get aðeins gefið álit mitt út frá þeim upplýsingum sem ég hef aðgang að á þessari stundu sem að mestu leyti eru frá frétta- miðlum eyjanna. Ég vil leyfa mér að aðgreina á milli annars vegar ástandsins og hins vegar umræð- unnar í Eyjum. Ef við byrjum á ástandinu í Eyjum þá eru á heimsvísu ekki mörg bæjarfélög af þessari stærðargráðu sem geta stát- að af eins hæfileikaríku og drífandi lingar þegar kemur að umræðunni um Eyjarnar. Gildir einu hvort við erum almennir bæjarbúar eða forsvarsmenn bæjarins. Tækifærin liggja I fólkinu Sérð þú einhver tœkifœri hér í Eyjum sem eru ónýtt? -Tækifærin liggja í fólkinu sem byggir Eyjarnar og því verður hver og einn að líta í eigin barm og fínna það hjá sjálfum sér hvað hann eða hún ætlar sér að fá út úr líftnu og hvemig á að framkvæma það. Þar á eftir er mikilvægt að fólk reyni að standa saman við skipulagningu og framkvæmdir á hugmynd einstaklingsins, alveg óháð því við hvaða flokk viðkom- andi er kenndur. Hvernig sérð þú framtíð Eyjanna fyrirþér? -Heimaklettur verður þarna áfram það er það eina sem ég get verið viss um, allt annað veltur á íbúunum og samstöðu þeirra á milli. Nú eru mjög margir að flytjast á höfuðborgarsvæðið, heldur þú að það eigi eftir að breytast? -Það er staðreynd að menntastig þjóðfélagsins fer hækkandi og á meðan fólk þarf að sækja nám á háskólastigi til fastalandsins mun straumur ungs fólks frá Eyjum halda áfram. Það er að mínu mati tvennt sem getur minnkað þann straum, annars vegar að boðið verði upp á frekara háskólanám í Eyjum eða hins vegar með því að stuðla að því að Eyjarnar verði áfram eftirsóttur búsetustaður fyrir ungt fólk að loknu námi. Þetta krefst vissulega meiri fjölbreytni í atvinnulífinu og betri samgangna en við megum samt ekki vanmeta þá hluti sem snúa að velferð og andlegri og líkamlegri vellíðan tjölskyldunnar sem fjölskyldufólk leitar ekki síður eftir þegar það velur sér búsetustað. Cuðbjörg Sigurgeirsdóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.