Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Qupperneq 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 9. mars 2006 Draumurinn að vera með dáta Árshátíð Hamarsskóla er toppurinn á þemaviku þar sem stríðsárin í Vestmannaeyjum voru í brennidepli. Nemendur unnu í hópastarfí á þemadögum og til dæmis tók unglinga- aðstaðan á sig nýjan búning en þar málaði myndlistarhópurinn myndir sem minna á stríðsárin. Þær eru svo flottar að hver listamaður gæti verið stoltur af þeim. Lciklistar- og tónlistarhópur vann að undirbúningi skemmtidagskrár fyrir sjálft árshátíðarkvöldið og matreiðsluhópur sá um árshátíðarmatinn. Margir aðrir hópar voru að störfum þessa daga og unnu allir, á einn cða annan hátt, að sama viðfangscfni sem voru stríðsárin í Vestmannaeyjuni. Allir nemendur voru í sínu fínasta pússi og skemmtilcgt að sjá hvað krakkarnir voru glæsilcgir. Kræsingarnar sem matreiðsluhópurinn hauð upp á, voru ekki af verri endanum, bayonneskinka með brúnuðum kartöflum, salati og sósu í aðalrctt og brúnkaka með ís í eftirrétt. Eftir að borðhaldi lauk hófst skemmtidagskrá á sal skólans. Er skemmst frá því að segja að hún tókst frábærlega vel. Nemendur njóta aðstoðar fagfólks við undirbúning árshátíðar s.s. í lciklist og tónlist og það skilaði sér svo sannarlega. Skólinn státar af tvcimur hljómsveitum sem báðar stigu á stokk og tókst mjög vel upp. Tónlist frá stríðsárunum í hland við nýja hljómaði um salinn, tónlistin var vel útfærð og nemendur og kennarar kunnu svo sann- arlega að meta það sem flutt var. Því næst var tískusýning þar sem tískusýningarhópurinn sýndi tískuna frá stríðsárunum. Það var mjög skemmtilegt að sjá straumana sem þá ríktu og þó svo að tískan fari í hring þá er hvert tímabil einstakt. Þarna mátti sjá hvernig klæðn- aður fólks var á þcssum árum, kven- leikinn greinilcga í hávegum hafður án þess að vera ögrandi, mikiö lagt upp úr fallegum sniöum og alls konar tlottum fylgihlutum. Næst á dagskrá var leiksýning þar sem nemcndur fóru hreinlega á kostum. Ungar stúlkur komu prúðbúnar, að hætti stríðsáranna, á dansleik. Þær voru allar mjög sannfærandi í sínum hlutverkum og skemmtilegt að sjá hvernig þær báru sig að við að snyrta sig áður en haldið var í danssalinn. Á meðan á leik- sýningunni stóð spilaði hljómsveit lög frá stríðsárunum og söngkona stcig á stokk þannig að í sýningunni fléttaðist saman, tónlist og leiklist eins og á alvöru leik- sýningu sem þessi svo sannarlega var. Þá kom að þætti íslcnskra karlmanna, sem voru satt að segja ekki neitt sérstakt augnayndi. Strákarnir sem léku þá voru hreint út sagt óborganlegir í hlutverkum sínum og gerðu það svo vel að það verður lengi í minnum haft. Ekkert skrítið að amerísku strákarnir skyldu taka af þcim sénsinn, eins ömurlcga hall- ærislegir og þeir voru. Hermennirnir voru hins vegar fínpússaðir og flottir, strákarnir sem léku þá töluöu enskuna reiprennandi og voru þar af lciðandi mjög sannfærandi. Auðvitað endaði allt í áflogum á milli hermanna og Islendinga. I Ieiksýningunni, sem nemendur sömu sjálfir, kom í Ijós hvaða augum unga kynslóðin sér tímabilið sem kennt er við stríösárin. Að minnsta kosti dæmir hún ekki stúlkurnar, sem litu hcrmenn hýru auga, eins hart og samtíminn gerði, sem betur fer. í lok skemmtidagskrár voru úrslit kynnt um val á ungfrú og herra Hamarsskóla ásamt ýmsum öðrum titlum s.s. mestu gelgjunni, mestu frekjunni, mesta kropp- inum, mesta krúttinu o.s.frv. Eftir að dagskrá lauk hófst diskótek fyrir nem- endur þar sem allir skemmtu sér vel. Árshátíðin var ncmcndum, kennurum og starfsfólki Hamarsskóla sannarlega til sóma. ÞEIR áttu soldið bágt íslensku strákarnir. SNYRTINGIN þurfti að vera í lagi till að eiga sjens. HALLDORA, Erna, Ester, Jóhanna og Drífa stóðu yfir pott- STÓRSVEIT Hamarsskóla unum. AÐ sjálfsögðu voru svo allir í spariklæðum og mikið hlegið þegar leikararnir náðu hæstum hæðum. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. ÍSLENSKAR glæsimeyjar og einn dáti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.