Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - 09.03.2006, Side 16
16 Frcttir / Fimmtudasur 9. mars 2006 Fluttur með- vitundarlaus á sjúkrahús Aðfaranótt sunnudags var lögreglu tilkynnt um líkamsárás fyrir utan Lundann. Þar hafði maður verið sleginn þannig að hann féll niður tröppur og skall með höfuðið í Sigurjón Haraldsson skrifar: Glötuð tækifæri Undanfarna mánuði og ár hafa fréttamiðl- arnir í Vest- mannaeyj u m verið duglegir að koma með viðtöl við brott- flutta Vest- mannaey inga, vísindamenn, sérfræðinga o.fl. sem sífellt eru að benda á tækifæri sem Vestmannaeyjar bjóða upp á. Sjálfur hef ég bent á slíkt og reynt að fá bæjarstjórnendur til að skoða slík tækifæri. En af einhverjum ástæðum hafa bæjarstjórnendur verið einstaklega lagnir við að glu- tra niður hverju tækifærinu á fætur öðru. Hvort þetta stafar af fáfræði, heimsku, þröngsýni eða smá- borgarahætti, ætla ég ekki að leggja mat á í þessari grein. En eitt er Ijóst að þegar bæjarstjórnin hefur leitað ráða til að bæta rekstur bæjar- félagsins eða fá faglega ráðgjöf, þá hefur hún yfirleitt sótt slíka ráðgjöf yfir lækinn. Vantrú bæjarstjórnar á einstökum sérfræðifyrirtækjum í bænum lýsir vel þeim smáborgara- hætti og þröngsýni sem háir þessum blessuðum bæjarfulltrúum. Rekstur leikskóla Hjá leikskólum Vestmannaeyja- bæjar fer um 80% af rekstrarkostn- aði í laun. Því er ljóst að ef ná á fram verulegum spamaði í rekstri leikskólanna þá þarf öfluga starfs- mannastjórnun. Þessu hafa stjórn- endur bæjarins gjörsamlega brugð- ist með hugmyndum og aðgerðum varðandi starfsmannamál leik- skólanna. Það er engu hægt að kenna öðru um en vanþekkingu stjómenda bæjarfélagsins á slarfs- mannastjórnun. Vegna reglna um barnígildi verður starfsmönnum ekki fækkað nema með skerðingu á þjónustu. Með sameiningu átti að fækka stöðugildum en bæta þjón- ustuna með því að taka inn yngri árganga. Það er alveg ljóst að þessar yfir- lýsingar bæjarstjórnar afhjúpa fá- fræði þeirra um rekstur leikskóla. Af þessu mætti ráða að deildar- stjórar leikskólanna og leik- skólastjórar geri ekkert annað en að sitja á bak við skrifborð og naga blýanta. En flestir sem komið hafa nálægt leikskólarekstri vita að starf leikskólastjóra er annað og meira en að sitja fyrir aftan skrifborð. Deildarstjórar og leikskólastjórar taka virkan þátt í starfi leikskóla og því er þetta ekki svona einfalt reikn- ingsdæmi eins og bæjarfulltrúar hafa haldið farm. Sem sérfræðingur á sviði reksturs leikskóla, þá veit ég að það eru fá störf sem eru jafn ábyrgðamikil og störf leikskólakennara. Á þeim veltur hvernig tekst með uppeldi og uppvöxt mikilvægustu ára í lífi hvers barns. Því er mikilvægt ef hér eiga að alast upp hæfdeikaríkir og vel gerðir einstaklingar, þá er mikil- vægt að þessu tímabili í uppeldi barna sé einstaklega vel sinnt. Eins og segir; lengi býr að fyrstu gerð, þar sem gott þroskaumhverfi barns á fyrstu æviárum þess skilar hæfari einstaklingum út í lífið seinna meir. Að sækja allt yfir lækinn I Vestmannaeyjum er starfandi ráðgjafarfyrirtæki sem hefur yfir að ráða starfsmönnum og tengslaneti sem hafa m.a. margra ára reynslu í rekstri leikskóla, þróun þjónus- tustjórnunar innan leikskóla og hefur m.a. unnið þarfagreiningu fyrir leikskóla Reykjavíkurborgar þar sem um er að ræða stærstu rekstrar- og þjónustueiningu fyrir leikskóla á landinu. Þrátt fyrir það hafa bæjarstjórn- endur ekki sýnt fyrirtækinu minnsta áhuga eða sótt ráðgjöf til þess. Þetta er eitt af mörgum dæmum um það að þessir ágætu bæjarstjóm- endur passa sig á því að vera ekkert að styðja of mikið við bakið á fyrirtækjum hér í bæ, heldur sækja þjónustuna til fyrirtækja sem greiða skatta og eru með starfsmenn í öðrum sveitarfélögum. Það skal engan undra að fyrirtæki eða ein- staklingar hafi ekki áhuga á að skapa ný störf hér í Eyjum, þegar bæjarfélagið sjálft gerir í því að láta sinn eigin garð fara í órækt og kaupa frekar uppskeruna frá öðrum sveitarfélögum. Einn af hornsteinum að samkeppn- isstöðu fyrirtækja eru þættir í starfs- umhverfi þeirra, og þar kemur inn þessi þáttur bæjarfélagsins. En ef slíkt starfsumhverfi er í órækt og jafnvel fjandsamlegt viðkomandi fyrirtækjum, þá leita fyrirtæki með aðstöðu til þeirra sveitarfélaga sem hafa ræktað slíkt starfsumhverfi. Hér er sem sagt meginvandamál bæjarfélagsins, sem eru áhugalausir bæjarfulltrúar sem vinna gegn heildarhagsmunum bæjarbúa og grafa undan möguleikum á fjöl- breyttari atvinnustarfsemi. stéttina. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús þar sem hann var færður undir læknis- hendur. Ekki liggur alveg ljóst fyr- ir hver aðdragandi líkamsárásar- innar var, en málið er í rannsókn. Á fimmtudaginn var lögreglu tilkynnt um skemmdir á bifreið en ekki er vitað hvenær það gerðist. Munu skemmdir hafa verið unnar á hurðarfölsum bifreiðarinnar. Ekki er vitað hver þarna var að verki. Með hnúa- járn í far- teskinu Við hefðbundið eftirlit lögreglu með flugvellinum í Vestmannaeyjm þann 3. mars sl. var maður sem var að koma með flugi frá Bakka- flugvelli stöðvaður vegna gruns um að hann væri með fíkniefni með- ferðis. Við leit á manninum fund- ust engin fíkniefni en hins vegar fannst hnúajám sem hann kvaðst hafa búið til sjálfur. Hins vegar fylgdi ekki sögunni hvað hann ætlaði að gera við hnúajámið. Hald var lagt á járnið og má viðkomandi búast við að fá sekt vegna brota á vopnalögum. EITT af verkunum þremur sem Freyja sýnir í Kaupmannahöfn. Freyja Önundardóttir á verk á sýningunni De Nordatlantiske Öer í Kaupmannahöfn: Vestmannaeyjar í aðalhlutverki Freyja Önundardóttir er einn þeirra listamana sem tekur þátt í sýning- unni De Nordatlantiske Öer sem verður í Ráðhúsinu í Kaup- mannahöfn 11. til 28. mars. Þátttakendur em frá Islandi, Færeyjum og Grænlandi. Freyja á þrjú verk á sýningunni og svo skemmtilega vill til myndin Eyjar, eftir Freyju er á forsíðu veglegrar sýningarskrár sem gefin er út, og önnur Klettur er á stóru plakati sem dreift er um Kaupmannahöfn og er auglýsing fyrir alla sýninguna. Það er því óhætt að segja að myndirnar hennar Freyju veki mikla athygli en á sýningunni og tvær af þremur í stóru hlutverki. „Daninn Ole Koefoed, arkitekt og leikmyndahönnuður, stendur fyrir sýningunni, en árið 2004 sótti hann um að fá að halda hana í Ráð- húsinu og hefur fengið styrki til þess og aðstoð frá fyrirtækjum. Þarna verður til sýnis myndlist, hönnun og handverk frá eyjunum í Norður-Atlantshafi. Sextíu og tveir Islendingar taka þátt í sýningunni, þar af fimmtíu og átta konur, tutt- ugu Færeyingar og fjórir Græn- lendingar,“ segir Freyja þegar hún er spurð út í sýninguna. Samband íslenskra myndlistar- manna kynnti Nordatlantiske Öer fyrir íslensku myndlistarfólki og valdi myndir á sýninguna. „Eg ætlaði að vera með nýrri myndir en svo þegar ég sá titilinn á sýning- unni þá kom ekkert annað til greina en að sýna þessar Eyjamyndir. Eg sýndi og vann þessar myndir fyrir goslokahátíðina 2003 og hef ekki látið þær frá mér. Eyjar koma sterkt fram í mínum tnyndum, sjórinn, klettamir og litirnir og það er einhver sérstök tilfmning tengd Eyjum sem virkar hvetjandi. Það er auðvitað flott fyrir mig að fá myndirnar á sýningaskránna og á plakatið og það er góð auglýsing fyrir Eyjamar líka. Það verðu líka gaman að sjá hvemig myndirnar koma út í þessu flotta húsi sem Ráðhúsið er.“ Með fleiri járn 1 eidinum Freyja tekur líka þátt í sýningu í Reykjavík, nánar tiltekið í litlu galleríi á homi Lokastígs og Njarðargötu. „Þetta er beint á móti Hallgrímskirkju en sýningin er unnin út frá nánasta umhverfi gallerísins, Leifi heppna og hugmyndinni um kristni. Þetta er síðasta sýningarhelgin og það verður opið laugardag og sunnudag frá klukkan 14.00 til 17.00. Ég hef líka verið að vinna með Ijósmyndir en ég fór í margmiðlunarhönnun til þess að geta unnið með þær og koma mér upp heimasíðu, internet.is/freyjaon. Ég hef alltaf tekið mikið af myndum og mér finnst gaman að þróa þær og vinna áfram. Ég ætla svo að fara á sýninguna úti í Kaupmannahöfn þannig að það er nóg að gera,“ sagði Freyja sem lætur ekki nægja að sinna myndlistinni heldur er hún líka formaður Kvennakórs Léttsveitar Reykjavíkur. „Ég er einyrki í rnínu fagi og þetta er svolítið félagslíflð mitt,“ segir Freyja þegar hún er spurð út í kórstarfið. „Það em hundrað og tuttugu konur í kórnum og við föruni í vikuferð til Kúbu þann 17. aprfl og tökum þátt í alþjóðlegu kóramóti þar. Við erum svo mörg að það fer vél með okkur út, en með mökum, vinum og vanda- mönnum eru þetta 200 manns. Við gáfum út disk og það var gerð mynd um okkur þannig að þetta er skemmtilegt. Annars er ég líka í Eyjakór sem Hafsteinn Guð- ftnnsson stjórnar en við hittumst annan hvern fimmtudag og syngjum gömul Eyjalög og Ijóð. Ég er að rifja upp og læra þvf sumt hef ég ekki heyrt og þetta er algjör snilld." Sýningin er opin á virkum dögum kl 10-17 og á laugardögum kl. 10- 13 aðgangur ókeypis. Hægt er að lesa um sýninguna á þessari vefslóð http://www.kultunaut.dk undir kul- turnyt og udstillinger Hafið endilega samband við mig ef eitthvað er óljóst eða ef þið viljið gera meira úr þessu, þetta er merk- isviðburður fyrir mig, Islenska list og hönnun og sérstaklega ánægjulegt að Eyjarnar skuli vera í aðalhlutverki í kynningu á sýningunni. Lögreglan: Skemmdir á bifreið- um Þann 27. febrúar var lögreglu tilkynnt um að ekið haft verið utan í bifreið sem lagt var í bifreiðastæði við Birkihlíð 19 og mun sá sem olli tjóninu hafa stungið af frá þessu tjóni og hafði ekki fyrir því að láta vita af tjóninu. Talið er að óhappið hali gerst á tímabilinu frá kl. 14:00 lil kl. 17:45 þann 27. febrúar sl. Þeir sem telja sig vita hver þarna var á ferðinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Á föstudaginn var lögreglu til- kynnt um skemmdir á bifreið en ekki er vitað hvenær það gerðist. Munu skemmdir hafa verið unnar á hurðarfölsum bifreiðarinnar. Ekki er vitað hver þarna var að verki. Af öðrum málum er tengjast umferð má nefna að einn ökuntaður var sektaður fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur og annar var sektaður fyrir að tala í farsíma við akstur. Þá var eigandi einnar bifreiðar boðaður í skoðun með bifreið sína.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.